Landflótti

Félag íslenskra flugumferðarstjóra segir að atgervisflótti sé brostinn er á í atvinnugreininni en á skömmum tíma hafi 9 af alls 64 flugumferðarstjórum, sem starfa við flugumferðarstjórn hérlendis, sagt upp störfum og haldið utan til starfa.

Þá er hafinn landflóttinn, sem mun aukast mjög á næstu mánuðum og árum.  Fyrst fara þeir sem mesta menntun hafa og geta fengið vinnu hvar sem er í heiminum og síðan iðnaðarmenn og svo flestir þeir sem sjá atvinnumöguleika einhvers staðar.  Þá sitja eftir hinir tekjulægstu, öryrkjar, eldri borgarar og allur sá fjöldi sem er atvinnulaus og hefur ekki efni á að flytja í burt og misvirtir þingmenn og ráðherrar.  Allt þetta fólk, sem flytur mun ALDREI snúa aftur til Íslands.  Þeir sem eftir verða sitja þá uppi með óviðráðanlegar byrgðar og fyrirhugaðar skattahækkanir munu engu skila í ríkissjóð, sem þá kemst í greiðsluþrot og fullveldi Íslands hverfur eins og dögg fyrir sólu.

Þótt ég sé öryrki með takmarkaða starfsgetu er ég undirbúa að selja allar mínar eigur og flytja til Tælands, en þar mun vera ódýrt að lifa.  Þar ætti ég að geta komist sæmilega af á mínum örorkubótum. 

Ísland mun verða mannlaus eyja innan nokkurra ára.


mbl.is Flugumferðarstjórar flytja úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Fólk virðist ansi oft gleyma því að það er kreppa á fleiri stöðum í heiminum en bara hérna á litla íslandi.

það er atvinnuleysi á fleiri stöðum en hérna á litla klakanum okkar (atvinnuleysi í evrópu er almennt svipað og það er hér núna)

og annað, með að flytja burt, og ætla sér ekki að koma aftur, en að lifa á íslenskum bótum.

það finnst mér persónulega vera aumingjaskapur og ekkert annað.

þú ætlar semsagt að hirða það sem að þú getur, og skila engu af þér í staðin.

svipað og menn hafa gagnrýnt útrásarvíkingana fyrir að gera

Árni Sigurður Pétursson, 7.12.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Allar bætur til öryrkja eru skattlagðar áður en þær eru greiddar út.  Ég get engu skilað í staðinn og er það alveg sama hvar ég bý, því öryrkjum er meinað að taka þátt í atvinnulífinu.

Jakob Falur Kristinsson, 8.12.2009 kl. 10:03

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

sérðu engan mun á því hvort að þú notar þessar (því miður fáu) krónur hér á landi eða erlendis ?

hvort að þú ert að styðja við bakið á íslenskum iðnaði, fiskvinnslu og landbúnaði með því að versla íslenska vöru.

og þú skilur hellings afgang eftir í alndinu ef að þú býrð hérna.

það er greiddur vaskur af öllum vörum sem að þú kaupir hér á landi, ekki á því sem að þú kaupir í tælandi.

Árni Sigurður Pétursson, 8.12.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband