Breytingar

Boðað er til blaðamannafundar í dag kl. 13 í menntamálaráðuneytinu. Á fundinum munu menntamálaráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra kynna breytingar er varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og Atvinnuleysistryggingasjóð.

Á nú að fara að ráðast á þessa sjóði til að spara og lækka greiðslur úr þeim.  Ég tel öruggt að ekki eigi að ræða neinar hækkanir.  Ef ríkisstjórnin heldur áfram að ráðast á velferðarkerfið hér á landi, mun blasa við mikill landflótti og þeir fara fyrst, sem mestu hæfileikanna hafa.  Eftir sitja lífeyrisþegar og ruglaðir alþingismenn, sem komast ekkert i burt.

Ég legg til að ríkisstjórninni verði vísað úr landi.


mbl.is Boða breytingar á LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður Jakob, þó efni fundarins hafi ekki spurst út er ég hræddur um að þetta sé rétt hjá þér, það á öruggleg að kynna MEIRI álögur og skatta á þá sem minna meiga sín, það virðist vera það EINA sem þessari "ríkisstjórn fólksins" dettur í hug þegar á að takast á við efnahagsvandann.  ÉG ER SAMMÁLA ÞÉR MEÐ AÐ ÞAÐ ÆTTI AÐ VÍSA ÞESSARI "RÍKISSTJÓRN FÓLKSINS" ÚR LANDI OG ÞAÐ STRAX.

Jóhann Elíasson, 9.9.2009 kl. 10:53

2 identicon

Fékk hnút í magann þegar ég las þetta, nú þegar eru margir einstaklingar að flosna upp úr námi vegna einmitt námslána, t.d þeir sem hafa verið í námi á norðurlöndunum eiga varla ofan í sig og á vegna gengismunar ....af hverju eru námslánin ekki tryggð þannig að gengismunurinn hafi ekki áhrif á þau ???

Nei það á örugglega EKKI að ræða breytingu til batnaðar, breytingu sem gerir þeim kleift að klára nám eða fara í nám, við skulum öll fara niður í svaðið hvort sem við tókum þátt í þessari spillingu og ólifnaði sem hefur ólgað hér á Íslandi í nokkur ár. 

Sammála þér innilega, Ríkisstjórnin úr landi ....

Harpa Halldórsdóttir 9.9.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er ekkert annað í boði með þessa blessuðu ríkisstjórn okkar.

Jakob Falur Kristinsson, 9.9.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband