Fjárfestingasjóður Íslands

Samþykkt var á fjölmennum fundi fulltrúa lífeyrissjóða í Reykjavík í dag að boðað yrði til stofnfundar nýs fjárfestingarfélags lífeyrissjóðanna. Stefnt er að stofnfundi í október. Vinnuheiti félagsins er Fjárfestingarsjóður Íslands. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn eignist hluti í íslenskum fyrirtækjum í öllum greinum atvinnulífsins, einkum þeim sem lent hafa í erfiðleikum vegna efnahagshrunsins.

Til hvers eru lífeyrissjóðir að stofna þennan sjóð.  Væri það ekki frekar á verksviði stjórnvalda að stofna Þennan Fjárfestingarsjóð.

Hvað með allt lýðræðið hjá þessum lífeyrissjóðum?  Í fréttinni segir að fulltrúar lífeyrissjóðanna hafi tekið þessa ákvörðun á fjölmennum fundi í Reykjavík.  Í hverra umboði voru þessir fulltrúar? Í svona stóru máli ætti auðvitað að taka ákvörðun á almennum félagsfundi í hverjum lífeyrissjóði fyrir sig.

Ég hef alltaf talið að atvinnurekendur eigi EKKI að eiga sæti í stjórnum lífeyrissjóða.  Þótt atvinnurekendur greiði visst mótframlag á móti launþeganum í lífeyrissjóði, þá er allt framlagið frá báðum aðilum hluti af launakjörum starfsmanna og þeirra eign.  Því eiga launþegar að hafa alla stjórnarmenn í hverjum lífeyrissjóði og atvinnurekendur eiga hvergi að koma nærri rekstri sjóðanna.  Nýlegt dæmi um hvernig getur farið af glannalegri fjárfestingu er eign Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í Kaupþingi, en þar töpuðust miljarða tugir.

Þótt lítið sé um fé til framkvæmda á Íslandi í dag, þá höfum við starfandi banka sem eiga að sjá atvinnulífinu fyrir fjármagni, en ekki lífeyrissjóðir.

Lífeyrissjóðir landsins eiga mikla fjármuni í dag og þá verður að varðveita með tryggum hætti og góðri ávöxtun.  Lífeyrissjóðirnir gætu t.d. keypt ríkistryggð bréf í þessum Fjárfestingasjóði Íslands, en þeir eiga ekki að stofna hann.


mbl.is Stofna Fjárfestingasjóð Íslands í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg sammála. þetta er algjör skandall! Þegar búið er að klára allt annað fjármagn þá á bara að fara í lífeyrissjóðina og koma þeim fyrir kattarnef lík. Mér finnst full ástæða að almenningur mótmæli þessu harðlega ekki síður en Icesave og öðru rugli sem fólki er boðið uppá. Þetta eru okkar peningar, 10-15% sem dregin hafa verið af launum okkar í áratugi.

Ég hef verið að pæla í því hvað hægt sé að gera. Ég bý sjálfur erlendis en var á vinnumarkaði í 20 ár á Íslandi og er verulega órólegur útaf þessu braski með lífeyririnn okkar.

Bestu kveðjur!

Jón Bragi Sigurðsson, 9.9.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband