Fimmtudagur 28. desember 2006

Jæja þá eru blessuð jólin búin og við tekið hið venjulega líf.  Reyndar eru áramótin eftir og svo tekur aftur við hið daglega lífs em betur fer.  Þetta er búið að vera frekar leiðinlegur tími.  Dagana fyrir jól var eins og flestir væru að missa vitið.  Ég fór stundum í Keflavík og umferðarmenningin var slík að ef maður var ekki nógu snöggur af stað á ljósum eða í hringtorgum, var legið á flautunni eins og verið væri að flytja sjúkling sem væri að dauða kominn.  Ekki var ástandið betra þegar maður skrapp til Rvk. þar var eins og flestir væru orðnir geðveikir og væru að missa af jólunum sem væru að koma í síðasta skipti.  Ég fór í Bónus fyrir jólin og var í biðröð til að komast að kassanum, þegar mér er alltí einu hrint til hliðar og maður ryðst fram fyrir mig.  Ég varð snarillur og sagði við þennan mann.  "Ertu eitthvað bilaður búðin er nú opin tl kl. 22,00 og svo ræðstu á fatlaðan mann".  Hann varð nú ansi aumur og baðst afsökunar og sagði, mér fannst þú bara vera svo seinn.  Ég stillti mig, því vandræði mín eru nægileg fyrir svo ekki væri nú ábætandi að þurfa að standa í slagsmálum við kassann og sagði við manninn að ég væri líkamlega fatlaður en gann væri greinilega andlega fatlaður.  Ég er nú loksins búinn að skrifa alla Útgerðarsöguna en ekki fæst hún enn birt á arnfirðingur.is og er ég núna að skrifa sögu rækjuveiðar í Arnarfirði og ætla síðan að skrifa Útgerðarsögu Patreksfjarðar.  En hvort eitthvað af þessu fæst birt verður bara að koma í ljós.  Ef menn þola ekki að heyra sannleikann verður svo að vera.  En þar sem þeir sem stýra arnfirðingur.is vilja ekki birta mín skrif fékki ég kunningja minn sem er með vefsíðuna Tíðis á Patreksfirði til að tengja mína bloggsíððu inn hjá sér og get ég þá skrifað á mína ábyrgð það sem hugurinn býr án þess að þurfa að sæta ritskoðun misvitra manna.   En nú verð ég að fara að þvo helling af þvotti og kveð að sinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband