Rannsóknarnefnd Alþingis

Nú mun vera stutt í að Rannsóknarnefnd Alþingis, skili sinni skýrslu og hafa margir beðið með eftirvæntingu þegar hún verður birt.  En þá kemur allt í einu fram frumvarp á Alþingi um að þessi skýrsla sé svo mikið trúnaðarmál að aðeins verði birt úr henni almennar upplýsingar, sem engu máli skipta og allir vita nú þegar.  Allt annað í skýrslunni á að varðveita dulkóðað í Þjóðskjalasafni Íslands í 80 ár.  Því er borið við að í skýrslunni sé svo mikið af upplýsingum um fjármál og glæpsamleg atriði varðandi bankahrunið að ekki er talið óhætt að birta það fyrr en eftir 80 ár svo öruggt verði að allir þeir sem voru þess valdandi að allt bankakerfið hrundi verði dauðir þegar leyndinni verður aflétt.  Þarna ætlar Alþingi að ákveða í eitt skipti fyrir öll að enginn verði dregin til ábyrgðar hvað varðar hrunið og verður örugglega mjög breið pólitísk samstaða á Alþingi um þetta frumvarp.  Til hvers var þá verið að eyða mörg hundruð milljónum í að stofna embætti sérstaks saksóknara og fá Evu Joly til að rannsaka þetta mikla hrun ef ekkert á að gera fyrr en eftir 80 ár.  Þarna er greinilega bland í poka af pólitískri spillingu.  Þegar leyndinni verður síðan aflétt verður mikil veisla í Helvíti þar sem sakamennirnir í þessu máli hlæja með Andskotanum í tilefni dagsins. 

Hvað er verið að fela með þessari leynd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að þú sért e.t.v. að misskilja hlutina?  Í skýringum við 2. grein frumvarpsins stendur eftirfarandi:

"Að lokinni vinnu rannsóknarnefndarinnar munu liggja fyrir umfangsmiklir gagnagrunnar sem byggjast á margvíslegum rafrænum upplýsingakerfum frá bönkunum og öðrum aðilum. Í þessum gagnagrunnum eru fjárhagsupplýsingar af ýmsu tagi um viðskipti fjármálastofnana fyrir hrunið sem geta haft mikla fræðilega þýðingu, m.a. fyrir hagfræðilegar rannsóknir á því hvernig bankastarfsemi bregst við sveiflum á fjármálamörkuðum og hvað beri að forðast í því efni. Að þessu leyti eru gagnagrunnarnir einstakir á alþjóðavísu. Þar sem í þeim verða miklar upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja ættu þessir gagnagrunnar hins vegar ekki að vera aðgengilegir að óbreyttu fyrr en eftir þrjátíu eða áttatíu ár, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996. Til að þeir geti nýst við fræðilegar rannsóknir er hér lagt til að sett verði sérstakt ákvæði um aðgang að upplýsingum úr þeim eftir að þeir hafa verið afhentir Þjóðskjalasafninu til varðveislu. Slíkan aðgang er hins vegar ekki hægt að veita nema gæta að vernd persónuupplýsinga og upplýsinga sem varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja í rekstri. Sú leið sem hér er lögð til miðar að því að veita aðgang að gagnagrunnunum en taka jafnframt nauðsynlegt tillit til framangreindra hagsmuna."

Hér er verið að vísa til þeirra gagnagrunna sem nefndin hefur notað við gerð skýrslunnar, en 30-80 ára reglan á ekki að ná til skýrslunnar sjálfrar.

H.T. Bjarnason 2.12.2009 kl. 18:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sjálfsagt er ég að misskilja þetta, en samt er nú hægt með góðum vilja að fela margt undir liðnum persónuuplýsingar og viðskiptahagsmuni.  Var það ekki einmitt viðskiptahagsmunir og eignatengsl, sem orsökuðu Hrunið mikla.

Jakob Falur Kristinsson, 3.12.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband