Grensás

Söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás, sem hleypt var af stokkunum er Gunnlaugur Júlíusson hljóp af stað til Akureyrar nú í sumar, er ætlað að bæta úr langvarandi húsnæðisvanda Grensásdeildar, sem stofnuð var 1973. Frá þeim tíma hafa húsakynni deildarinnar ekki aukist, utan byggingar æfingasundlaugar. Landsmönnum hefur engu að síður fjölgað um 40% og þeim sem þurfa á endurhæfingu að halda hlutfallslega meira.

Nú verð allir allir leggja eitthvað af mörkum til að stækka þessa endurhæfingardeild.Ég þekki það af eigin raun hvað svona endurhæfing er mikilvæg.  Ég lenti í alvarlegu slysi út á sjó haustið 2003 og eftir dvöl á Landspítalanum í Fossvogi í tvær vikur.  Fékk ég pláss á Reykjalundi, sem rekur endurhæfingarstöð svipaðri þeirri sem er á Grensás.  Ég kom á Reykjalund 10. október 2003 og var þá algerlagerlega bundinn við hjólastól og þurft aðstoð við nánast allt.  Fara í bað, borð, klæða mig ofl.  Ég fór í stíft endurhæfingarprógramm og þann 20. desember gekk ég þaðan útá mínum eigin fótum og óstuddur.  Ég fór aftur á Reykjalund í febrúar 2004 og var þá í einn mánuð til að skerpa á þeim æfingum, sem ég átti að gera heima.  Einnig fór ég í ökumat og fékk leyfi til að aka bifreið.  Síðan hef ég geta séð um mig sjálfur að mestu leyti.  En auðvitað koma upp atriði, sem reynast manni erfið og þá verður maður bara að sætta sig við það og ekkert að ergja sig á því.  Þegar ég byrjaði í endurhæfingunni á Reykjalundi ákvað ég strax á fyrsta degi að vera jákvæður og reyna allt sem minn þjálfari vildi að ég gerði.

Það er oft sagt; "Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur." Og á það mjög vel við þegar fólk missir heilsuna að miklu leyti.  Því skora ég á íslensku þjóðina;

Leggjum öll Grensás okkar lið.  

Það er enginn svo aumur að hann geti ekki misst þúsundkall, því það munar um allt og margt smátt mun gera eitt stórt.


mbl.is 500 milljónir fyrir Grensás ekki óyfirstíganlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband