Talnaleikur

Ríkisstjórnin beitir blekkingum og talnaleikjum til þess að halda því fram að skattbyrði á tekjulágt fólk, með laun undir 270 þúsundum á mánuði, fari lækkandi í hinu nýja skattkerfi. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í morgun.

Ekki veit ég hvor er vitlausari í stærðfræðinni, Bjarni Benediktsson eða Steingrímur J. Sigfússon.  En báðir virðast ekki kunna að reikna.  Staðreyndin er sú að enginn veit hvernig þetta nýja skattakerfi mun koma út fullmótað.  En þó mun Bjarni vera nærri því að hafa rétt fyrir sér núna, sem er svo ótrúlegt að sjálfstæðismaður segi satt að enginn mun trúa því.


mbl.is Blekking að skattur lækki á tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það sem verið er að segja er að það þarf ekki að breyta skattkerfinu í meira monster en nú er.

Með því að halda óbreyttu skatthlutfalli í "neðsta" þrepinu og haldið lögbundinni hækkun á persónuafslætti hefði fengist samskonar niðurstaða, nema að flækjustig skatta hefði verið viðráðanlegra.

Það hlýtur að vera einhvers virði einnig.

Sindri Karl Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Ólafur Als

Jú, jú, þeir kunna báðir sæmilega að reikna. Munurinn er, að annar beitir fyrir sig brellum og hinn síður - attljent í þessu máli. Að því gefnu, að persónuafslátturinn hefði haldið í við vísitölu, þá eru skattabreytingarnar nú óhagstæðari fyrir fólk með undir 270 þ. kr. tekjur. Um það er ekki hægt að deila.

Að vísu munar ekki miklu en það sem hlýtur að standa upp úr er það hve ríkisstjórnin var stolt af því að hafa annars vegar náð í skottið á andsk... pakkinu sem þénaði eitthvað en í sama mund aflétt byrðum af láglaunafólki. Nú er komið í ljós að láglaunafólk hefði getað haft nokkrar fleiri krónur í fyrra kerfinu - ríkisstjórnin er því orðin uppvís að enn einni blekkingunni og fer nú mælirinn að verða fullur hjá æði mörgum.

Munum svo bara að fara inn á indefence.is og skrá nöfn okkar!

Ólafur Als, 30.11.2009 kl. 11:54

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Því miður hvorki trúi né treysti hvorugum þessara manna.  Ef skatta eigna núna að vera lægri en áður, af hverju var það þá ekki gert í öllu góðærinu, þegar ríkissjóður stóð vel og nægir peningar voru til.  Að vísu breytti Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir skattalækkunum hjá auðmönnum og breikkaði bilið á milli ríkra og fátækra.  Núverandi ríkisstjórn er á fullu að moka skít eftir Sjálfstæðisflokk og Framsókn.

Jakob Falur Kristinsson, 1.12.2009 kl. 10:32

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það má vel vera að svo sé, að verið sé að moka skít. Hitt er síðan annað, að það er óþarfi að moka honum yfir þá sem eiga ekki neitt í honum. Þá væri betra að tyrfa hauginn og beita á grasið.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.12.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband