Stór Lottó-vinningur

Ungur maður, sem vann tæpar 25 milljónir króna í lottóinu á laugardag ætlar að hætta í vinnunni sem hann stundar nú og einbeita sér að tónlist.

Ef hann fer gætilega þá er möguleiki á að lifa af vöxtunum af þessum stóra vinningi.  En ansi margir sem hafa fengið stóra vinninga bæði hér á landi og erlendis hafa farið út í óhóflega eyðslu og setið eftir með miklar skuldir.  Það er lítill vandi að eyða 25 milljónum ef ekki er farið með gát.  Hinsvegar skilst mér að þeir sem fái svona stóra vinninga sé yfirleitt boðin aðstoð fjármálaráðgjafa.

Fyrir nokkrum árum vann maður í Frakklandi nokkur hundruð milljónir í lottói og eyddi eins og hann gat og áður en hann vissi af þá var hann orðinn stórskuldugur.  En þá skeði hið ótrúlega að maðurinn vann aftur hæsta vinning í lottóinu og slapp fyrir horn fjárhagslega.


mbl.is Ætlar að hætta í vinnunni eftir lottóvinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er búinn að bíða í mörg ár eftir lottovinnig.   Hvernig komst þessi fram fyrir mig?  Já það eru þess mörg dæmi að jafnvel vinnigar sem tryggt gæti menn út ævina hafi sett menn á hausinn.

Offari, 26.10.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sama hér.

Jakob Falur Kristinsson, 26.10.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Offari alltaf góður...

Halldór Jóhannsson, 26.10.2009 kl. 20:49

4 identicon

Það er það sem að gerist að fólkið kann ekki að fara með peninga og þá fer allt á verri veg.

Oprah gerði nokkuð góða "heimildarmynd" um þetta en hún fór út á götu í bandaríkjunum og gaf heimilislausum manni helling af peningum.

Hann lifði eins og kóngur og gerði einhverja tilraun til að stofna fyrirtæki en 10 mánuðum seinna var hann kominn aftur á götuna og ennþá verr staddur fjármálalega séð.

Arnar Geir Kárason 27.10.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband