Misskilningur

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segir í yfirlýsingu að fullyrðingar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að stjórnendur Glitnis hafi hugsanlega framið lögbrot, er bankinn lagði lítinn hluta lána bankans til sjávarútvegsfyrirtækja að veði fyrir láni hjá Seðlabanka Evrópu,sé á misskilningi byggð.

Hann er seigur að kjafta sig frá hlutunum hann Þorsteinn Már Baldvinsson.  Ég þykist vita að Þorsteinn Már er ekki heimskur maður, nema síður sé.  En ætlast hann til að nokkur maður trúi þessum orðum hans.  Það er mikill misskilningur hjá honum.  Því Seðlabanki Evrópu hefur staðfest að bankinn hafi þennan lánavafning undir höndum og ætlar að gefa íslenskum útgerðum fimm ára frest til að endurfjármagna þessi lán.  Þau eru kannski lítil í augum Þorsteins, en þau munu vera nokkur hundruð milljarðar.  Auðvitað var þetta lögbrot því að það er bannað að veðsetja erlendum aðilum íslenskar aflaheimildir.  Meira að segja Guð Guðanna hjá útgerðarmönnum, Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ sagði í fréttum að útgerðirnar yrðu að endurfjármagna þessi lán innan fimm ára, annars yrði þessi skuldabréfavafningur seldur hæstbjóðanda.


mbl.is Segir um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ertu nú alveg viss um þetta Jakob.

Hvernig getur þá Seingrímur verið að selja íslensku bankana  til erlendra aðila. Banka sem eiga fullt af veðum í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Landfari, 22.9.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég er viss um þetta.  Ef einhver af íslensku bönkunum verður seldur erlendum kröfuhöfum, þá verða þeir áfram íslenskir bankar og munu starfa eftir íslenskum lögum.  Þótt viðkomandi banki eigi mikið af veðum í íslenskum sjávarútvegi.  Má hann ALDREI selja þau veð til erlendra aðila.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2009 kl. 11:43

3 identicon

Bíddu, var hann ekki í útgerð? Bleah!

Skorrdal 22.9.2009 kl. 12:52

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú Þorsteinn Már er í útgerð.  Hann er annar af aðaleigendum Samherja hf. á Akureyri.  Reyndar minnkaði hans hlutur talsvert þegar hann skipti um eiginkonu í fyrra.  Samherji er með mikla útgerð erlendis, bæði í Þýskalandi, Bretlandi og við Afríku.  Hann spilar jöfnum höndum á íslenska kvótakerfið og kvótakerfi ESB.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2009 kl. 16:06

5 identicon

Og hann er marktækur í þessu málefni vegna hvers??? Sorry - ekki gagnrýni á þig eða þinn málfluttning, heldur á þá blaðamenn sem birta slíkar "fréttir". Ég sé bara ÁRÓÐUR hérna - lítið annað.

Skorrdal 22.9.2009 kl. 16:10

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt Þorsteinn Már sé í útgerð og hafi verið það lengi er ekkert samband  milli þess og að vera stjórnarformaður í stórum banka eins og Glitnir var.  Þetta er enginn áróður heldur SANNLEIKUR.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2009 kl. 16:18

7 identicon

Ég sé bara málið öðruvísi, Jakob. Við búum bara ekki í sama samfélagi og í september 2008. Hjá því verður ekki litið.

Skorrdal 22.9.2009 kl. 16:40

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú hefur þína skoðun í friði og ég hef mína.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2009 kl. 16:45

9 identicon

Akkúrat! Aðeins fullorðið fólk getur sætt sig við að vera ósammála; greinilega ert þú fullorðinn! (Og þá vonandi ég einnig...)

Skorrdal 22.9.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband