Ber brjóst

Grænlenska ríkissjónvarpið hefur beðist afsökunar á því, að í stað lokamínútna leiks Danmerkur og Portúgals í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á laugardag birtust skyndilega myndir af berum konubrjóstum.

Þarf nokkuð að afsaka þetta sérstaklega ef konubrjóstin hafa verið falleg.


mbl.is Óvænt brjóstasýning í grænlenska sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Alveg glatað Jakob. Hver dæmir það hvað eru falleg brjóst og hvað eru ljót brjóst. Gera öll sama gagn myndi ég halda. Varla neitt sjónvarpsefni, nema verið sé að tala um plast eins og á meðfylgjandi mynd við fréttina . Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.9.2009 kl. 00:42

2 identicon

er þá nokkuð hægt yfir höfuð hægt að segja að einhver sé fallegur Kolbrún?? t.d með falleg augu, þau gera öll sama gagn... fallega leggi, gera sama gagn einnig... svona má lengi halda áfram..

henry 8.9.2009 kl. 09:20

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Kolbrún, ég ætla ekki að gerast dómari í hvað eru falleg brjóst og ekki.  En ég tek undir með Henry það sem hann skrifar um málið.

Jakob Falur Kristinsson, 8.9.2009 kl. 10:12

4 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Falleg brjóst já....það er afstætt hugtak. Sama hvort brjóstin hafa verið falleg eða ekki.......hvað ef þetta hefðu verið typpi? Hefðu þá viðbrögð þín Jakob, verið þau að ef um falleg typpi hefði verið að ræða að þá hefði þetta verið í lagi? Eða snýst þetta bara um brjóst?

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 8.9.2009 kl. 10:49

5 identicon

Mér finnst nú fullmikill tepruskapur að þurfa að biðjast afsökunar á að sést hafi í brjóst. Það mætti kannski biðjast afsökunar á að trufla sjónvarpsdagskrána en ég sé ekki hvað er að þessu.

Ef að sést hefði í typpi þá hefðu flestar konur væntanlega skríkt og haft gaman að vegna þess hversu fyndið það væri svo að ég sé ekkert að því að Jakob kalli brjóstin ,,falleg".

Annars finnst mér ekki merkilegt að það sjáist í smá skinn í sjónvarpinu öðru hvoru.. öll hin dýrin fá að ganga um án klæða

Jenni 8.9.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: corvus corax

Ég hefði nú ekki beðist afsökunar ...heldur hækkað afnotagjöldin umsvifalaust. Hugsið ykkur ef þessi ósómi hefði gerst í opnu almennu sjónvarpi í USA! Þá væri allt farið til fjandans þar. Júðar, múslimir, amishhyskið og allt hitt helvítis skinhelgispakkið hefði farið á límingunum og Barak Osama bin Laden hefði orðið að segja af sér sem forseti ...eða heitir hann það ekki annars?

corvus corax, 8.9.2009 kl. 14:26

7 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

mér finnst typpi ekki falleg

Garðar Valur Hallfreðsson, 8.9.2009 kl. 17:40

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jakob það sem Henry segir um fegurð og að ekkert geti þá talist fallegt getur vel verið rétt en mér finnst það er samt öðruvísi þar sem um er að ræða svæði eða líkamspartar sem menn sjá alla jafna og menn mynda sér skoðun á og móta sinn smekk. Jafnvel keppt i fegurð þó ég sé nú ekki hrifin af því. Í fegurðarkeppnum eru, að ég best veit, alltaf hulin brjóst og typpi. Það er nú þess vegna sem ég velti því fyrir mér hvort yfirhöfuð sé hægt að dæma þau, falleg eða ljót. Mér finnst Garðar Valur nokkuð góðurkveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.9.2009 kl. 21:38

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mín viðbrögð hefðu verið alveg eins þótt þetta hefði verið tippi, sem mér finnst samt ekki vera neitt falleg.  En það er með þau eins og brjóst að misjafn er smekkur manna á fegurð.

Jakob Falur Kristinsson, 9.9.2009 kl. 10:35

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Hefði semsagt ekki átt að  biðjast velvirðingar á sýningu typpa í miðjum spennuleik sem fjölskyldan situr og horfir á, og það í riðlakeppni? Mín viðbrögð hefðu heldur ekki verið neitt öðruvísi og víst er að þau eru líka ágæt til síns brúks. Annars var ég nú bara að stríða smá og ætti að vera búin að læra að það getur verið hættulegt að vera með kaldhæðni á blogginu. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.9.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband