Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra

Alveg er það furðulegt hvað LÍÚ nær fljótt tökum á öllum sjávarútvegsráðherrum, sama í hvaða flokki þeir eru.  Nú er Jón Bjarnason fallinn í sömu gryfju og allir hans forverar og gott betur, því Jón ætlar að hunsa stjórnarsáttmálann.  Þegar núverandi ríkistjórn var mynduð var um það samið að innköllun allra veiðiheimilda hæfist 1. september 2010.  Nú hefur Jón lýst því yfir að það verði ekki gert því LÍÚ vilji það ekki.  Er maðurinn ekki heill á geði, ég efast um það, því Jón er greindur maður.  Það var vitað við stofnun ríkisstjórnarinnar að LÍÚ yrði á móti þessu.  Samt tekur Jón Bjarnason að sér embætti sjávarútvegsráðherra til að fylgja eftir stefnu ríkisstjórnarinnar.  En tekur svo upp á sitt einsdæmi að breyta stefnuninni í sjávarútvegsmálum.  Það sama á við um ESB þar segir Jón að hann sem ráðherra ætli að vinna að því máli af heilum hug en persónan Jón Bjarnason segist ætla að berjast af öllu afli gegn málinu.  Hvernig getur ráðherra leyft sér svona málflutning og ætlast til að einhver trúi honum.  Heldur Jón Bjarnason að hann komist framhjá samstarfsflokknum í þeim málum eins og honum hentar og fái að sitja óáreyttur í sínum ráðherrastól.  Það má þó segja flokksbróðir Jóns, Ögmundi Jónassyni til hróss að hann hafði þó þann manndóm til að bera að segja af sér.  En Jón leggst í algeran aumingjaskap, enda algerlega vanhæfur ráðherra og gerir sig að athlægi hvað eftir annað með sínar furðulegu skoðanir, sem engan hljómgrunn hafa hjá þjóðinni.  Nú þurfum við ráðherra, sem hafa kjark og þora að gera hlutina rétt.  Aumingjar, eins og Jón Bjarnason eru óþarfir í ríkisstjórn þessa lands, það er nóg framboð af þeim til annarra verka.

Jón segðu af þér strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband