Spánn

Össur Skarphéðinsson utanríkisáðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn á Spáni, þar sem hann hefur fundað með spænskum ráðamönnum og kynnt sér spænskan sjávarútveg.

Hvað vantaði Össur að vita um spænskan sjávarútveg, sem hann vissi ekki áður.  Hann hefur vonandi verið upplýstur um að spænski fiskveiðiflotinn stundar rányrkju í stórum stíl við vesturströnd Afríku og er langt kominn með að eyða þar heilu fiskistofnunum..  Spánverjar eru nefnilega hinu verstu ræningjar í sjávarútvegsstefnu ESB.


mbl.is Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jakob Falur. Kannski eru menn komnir í þreifingar nú þegar og að kanna hvað Spánverjar eru tilbúnir að vera þolinmóðir gagnvart því að gefa okkur aðlögunarfrest eða hvort þeir verði komnir hingað daginn eftir inngöngu. Það skiptir sköpum fyrir Samfylkinguna að geta sagt þjóðinni að við gætum fengið frest á að samsamast sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er ég nú trúuð á að Össur heilli þessa konu til neinna drátta í þessu máli kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.11.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Vonandi er þetta rétt hjá þér Kolla og þessi heimsókn undirbúningur að aðild að ESB, sem ég sem Samfylkingarmaður er mjög hlynntur.

Jakob Falur Kristinsson, 23.11.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já ef þú ert Samfylkingarmaður þá geturðu glaðst yfir því að Spánverjar koma mjög fljótlega til með að tileinka sér fiskimiðin kringum Ísland. Þú ert þá eini sjómaðurinn sem ég þekki eða veit um sem bíður eftir því. Þú ert kannski á leiðinni að flytja til Spánar og eyða ævikvöldinu þar.. það er ekki vitlaus hugmynd og vert að skoða. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.11.2009 kl. 13:34

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei ég er ekki á leiðinni að flytja til Spánar.  Hins vegar veit ég að Spánverjar munu ekki þyrpast á Íslandsmið til að veiða fisk, þótt við göngum í ESB.  Þar kemur til veiðireynslan og hana hafa Spánverjar enga hér við land aðeins Íslendingar.  Mér er nokkuð sama hvort aflakvótum á Íslandmiðum er úthlutað frá skrifstofu LÍÚ í samkomulagi við Hafró eða hvort úthlutunin kemur frá Brussel.  Allar aðildarþjóðir ESB hafa haldið yfirráðum yfir sínum auðlindum og það mun Ísland gera einnig.

Jakob Falur Kristinsson, 25.11.2009 kl. 10:02

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ þessi athugasemd hefur alveg farið fram hjá mér -sorrý. Ja þú segir fréttir. Voru ekki Bretar að sleppa sér hér um árið þegar Spánverjar voru komnir upp í túnfót hjá þeim. Veiðireynslan . Ég held að Spánverjar og Frakkar verði ekkert í vandræðum á Íslandsmiðum þegar þar að kemur ekki frekar en við Íslendingar. Það eru ekki margar þjóðir í ESB sem eru fiskveiðiþjóðir eins og við og allir vita að landbúnaður hefur barist í bökkum í ESB-löndunum og viðbúið að eins verði hér. Algerlega ósammála þér með úthlutunina og er þó ekki hrifin af kvótamálum okkar, allavega ekki framsalinu á honum. Það verður allavega ekki árennilegt að eldast í þessu landi ef þín framtíðarsýn nær fram að ganga. bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.12.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband