Barnaverndanefnd

Alveg er stórfurðulegt að fylgjast með störum barnaverndarnefndar Reykjavíkur varðandi tvo unga drengi.  Það er eins og lög um barnavernd komi þessari nefnd ekkert við.  Nefndin höfðar mál til að fá forsjá þessara drengja dæmda af móður drengjanna og mun það verða tekið fyrir í janúar 2010.  Drengirnir bjuggu hjá móðurömmu sinni í góðu yfirlæti og hefur amman örugglega hugsað vel um þá.  Burt séð frá hvernig lífi móðir drengjanna hefur verið undanfarin ár.  Þá áttu þeir öruggt heimili hjá ömmu sinni.  En áður en forræðismálið er til lykta leitt grípur Barnaverndarnefnd inn í og kemur eldri drengnum í fóstur og nú á að fara eins með yngri drenginn, sem er aðeins 9 ára.  Það á að taka hann af heimili ömmu sinnar og senda hann í fóstur hjá ókunnugu fólki úti á landi.  Hvort ætli þessum unga dreng líði betur á heimili ömmu sinnar eða í fóstri hjá fólki, sem hann þekkir ekki neitt.  Dögg Pálsdóttir lögmaður ömmunnar hefur kært þetta til úrskurðarnefndar Barnaverndar, sem mun taka málið fyrir næsta mánudag.  En þá liggur Barnaverndarefnd svo mikið á að ákveðið hefur verið að drengurinn skuli sendur í fóstur á föstudaginn, eða áður en Úrskurðanefnd Barnaverndar hefur tekið málið fyrir.  Þessi framkoma Barnaverndar Reykjavíkur er með öllu óskiljanleg.  Þarna er hagur barnsins algert aukaatriði.  Er þessi nefnd búinn að gleyma öllum mistökum, sem gerð voru varðandi vistheimilið að Breiðuvík og fleiri slík heimili og ætlar að endurtaka þau án nokkurrar umhugsunar.  Í dag hefur móðir drengjanna forræði yfir sínum börnum og ekki kemur í ljós fyrr en í janúar 2010 hvort það verði dæmt af henni.  Á meðan á Barnavarnanefnd Reykjavíkur ekki neinn rétt til að skipta sér af þessum drengjum en nefndin hikar ekki við að brjóta lög til að framfylgja sínum vilja.

Þetta er til skammar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband