Mótmæli

Talið er að um 100 þúsund bændur hafi tekið þátt í mótmælum í Madrid á Spáni í gær. Bændurnir eru afar óánægðir með hvað þeir fá lágt verð fyrir landbúnaðarvörur og segjast m.a. tapa fé á hverjum einasta mjólkurlítra, sem þeir framleiða.

Þetta er þá öll dásemdin og dýrðin við að vera í ESB, sem íslensk stjórnvöld dreymir um að allt muni leysa.  Bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsstefna ESB er þvílíkt rugl að aldrei getur verið um það friður.  Ég held að við íslendingar eigum nóg með að berjast við LÍÚ-mafíuna við að koma hér á réttlátri stefnu í sjávarútvegsmálum og ekki ábætandi að fara að berjast til viðbótar innan ESB.


mbl.is Bændur mótmæla á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þó kostar mjólkurlítrinn 1.evru minnst útúr búð á Spáni sem þíðir um 185.kr

Ragnar Gunnlaugsson, 22.11.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já í upphafi skal endirinn skoða í sambandi við ESB. Enginn yrði glaðari en ég ef ESB væri það sem það er sagt vera af áróðursfólki, en margt bendir til að þetta séu enn ein mistökin hjá ESB. Hver var t.d tilgangurinn að gefa öllum frelsi til að braska innan EES eins og gert hefur verið með hörmulegum afleiðingum?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2009 kl. 08:04

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er líka hlynntur að við göngum í ESB, ef við náum viðunandi samningum, sem ég held að miklir möguleikar séu á og þá fáum við tækifæri til að koma að þeirri vinnu að lagfæra gallana, sem eru á ESB í dag, því þeir eru miklir.

Jakob Falur Kristinsson, 23.11.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband