Föstudagur 22. desember 2006

Héðan úr Sandgerði eru ekki miklar nýjar fréttir nema að fyrir nokkrum dögum síðan strandaði hér erlent skip við Hvalsnes.  Ég þurfti að skreppa í Keflavík í dag og á leiðinni til baka yfir Miðnesheiði sem ég hef nú aldrei tekið eftir að væri nein heiði sá ég skipið sem er mjög stórt og ók ég út að Hvalsneskirkju og þar blasti við manni þetta mikla skip sem stendur á réttum kili en hefur á síðasta flóði borist inn fyrir skerjagarðin sem liggur þarna meðfram ströndinni var það ansi tilkomumikil sjón að sjá þetta stóra skip standa þarna í fjörunni og hauga brim rétt fyrir aftan.  Það var fjara þegar ég var þarna og maður gat séð stýrið standa uppúr sjó og margar rifur á skipinu og er nokkuð öruggt að það fer aldrei á flot aftur.  En hvað verður gert við skipið veit enginn í dag.   Ég hef nokkuð lengi verið að skrifa Útgerðarsögu Bíldudals og sent á vefinn arnfirðingur.is en þeir höfðingjar sem þar stýra verkum hafa ekki enn birt nema 2 hluta af þeim 3 sem ég hef sent til þeirra af einhverjum ástæðum sem ég veit ekki.  Kannski er eitthvað í þessum þriðja kafla sem ekki passar við þeirra hugmyndir um Bíldudal eða einhvern sem þar er nefndur, ég er núna að vinna við fjórða og síðasta kaflann en veit ekki hvort ég sendi það til þeirra.  Það virðist vera að stjórnendur arnfirðings.is og eru brottfluttir bílddælingar neiti að viðurkenna hvílík hignun er orðin á Bíldudal.  Þeir sem vilja vita verða að átta sig á því að Bíldudalur er deyjandi staður og í dag fámennastur þéttbýliskjarna á Vestfjörðum og hver er ástæðan.  Því er auðsvarað, óstjórn, ævintýramennska og vitleysa.   Þessu verður ekki breytt úr því sem komið er það er einfaldlega orðið of seint.  Staðurinn er hægt og sígandi að breytast í sumarleyfisstað enda við hæfi að bæjarstjórn er núna að kynna nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir frístundarbyggð inní miðju þorpi og er það gert þannig að svo þrengir að þeim íbúum sem enn er þó að þrauka þarna að þeir neyðast sennilega til að hrökklast í burt og er það kannski tilgangurinn.  Það má enginn skilja þessi skrif mín þannig að mér sé í nöp við Bíldudal nema síður sé, mér þykir vænt um þennan stað og sárnar hvernig búið er að fara með hann.  Þarna er ég fæddur og bjó í rúm 50 ár og væri sennilega enn ef ekki hefðu komið til slys sem gerði mig að örykja og miklum sjúklingi.  En ég er ekki svo heimskur að ég neiti að viðurkenna staðreyndir eins og mér finnst gert á arnfirðingur.is, nú mun vera svo komið að á Bíldudal búa færri en var í Selárdal einum þegar þar var fjölmennast.  Við höfum einn draugabæ hér á Suðurnesjum en það er bærinn þar sem ameríski herinn bjó og fyrir jólinn í fyrra var þessi bær allur uppljómaður og miklar jólaskreytingar en núna eru engin ljós og allt mannlaust og ekki ljós neinstaðar.  Ég get ekki látið hjá líða að lýsa hneykslan minni og undrun á því sem bóndinn í Otradal gerði og allt útaf einum dauðum hundi þetta þótti frétt í sjónvarpi en ekki á arnfirðingur.is sem lýsir best þeirri hugsun sem ríkir þar á bæ.  En ég set hér með slóð sem hægt er að smella á til að lesa þriðja hluta sögu minnar Útgerðarsaga Bíldudals.  Ég ætla að láta þetta duga að sinni og óska þeim sem þessar línur lesa gleðilegra jóla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband