Fróðlegur þáttur

Ég horfði á þátt í Sjónvarpinu í gærkvöld, sem fjallaði um hrunið á Wall Street 1929 og ástandið í Bandaríkjunum bæði fyrir og eftir hrunið.  Þessi þáttur hefði alveg eins getað verið um Hrunið mikla 2008.  Eftir sigur í fyrri heimstyrjöldinni lifðu Bandaríkjamenn í draumaheimi og veittu sér allt, sem þá langaði í og þá varð til hugtakið; "Að kaupa strax og borga seinna." og eftir því lifðu margir og Hægri maðurinn Hoover, sem þá var forseti taldi best að láta markaðinn sjá um sig sjálfan og allt var gefið frjálst og verðbréfamarkaðurinn á Wall Street var miðja alheimsins.  Þar keyptu fjárfestar verðbréf og hlutabréf í stórum stíl og högnuðust mikið.  Bandaríkin höfðu gefið út á stríðstímanum verðbréf til að standa undir kostnaði við stríðsreksturinn.  Þau bréf voru ekki aðeins keypt af fjárfestum heldu hafði hinn almenni borgari keypt slík bréf og þegar vextir af þessum bréfum fóru að koma inn á bankareikninga fólks, fór það að hugsa að það gæti einnig grætt á markaðnum í Wall Street.  Þá fór skriðan af stað og allir keyptu ýmist verðbréf eða hlutabréf í stöndugum fyrirtækjum.  Kaupin voru auðveld því að eins þurfti að greiða 10% af kaupverðinu og verðbréfasalar lánuðu afganginn og alltaf hækkuðu bréfin þannig að sá sem keypti fyrir 1000 dollara var eftir nokkra daga búinni að græða nokkur þúsund dollara og átti því auðvelt með að endurgreiða verðbréfasalanum lánið.  Bæði opinberir aðilar og fjármálafyrirtæki auglýstu mikið og hvöttu fólk til að fjárfesta á þessum markaði.  Tekið var dæmi af fátækum manni, sem var skóburstari og burstaði því skóg margra auðugra manna og heyrði hjá þeim hvað þeir höfðu grætt mikið á þessum markaði.  Hann átti ekki nema nokkur hundruð dollara í sparifé og stóðst ekki freistinguna og með lánafyrirkomulaginu gat hann keypt þó nokkur verðbréf og auðvitað hækkuðu þau eins og hjá öðrum og hann var allt í einu orðin talsvert auðugur maður og sneri sér nú alfarið að verðbréfamarkaðnum.  Allir trúðu því að bréfin gætu einungis hækkað en aldrei lækkað og brjálæðið varð algert.  Ef skortur var á bréfum á markaði sáu fjármála fyrirtækin um að dæla nýjum bréfum inn á markaðinn.  Allir vildu kaupa en enginn vildi selja, sem orsakaði að verð á þessum bréfum fóru hærra en nokkur hafði geta grunað.  Flestir bankar létu sitt ekki eftir liggja og fóru með sparifé fólks á þennan markað.  Græðgin var orðin slík að ákveðið gat kom í kerfið, sem var að fólk keypti bréf í fyrirtækjum, sem jafnvel voru ekki til.  Þetta gat nýtti einn kaupsýslumaður sér og varð á skömmum tíma einn auðugasti, maður Bandaríkjanna.  Um miðjan september fóru þessi bréf allt í einu að lækka án þess að nokkur gerðu sér grein fyrir hver var ástæðan.  Þá héldu stjórnendur allra stærstu bankanna neyðarfund, þar sem ákveðið var að taka saman höndum og kaupa hlutabréf í stöndugum fyrirtækjum í stórum stíl á Wall Street í þeirri von að glæða aftur lífi í þennan markað og það sama gerði auðmaðurinn Rokkefeller.  En því miður dugði þetta ekki til því traust fólks á verðbréfum var horfið og bréfin héldu áfram að lækka og verðbréfamiðlarar sátu uppi með bunka af óseljanlegum bréfum og nú vildu allir selja en enginn kaupandi var til staðar.  Álagið á kauphöllina var slíkt að starfsmenn komust ekki heim til sín að lokinni vinnu heldu láku niður af þreytu og sofnuðu í öllum pappírshaugnum.  Þann 28. september kom síðan hin skelfilega frétt að um 3000 bankar væru gjaldþrota og mörg stórfyrirtæki gætu ekki greitt þau verðbréf sem þau höfðu gefið út.  Hrunið varð algert og saklaust fólk sem trúði í blindni á frjálshyggjuna og kapítalismann, sat nú uppi með verðlausa pappíra í höndunum.  Í stað ríkisdæmis kom nú staða fátæktar og eymdar.  Mörg dæmi voru um að virðulegir viðskiptamenn mættu til vinnu sinnar í háhýsum New York og opnuðu gluggann og köstuðu sér úr og fjöldi sjálfsvíga fór af stað.  Nú skall kreppan á af fullum þunga og hún var bara ekki í Bandaríkjunum heldur breiddi úr sér um heim allan.  Í Bandaríkjunum var demókratinn Rossveld kosinn forseti og reyndi allt sem hann gat að stappa stálinu í þjóð sína.  Hann beitti sér fyrir að lög um eftirlit með fjármálastofnunum voru sett og skipaði nefnd til að rannsaka allt hrunið.  Margir af fremstu bankamönnum og auðmönnum voru kallaðir fyrir þessa nefnd og í framhaldi dæmdir í fangelsi.  Einnig beitti Rossveld sér fyrir að allar innistæður í bönkum væru tryggðar.  Aðeins einn lítil banki í Bandaríkjunum lifði kreppuna af en sá sem stjórnaði þeim banka var varfærinn og heiðarlegur maður og hann marg oft varaði við að verbréfabraskið gæti ekki enda með öðru en hruni.  En enginn vildi hlusta á þennan mann og var hann úthrópaður kommúnisti og allstaðar veitts að honum, sem endaði með að hann gafst upp og framdi sjálfsmorð.  Fjármálakerfin í Bretlandi og Frakklandi voru í rúst eftir dýran stríðsrekstur og í Þýskalandi, sem tapað hafði stríðinu geisaði óðaverðbólga og allt var þar í rugli.  Enginn trúði lengur á kapítalismann og frjálshyggju og nú tók að blómstra kommúnismi og fasimi.  Kommúnistar höfðu náð völdum í Rússlandi eftir stríðið og á Ítalíu náði Mussolíni að festa sig í sessi.  En þá kom bjargvætturinn óvænt fram í dagsljósið, sem var Adolf Hitler.  Hann náði völdum í Þýskalandi á undraverðu, skjótum hætti og nú gaf hann skít í allar hagfræðikenningar og lét Þýskaland hætta að greiða stríðsbætur og hóf mikla uppbyggingu á flestum sviðum í Þýskalandi.  Hann lét leggja hinar frægu þýsku hraðbrautir um allt Þýskaland og hóf uppbyggingu á sviði hermála, sem Þjóðverjar höfðu að vísu skrifað undir að aldrei yrði gert, en Hitler var sama og ef peninga vantaði óð hann inn í önnur lönd til að sækja það sem hann vantaði.  Á undra skömmum tíma breytti Hitler Þýskalandi úr fátækt og hörmungum í stórveldi sem blómstraði og margir litu öfundaraugum til.  Nú trúðu margir að nasisminn væri það sem koma skyldi og það nýtti Hitler sér til hins ýtasta og hóf að leggja undir sig nágrannaríkin eitt af öðru.  Allir óttuðust Þýskaland Hitlers og ekki að ástæðulausu, því maðurinn var bæði brjálaður og jafnvel geðveikur.  Það merkilega við Hitler var að hann fór aldrei eftir að hann komst til valda út fyrir landamæri Þýskalands á meðan hann lifði.  Þetta gat auðvitað ekki endað nema með stríði og 1939 braust seinni heimstyrjöldin út og allir vita hvernig hún endaði.  En oft er sagt að saga endurtaki sig og fólk hafi ótrúlega mikið lítið skammtímaminni.  Því um 1980 þegar Regan var forseti Bandaríkjanna afnam hann öll þau lög sem Rossveld hafði sett á sínum tíma og allt var gefið frjálst á ný og nú átti aftur að láta markaðinn sjá um sig sjálfan og láta frjálshyggjuna blómstra á ný.  Þetta dugði ekki lengi og 2008 hrundi allt á nýjan leik og sitjum við nú í enn meiri kreppu en 1930 og er ekki séð fyrir endann á því enn.  Nú er enginn Hitler til að bjarga málum, svo enginn veit neitt hvað framtíðin mun bera í skauti sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

góð grein um þarf málefni !!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.11.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband