Jóhanna Sigurðardóttir

Ekki skil ég þessa miklu þörf hjá mörgum hér á blogginu að þurfa stöðugt að skammast útí Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.  Hún stendur sig mjög vel í sínu starfi og er stöðugt að vinna með bættan hag Íslands í huga.  Heldur fólk að það sé létt verk að þrífa upp allan skítinn, spillinguna og kæruleysis Sjálfstæðisflokksins, sem stýrði hér efnahagsmálum síðastliðin 20 ár.  Það tekur á að byggja allt upp að nýju, þegar allt var hrunið, sem hrunið gat.  Þótt menn sjái í dag að betra hefði verið að láta Icesave-málið fara dómstólaleiðina, þá er ekki við Jóhönnu að sakast í því.  Eftir hruni sl. haust var gengið frá samningi við Breta og Hollendinga um Icesave.  Undir þann samning skrifuðu fyrir Íslands hönd þeir, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Árni Matthiesen, fjármálaráðherra og Davíð Oddsson, aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands.  Þessi samningur var síðan samþykktur með miklum meirihluta á Alþingi skömmu síðar.  Nú segir hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson að þetta hafi aðeins verið minnisblað um hvaða leið væri skynsamlegust og átti að gera nánari samning síðar en engu síður var þarna þessum þjóðum lofað að Ísland greiddi Icesave-skuldina.  Þvílíkt andskotans kjaftæði, minnisblöð eru ALDREI lögð fyrir Alþingi til samþykktar eða synjunar.  Þetta var hefðbundinn milliríkjasamningur og nú eru þau Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon að leita leiða hvernig hægt verði að standa við þennan samning og Sjálfstæðisflokkurinn gerir allt sem hann getur að hindra að hægt verði að standa við loforð sem áðurnefndir menn gáfu Bretum og Hollendingum.  Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi drullað í buxurnar í haust er óþarfi að gera það aftur og aftur.  Nú hampar þessi sami flokkur Ögmundi Jónassyni fyrir hvað hann sé góður og skynsamur maður.  Meira að segja Morgunblaðið telur Ögmund vera hetju, sem áður var talinn óalandi og gerði ekkert nema vitleysu.  Það hefur aldrei verið talið fram að þessu, sérstök hetjudáð að flýja frá erfiðum verkum og forða sér eins og rotta flýr sökkvandi skip.  Öll þessi lofgjörð Sjálfstæðismanna um Ögmund byggðist á þeirri von að ríkisstjórnin væri að falla en svo er nú alls ekki.  Stjórnin stendur sterk á eftir brotthvarf Ögmundar og Jóhanna Sigurðardóttir mun leiða Ísland út úr þessari kreppu og koma hér á velferðarþjóðfélagi í fyllingu tímans.  Hún þarf aðeins að fá frið fyrir vitleysingjum þessa lands til að ljúka verkinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta. Held að Sjálfstæðismenn séu að missa glóruna um þessar mundir.

Björn Birgisson, 12.10.2009 kl. 12:32

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þeir skammast sín bara svo mikið og vita hvar ábyrgðin liggur og reyna allt til að breiða yfir það.

Jakob Falur Kristinsson, 12.10.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband