Ég framdi morð

Ég hef einu sinni á ævinni framið morð og komst upp með það.  En þannig var að við hjónin áttum kött, sem var læða.  Eitt sinn tókum við eftir að hún var hætt að koma og borða matinn sinn og virtist hreinlega gufuð upp.  Við fórum að leita og fundum að lokum köttinn í neðstu hillunni í fataskáp í einu barnaherbergjanna.  Þar lá kisa og hafði eignast fjóra kettlinga, en einum hafði hún hent til hliðar og gaf honum ekki að drekka.  Við fylgdumst með kettinum í skápnum og alltaf var sama sagan að einn kettlingurinn varð alltaf útundan og þótt ég setti hann á spena hjá móðurinni tók hún hann strax og henti til hliðar.  Á meðan hinir kettlingarnir þrír döfnuðu vel, var sá fjórði stöðugt veiklulegri og gat ekki orðið staðið upp eins og hinir, sem móðirin sinnti vel og lék við þá.  Ég sá að með sama áframhaldi myndi þessi aumingja kettlingur drepast úr hungri, sem var augljós ætlun móðurinnar, sem hefur sjálfsagt fundið að eitthvað var að hjá þessum litla ræfilslega kettlingi.  Þá greip ég til minna ráða og tók kettlinginn og setti í poka og fór niður í fjöru og fann stein og setti líka í pokann.  Síðan henti ég pokanum í sjóinn, en eitthvað hafði ég bundið illa fyrir pokann, því að um leið og hann skall í sjóinn, þá byrjaði kettlingurinn að hamast í pokanum og steinninn datt úr og pokinn flaut með mjálmandi kettlingnum í fjöruborðinu.  Ég fékk mikið samviskubit og óð út í sjóinn og náði pokanum og tók hann og flýtti mér heim.  Við hjónin settum kettlinginn á þurrt handklæði og reyndum að nudda lífi í hann aftur.  Eftir talsverðan tíma tók kettlingurinn við sér og fór að hreyfa sig, þá tók ég hann og fór með hann aftur til móður sinnar í skápinn og lét hann hjá hinum kettlingunum og síðan fórum við að sofa.  Mitt fyrsta verk næsta morgun var að fara og athuga með kettlinginn.  En þá blasti við sú sjón að kötturinn hafði hringað sig utan um þrjá kettlinganna en sá fjórði lá dauður á gólfinu.  Þá fyrst áttaði ég mig á að;

Ég var orðinn morðingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband