Ný vinnubrögð

Á Alþingi fór í gær fram utandagskrárumræða um aukningu á aflaheimildum og framsögumaður var Ásbjörn Óttarsson.  Hann rökstuddi mál sitt mjög vel um að nú ætti að auka við veiðiheimildir í nokkrum fisktegundum á Íslandsmiðum.  En því miður fannst mér að viðbrögð Jóns Bjarnasonar væru á þá leið að þótt hann viðurkenndi að hann væri í raun sammála Ásbirni, þá bætti hann því við að þetta væri ekki hægt nema með leyfi frá Hafró, sem þýðir að auðvitað verður enginn aukning.  Hinsvegar lagði Jón fram á Alþingi þingsályktunartillögu um aukningu á skötuselskvóta og það merkilega við þessa tillögu er það að þessa aukningu á að leigja útgerðum á kr. 120 á kíló, sem rynni í ríkissjóð.  Þór Saari kom með enn betri hugmynd, sem væri að ríkið leigði allar aflaheimildir á Íslandsmiðum fyrir kr 50,- á kíló og ef það yrði gert færu í ríkissjóð hrunduð milljarða.  Þetta myndi gera ríkisjóð skuldlausan á nokkrum árum og ekki þyrfti að fara út í skattahækkanir á almennt launafólk.  Leiguverð á þorski í dag er um 230-250 krónur á kíló.  Þannig að flestar útgerðir ættu að ráða við að greiða kr. 50,- fyrir hvert veitt kíló.  Þær útgerðir sem ekki gætu greitt þetta er þá svo illa reknar að þær eiga ekkert erindi í útgerð.  Það er rætt um að leggja sérstakan skatt á stóriðju og hvers vegna ætti útgerðin að fá að nýta auðlindir hafsins endurgjaldslaust.  Þær auðlindir eru alla veganna miklu verðmætari en þær auðlindir, sem stóriðjan notar.  Dagurinn var ekki liðinn þegar LÍÚ byrjaði með sinn grátkór um að engu mætti breyta nema í samráði við þá.  Er ekki kominn tími til að stjórnvöld taki sínar ákvarðanir um stjórn fiskveiða án afskipta LÍÚ og Hafró.  Í dag er heimilt að geyma á milli ára um 30% af veiðiheimildum hvers skips.  Það atriði ásamt tegundatilfærslum gerir það að verkum að við fullnýtum ekki þessa auðlind okkar í vissum tegundum og ofnýtum þær í öðrum.  Það hefur verið okkar reynsla að veiðiráðgjöf Hafró hefur fylgt veiðinni.  Í þeim tegundum sem veitt hefur verið meira úr en Hafró hefur ákveðið, þá er veiðiráðgjöf fyrir næsta ár á eftir í samræmi við umframveiðina.  Ásbjörn Óttarsson kom með gott dæmi um veiði á ýsu þessu til stuðnings.  Þannig að ef við leyfum nú meiri veiðar á þorski þá mun ráðgjöf Hafró fyrir árið á eftir verða aukning á þorskveiði.  Þetta er ekki tilviljun, heldur sannar að til að byggja upp fiskistofnanna verður að veiða meira til að grisja stofnana svo allir hafi nægt æti.  En auðvitað viðurkennir Hafró aldrei þessa staðreynd, því hún passar ekki í þeirra reiknilíkön.  LÍÚ verður líka að skilja að fiskveiðiauðlindin er sameign þjóðarinnar og þeim kemur ekkert við hvernig veiðum er stjórnað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband