2007

Nú hefur orðskrípi komið inn í íslenska tungu, sem er "Að þetta eða hitt sé svo 2007-legt."  Hvað gerist árið 2007 sem gerir það ár svona sérstakt.  Að vísu var hrunið mikla ekki komið en það var heldur ekki árin 2000-2007.

Allt frá því að kvótakerfið í sjávarútveginum var komið á 1984 fóru menn að sjá tækifæri til að búa til peninga úr engu.  Þetta magnaðist síðan upp við einkavæðingu ríkisbankanna þriggja, frá þeim tíma hefur íslenska þjóðin verið á eyðslufylliríi.  Eftir einkavæðingu bankanna fundu menn fljótt út að hægt var að hagnast verulega með því að skipta nógu oft um verðlausan pappír.  Hugtakið milljónamæringur hvarf fyrir orðinu milljarðamæringur. Bæði bankastarfsmenn og fólk almennt varð veruleikafirrt og hugsunin; "Þetta reddast varð algeng."

1998 var ég og sonur minn að kaupa okkur bát og vantaði 25 milljónir til að geta klárað dæmið.  Við fórum i Glitnir og báðum um 25 milljóna króna lán en svarið var þvert NEI.  Þá datt mér í hug að útbúa 30 milljóna króna skuldabréf með veði í nýja bátnum.  Þá fórum við aftur í Glitnir og nú í verðbréfadeild bankans.  Við sögðumst eiga hér veðskuldabréf upp á 30 milljónir og hvort bankinn vildi kaupa það með 5 milljóna afslætti.  Þá fengum við þau svör að þetta væri nú svo lítil upphæð að það borgaði sig varla fyrir bankann að leggja vinnu í þessi viðskipti, en þar sem við byðum svona góðan afslátt skyldu þeir kaupa bréfið og það var gert.  Nú fórum við út úr Glitnir með þær 25 milljónir, sem okkur vantaði og málið var leyst.  En mikið sá ég eftir að hafa ekki skuldabréfið 300 milljónir. Svona var nú öll fagmennskan á þessu sviði í bankaheiminum, allt reynslulausir krakkar með eitthvað háskólapróf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband