Nýt húsnæði

Þjónustu- og afgreiðslusvið Sjúkratrygginga Íslands mun flytja um set í febrúar nk. í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 16 í Reykjavík. Sjúkratryggingar urðu til á síðasta ári þegar Tryggingastofnun ríkisins var skipt upp í tvær stofnanir. Sjúkratryggingar eru staðsettar í húsi TR við Laugaveg.

Þetta er alveg dæmigert fyrir nýjar stofnanir hjá ríkinu.  Fyrst eiga þær að vera litlar og þurfa lítið húsnæði og komast vel fyrir inni hjá öðrum ríkisstofnunum.  En fljótlega fara þær að bólgna út og starfsmönnum fjölgar, sem kallar á nýtt og stærra húsnæði.  Það er stórfurðulegt að í öllum niðurskurði hjá ríkinu, er auðvelt að skera niður þjónustuna en alltaf eru til peningar í nýtt húsnæði, sem aftur kallar á meiri niðurskurð á þjónustu.  Gott dæmi um þetta er Fiskistofa, sem í upphafi átti að vera til húsa hjá Sjávarútvegsráðuneytinu með 10-20 starfsmenn.  En var fljótlega flutt í húsnæði Fiskifélagsins við Ingólfsgötu, en með fjölgun starfsmanna varð það húsnæði fljótt of lítið og nú er Fiskistofa í stórhýsi í Hafnarfirði með á annað hundrað starfsmenn.  Þetta leiðir síðan til skattahækkana til að greiða alla þessa óþörfu vitleysu og bruðl.


mbl.is Hjálpartækjamiðstöð í nýtt húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er stjórnvöldum rétt lýst.  Góð grein og þörf.

Jóhann Elíasson, 29.11.2009 kl. 12:19

2 identicon

Sæll Jakob.

Ég er sammála þér og svo verður hún komin út í jaðar Reykjavíkur.... eða nánar tiltekið Grafarholt , sem kemur sér vel fyrir mig en illa fyrir alla þá sem hafa ekki bíl, vegna stopulla strætóferða.

Ja,hérna.

Þórarinn Þ Gíslason 29.11.2009 kl. 13:06

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það breytir engu þótt fólk geti ekki sótt þjónustu á hinum nýja stað, því eftir eina höllina í viðbót verða engir peningar til að veita fólki neina þjónustu.

Jakob Falur Kristinsson, 30.11.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband