Séra Gunnar

Kirkjunni ber að vera öruggt skjól og ákvörðun biskups að færa sr. Gunnar Björnsson á Selfossi til í embætti er óumflýjanleg. Þetta segir í opnu bréfi sem 24 prestar skrifa í Morgunblaðið í dag.

Mér finnst þetta bréf skipta engu máli og er aðeins skrifað til að þóknast Biskup Íslands.  Mál séra Gunnars fór alla leið fyrir Hæstarétt og þar var hann sýknaður.  Því á Gunnar fullan rétt á að taka við sínu embætti aftur.  Íslenska þjóðkirkjan er á algerum villigötum í sinni afstöðu í svona málum.  Hún varði séra Ólaf Skúlason af öllu afli, þar til að nokkrar konur gáfu sig fram og skýrðu frá því kynferðis ofbeldi sem þær urðu fyrir af hálfu Ólafs.  Þá fyrst eftir nokkur ár neyddist kirkjan til að biðja þessar konur afsökunar.  En frumkvæðið kom ekki frá kirkjunni heldur konunum sjálfum.  Nú á að gera séra Gunnar að blóraböggli vegna þess klúðurs, sem kirkjan gerði í máli Ólafs Skúlasonar.  Mál séra Gunnars verður ekki leyst nema með því að hann taki við fyrra embætti aftur og Biskup hætti afskiptum af málinu.


mbl.is 24 prestar skrifa gegn sr. Gunnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Selfyssingar kæra sig ekki um prest sem faðmar, kyssir og strýkur stúlkur sem hann er að uppfræða. Svo afsakar hann sig með slæmri líðan. Hvernig heldurðu að stúlkunum líði sem urðu fyrir barðinu á þessum fjölþreifna guðsmanni?

Sigurður Sveinsson, 22.10.2009 kl. 07:09

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er búið að hræra svo mikið í íbúum á Selfossi að þeir vita ekki neitt í sinn haus lengur um afstöðu til séra Gunnars.  Það var t.d. haldinn fjölmennur fundur á Selfossi til stuðnings Gunnari.  Þetta var nú bara saklaust klapp á bakið og öxl, sem gerir engum neitt slæmt.  Þannig að ég held að líðan stúlknanna sé mjög góð.

Jakob Falur Kristinsson, 22.10.2009 kl. 07:16

3 Smámynd: Brynjólfur Árnason

Nokkuð merkilegur pistill hér,

http://www.pistlar.com/

Brynjólfur Árnason, 22.10.2009 kl. 08:36

4 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sæll

Það er ekkert búið að hræra í íbúum Selfoss.  Samanburður þinn á máli þessu við mál Ólafs Skúlasonar er fráleitur.

Bréf þetta skiptir mjög miklu máli og er þeim prestum er rita mikill sómi af.  Ég er þeim þakklátur.

kv.

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 22.10.2009 kl. 08:39

5 Smámynd: Meinhornið

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar framdi ekki refsiverðan glæp. Það er alls ekki það sama og að segja að verknaðurinn sé siðlegur og viðeigandi.

Meinhornið, 22.10.2009 kl. 08:57

6 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

 Þetta var nú bara saklaust klapp á bakið og öxl, sem gerir engum neitt slæmt.  Þannig að ég held að líðan stúlknanna sé mjög góð.,.... segir þú

Ekki vildi ég að dóttir mín væri mikið að þvælast fyrir þér ef þetta er þín afstaða til þessa klapps.

og að Gunnar sé orðin fórnalamb, finnst mér skrýtin afstaða í þessu máli. Maðurinn er búin að drulla upp á bak í þeim fjórum sóknum sem hann hefur starfað í og auðvitað áttti að taka fyrir löngu á málunum en biskupstofa þráaðist við, þangað til núna. loksins,

þú ætti að hugsa þetta aðeins betur áður en þú setur svona fram.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 22.10.2009 kl. 09:09

7 Smámynd: Snjalli Geir

Er það ekki velferð barnanna sem á að vera í fyrirrúmi! Hann er búinn að stunda þessa iðju í áratugi.

Sjá frétt á visir.is

http://www.visir.is/article/2009894054764

og á http://samstada2009.blogspot.com/

 Hópur kvenna hefur stofnað styrktarhóp til stuðnings stelpum á Selfossi sem kærðu séra Gunnar Björnsson fyrir kynferðisbrot. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa frá svipuðum atvikum að segja eftir samskipti sín við Gunnar þegar hann var sóknarprestur á Bolungarvík.

Hrönn Reynisdóttir kynntist séra Gunnari Björnssyni ung að árum þegar hún stundaði tónlistarnám á ísafirði en Gunnar var þá prestur í Bolungarvík og tók þátt í tónlistarkennslunni. Þetta var á níunda áratug síðustu aldar. En þótt langt sé um liðið segir Hrönn að það hafi ekki komið henni á óvart þegar fimm stúlkur úr söfnuði Gunnars kærðu hann til lögreglu í fyrra.

Hún segir að hegðun Gunnars gagnvart ungum stúlkum, sífelldar strokur og snertingar, hafi verið umtöluð á sínum tíma. Hún hafi fundið fyrir þessu á eigin skinni.

Nokkrar þessar stúlkna, sem nú eru orðnar konur, hafa stofnað styrktarhóp til stuðnings stelpunum á Selfossi sem þær segja að hafa sýnt mikið hugrekki.

Séra Gunnar Björnsson hefur verið setur í sérverkefni hjá Biskupsstofu en hann íhugar að stefna Þjóðkirkunni vegna þess fjárhagstjóns sem málið hefu valdið honum.

Snjalli Geir, 22.10.2009 kl. 09:34

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvaða viðkvæmni er þetta, allt þetta kjaftæði um kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum, hefur orðið þess valdandi að feður þora varla að bjóða ungum dætrum sínum út að borða eða í bíó.  Það er bara kjaftæði og lygi að Gunnar Björnsson hafi verið með kynferðislega áreitni, þegar hann var prestur í Bolungarvík.  Má prestur ekki taka í hönd sinna sóknabarna án þess að allt verði vitlaust. Þessi pistill , sem þú vísar á Brynjólfur er til stuðnings séra Gunnari.  Þú; Snjalli Geir ert að draga fram álit einhverrar konu sem segist hugsanlega orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Gunnars fyrir meira en áratug og uppgötvaði það allt í einu núna.  Hverskonar bull er þetta.  Ég vísa öllum athugasemdum hér að ofan til föðurhúsanna og segi;  SÉRA GUNNAR BJÖRNSSON Á FULLAN RÉTT Á AÐ SNÚA AFTUR TIL FYRRI STARFA Á SELFOSSI.  Sem hann gerir vonandi sem fyrst.

Jakob Falur Kristinsson, 22.10.2009 kl. 10:03

9 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Þú átt nú eitthvað bágt,, voandi að mínar dætur og aðrar stúlkur verði ekki á þínum vegi, með þessa afstöðu.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 22.10.2009 kl. 10:45

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei ég á ekkert bágt, en ég hugsa rökrétt og læt ekki blindast af einhverjum kjaftasögum í dómum um menn eins og um Séra Gunnar, sem þrátt fyrir sinn heiðarleika nýtur ekki sannmælis fyrir bulli og þvælu frá sumu fólki, sem ekki kann sér hóf í allri sinni vitleysu.

Jakob Falur Kristinsson, 22.10.2009 kl. 13:03

11 identicon

Sorry en þú færð ekki flugmiða til himnaríkis fyrir að traðka á tilfinningum ungra stúlkna...

DoctorE 22.10.2009 kl. 14:52

12 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ótrúlegt að sjá stuðningsfundinn í sjónvarpinu um daginn! Fyrsti ræðumaður; ÁRNI!! Ekki gott múv verð ég að segja...

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.10.2009 kl. 18:10

13 identicon

Árni... ræðst að barnungum stúlkum sem þurftu að verja sig fyrir prestinum...
Mér finnst að sparka eigi Árna af þingi fyrir þennan gjörning... hann er ekki húsum hæfur.

DoctorE 22.10.2009 kl. 19:09

14 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Árni, sem íbúar Árborgar kusuð á þing, var bara að segja sannleikann og ykkur finnst hann kannski bitur en hvað mig varðar hef ég aldrei verið að traðka á tilfinningum ungra stúlkna.  Þótt ég sé að skrifa gegn því ranglæti sem Gunnar Björnsson hefur orðið fyrir;

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Jakob Falur Kristinsson, 23.10.2009 kl. 04:00

15 identicon

Ef ég væri að strjúka og kyssa sprænipíkur... þá myndi ég fastlega búast við að fá á mig kæru.
Og þar sem ég er ekki prestur þá myndi ég fastlega búast við því að verða dæmdur.. ég myndi líka gera ráð fyrir því að sárafáir myndu verja mig...
Jón og séra Jón

Ég hef kynnt mér svona mál alveg rosalega vel.. .ég get td sagt þér það að einn versti nýðingur sem kaþólska kirkjan hefur alið af sér, hann notaði nákvæmlega sama orðalag, var að strjúka og kyssa, segja hvað börnin væru falleg...
Taktu eftir að ég er ekki að segja að Gunnar sé að gera hið sama, en samlíkingin í hegðun er algerlega eins.....

DoctorE 23.10.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband