Kvótakerfið

Illa gengur vinnan hjá þeirri nefnd, sem Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra skipaði til að koma með tillögur um breytingar á íslensku kvótakerfi.  Fulltrúar LÍÚ eru hættir að mæta á fundi nefndarinnar vegna þess að þeir fá ekki að ráða öllu.

Það vekur athygli að það eina sem LÍÚ hefur sagt að kæmi til með að þeir samþykktu, er aukning á veiðiskyldu hvers fiskiskips og frjálsa framsalið (kvótabraskið) væri afnumið.  Fram til þessa hefur LÍÚ alltaf haldið því fram að frjálsa framsalið væri einn af hornsteinum núverandi kvótakerfis og stuðlaði að mikilli hagræðingu í greininni.  Ef þessi hornsteinn er einn af undirstöðum núverandi kvótakerfis, þá hlýtur allt kerfið að hrynja ef hornsteinninn er tekin í burt.

Það vita allir, sem vilja vita að núverandi kvótakerfi hefur ekkert með fiskvernd að gera og hefur aldrei haft.  Þetta er samtryggingarkerfi um eignir á aflaheimildum og þar eru fiskveiðar aukaatriði.  Það var nýleg verið að sjósetja nýtt fiskiskip, sem selt hafði verið til Noregs, en þar hafa öll fiskiskip, sem veiða með króka frelsi til veiðanna á fiskiskipum. sem eru undir 15 metrum að lengd.  Það er raunveruleg fiskvernd, því auðvitað fá þessi skip engan fisk ef hann er ekki til staðar.  Slíkt kerfi ættum við íslendingar að taka upp. Krókaveiðar eru mun vistvænni en togveiðar og kostnaður miklu minn á hvert veitt kíló.  Slíkt kerfi sameinar tvennt bæði fiskvernd og hagræðingu með lægri kostnaði við veiðarnar, sem er einmitt tilgangurinn með aflamarkskerfinu.  Fyrir utan að losun skaðlegra efna út í andrúmsloftið er minnst með krókaveiðum, en mest með togveiðum.  Í dag eru fjölmargar verslanir erlendis, sem ekki vilja selja fisk nema hann sé veiddur á vistvænan hátt og sú þróun mun halda áfram.  Það er ekki langt þangað til að fiskur sem veiddur er í botntroll verður illseljanlegur og þá á miklu lægra verði en krókaveiddi fiskurinn.  Okkur, sem fiskveiðiþjóð ber að fá sem mest verðmæti út úr þeim fiski, sem við veiðum.  Að vísu eru nokkrar tegundir , sem ekki er hægt að veiða nema með botntrolli, eins og karfi, grálúða, rækja og humar.  En þá verður að beita notkun trollsins á sem skynsamlegastan hátt.

Botntroll á að banna á grunnslóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband