Umferðarslys

Umferðarslys varð á Miklubraut við Höfðabakkabrú þegar flutningabifreið ók undir brúna með hliðarhlera opinn. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) rifnaði hlerinn af bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann féll á fólksbifreið. Stúlka var í bifreiðinni en hún slapp með minniháttar meiðsl.  Hún hefur verið meira en lítið heppin þessi stúlka að sleppa lifandi frá þessum ósköpum.
mbl.is Þakið skarst af bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur sýnir sig hvílíkir dæmalausir apakettir eru aðlaðir og sæmdir meiraprófinu. Þetta er sirka milljónasta svona bjánastrikið á þessum stað á fáum árum.

Þessir álfar geta hæglega drepið einhvern með heimskunni í sér, og það hlýtur að gerast einhvern daginn.

Fimmta valdið 22.9.2009 kl. 13:09

2 identicon

Hvernig væri að nota eigið hugmyndaflug í stað þess að copy og peista fréttir beint af mbl.

....................................... 22.9.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef tekið þá ákvörðun að svara ekki athugasemdum frá huglausum aumingjum, sem dyljast undir fölsku nafni eins þú gerir.  Ég ákveð sjálfur hvernig ég haga mínum skrifum en ekki þú.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2009 kl. 16:35

4 identicon

Það má vera að hann sé huglaus aumingi en ég efast um að hann ljósriti moggann og beri í hús. Sem er svona nokkurn veginn það sem þú gerir.

Huglausi auminginn gat þó séð að þú ert bara að safna heimsóknum á bloggið þitt með því að hanga á skrifum og verkum annara. Mætti ég benda þér á að þetta ágæta moggablogg er fínt til þess að koma skoðunum sínum á framfæri fyrir aðra sem hafa áhuga að lesa þær en ekki bara til þess að benda á það augljósa í 25 orðum.

Jón Alfreð Olgeirsson 22.9.2009 kl. 18:01

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki svaravert nafnlausi aumingi.

Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 00:10

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég get ómögulega skilið hvers vegna þið báðir, sem eru greinilega ekki skráðir á bloggið eru að fara inn á mína síðu og lesa hana ef hún er einungis ljósrit úr Mogganum.  Ég er ekki í neinni vinsældarkeppni, þótt bloggið mitt sé í 7. sæti yfir þau blogg sem mest eru lesin.  Ég birti oftast úrdrátt úr frétt og skrifa síðan um hana.  Einnig hef ég skrifað fjölmargar greinar, þar sem enginn frétt kemur við sögu.

Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 09:59

7 identicon

Ég hef ekki áhuga á að halda uppi moggabloggi en ég les mbl.is mjög mikið enda er hann sennilega vinsælasta vefsíða landsins. Það getur verið fróðlegt að lesa bloggið við umdeildar fréttir og sjá hvernig fólk bregst við og skoða umræðuna sem myndast. Þú ert duglegur að tengja þig við fréttir og því hef ég margoft lent á þessu bloggi en oftast verið fljótur að ýta á "back" takkann eftir 3 sek þegar ég er búinn að lesa það sem þú skrifar.

Ekki vera hissa á því að fá gagnrýni á skrifin þín þegar þú setur 5 linka á dag á stærstu fréttasíðu landsins. Það að vera í 7. sæti á lista yfir blogg sem mest eru lesin segir lítið. Þetta gæti allt eins verið listi yfir þau blogg sem hafa flesta linka á mbl.is.

Það er frekar kjánalegt að skýla sér bakvið "þú ert nafnlaus aumingi" skjöldinn þegar ég er augljóslega ekki nafnlaus.

Jón Alfreð Olgeirsson 23.9.2009 kl. 10:39

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég tek enga gagnrýni alvarlega á mín skrif.  En hvað varðar nafnleysið þá ert þú nafnlaus í mínum augum á meðan ég get ekki smellt á þitt nafn og séð hvernig þú bloggar.  Á meðan ertu nafnlaus í mínum augum.

Þessi listi er yfir þau blogg sem mest hafa af innlitum hverju sinni og stoppa þar í meira en 3 sek.

Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband