Darling

Fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, mun í vikunni tilkynna ráðuneytum og opinberum stofnunum að ekki sé til meira fé í ríkiskassanum og því verði sett útgjaldabann í þrjú ár. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times í dag. Það verða því þung spor stigin af fjármálaráðherra Bretlands í vikunni en verri fregnir hefur breskur fjármálaráðherra ekki þurft að flytja síðan Bretar leituðu til AGS, á áttunda áratugnum.

Ekki fær hann mína samúð þessi fjármálaráðherra og vonandi skilur hann betur í hvaða sporum Ísland er.  Með þessum aðgerðum ætlar Darling að spara 40 milljónir punda á ári næstu 3 ár eða, sem nemur rúmum 8 þúsund milljörðum íslenskra króna.  Öll laun verða fryst og talið er að um 40 þúsund manns missi sína vinnu.  Hann er að fá rækilega í bakið hvernig hann hefur komið fram gagnvart Íslandi.

Farðu til fjandans Mr. Darling.


mbl.is Þung spor Alistairs Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og aumingjaskapur Geirs H. Haarde verður lengi í minnum hafður að hafa ekki manndóm í sér til að fara í mál við Breta.

Jóhann Elíasson, 6.12.2009 kl. 10:13

2 identicon

Það er ekkert útséð að það sé ekki hægt að fara í mál !

Ríkisstjórn Íslands er með Icesave í höndunum og ætlar að nauðga henni yfir okkur Íslendinga.

Ríkisstjórnin hefur þau tromp í hendi að geta farið með Icesave fyrir dómstóla og fá úr því skorið hvort við þurfum raunverulega að borga reikninginn !

Jóhann, þú talar nú bara eins og Darling !

Það er gott að benda á aðra, þegar maður sjálfur prumpar !!!

Sól 6.12.2009 kl. 10:59

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þeir Geir H. Haarde, forsetisráðherra og Davíð Oddsson, þáverandi, Seðlabankastjóri, tóku þá ákvörðun án aðkomu ríkisstjórnarinnar og Alþingis, að EKKI yrði farið með Icesave fyrir dómstóla, heldur leyst með samningum og létu bæði Breta og Hollendinga vita af því.  Því þýðir ekkert að ætla að fara með þetta mál fyrir dómstóla núna.  Því yrði aðeins vísað frá.  Ekki veit ég hvað tromp þú ert að vísa til Harpa, sem ríkisstjórinn sé með á hendi.  Um allt þetta og meira til má lesa í nýútkominni bók, sem Breskur blaðamaður hefur samið eftir að hafa dvalið hér á landi sl. haust.

Hvort sem okkur líkar það vel eða illa þá verðum við að greiða þessa andskotans Icesave-skuld.

Jakob Falur Kristinsson, 7.12.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband