Hagar

Þá er orðið nokkuð ljóst að Jón Ásgeir og fjölskylda tekst að bjarga Högum og koma með nýtt fé inn í félagið.  Það eru flestir sammála um að Hagar og verslanir þess eru vel rekinn og munu geta greitt sínar skuldir.  Því var aldrei nein ástæða fyrir að taka þetta fyrirtæki af Jóni Ásgeir og fjölskyldu og afhenta það öðrum eða skipta því upp.  Ég var aldrei hrifinn af þessu fyrirbæri sem kallaði sig Þjóðarhag og vildi kaupa Haga, því þar var í forsvari maður að nafni Guðmundur Franklín Jónsson, sem hefur áður stundað viðskipti á Íslandi og skilið eftir sig slóð af gjaldþrotum og ógreiddum skuldum.  Þótt hann hafi verið starfandi lengi hjá virtu verðbréfafyrirtæki á Wall Street í New York, var hans aðal starf þar að sækja erlenda gesti á flugvöll og kynna þá fyrir stjórnendum fyrirtækisins.  Eins að plata íslenska fjárfesta til að kaupa verðlausan pappír.  Má því segja að hann hafi í raun verið nokkurs konar sendill eða bílstjóri hjá þessu fyrirtæki.  Ef Þjóðarhagur hefði fengið að kaupa Haga með Guðmund Franklín, sem væntanlegan stjórnenda.  Hefði ekki þurft marga mánuði til að keyra það fyrirtæki í þrot og það sem verra er að hann hefði dregið með sér í svaðið þúsundir saklausra Íslendinga.  Það er svo óralangur vegur frá þekkingu Guðmundar Franklín og Jóns Ásgeirs á viðskiptum og Guðmundur hefur ekki sömu tengsl erlendis og Jón Ásgeir, sem nauðsynlegir eru í svona rekstri.  Sem betur fer sá bankinn að sér og ætlar að taka þátt í endurreisn Haga með Jóni Ásgeir og fjölskyldu.  En auðvitað er ekkert sem hindrar það að Þjóðarhagur geti farið í verslanarekstur á smásölumarkaðnum ef raunverulegur vilji er til þess.  Það stendur öllum opið og er opnun verslunarinnar Kosts gott dæmi um slíkt.

Jón Ásgeir er snillingur í viðskiptum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við mikið sammála Jakob Falur,reyndar erum það oft/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.11.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband