Flóttamenn

Alls fengu tíu flóttamenn hæli á Íslandi en 65 sóttu um slíkt hæli á síðasta ári. Ríki Evrópusambandsins veittu 76.320 flóttamönnum hæli á síðasta ári, samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagstofu Evrópu. Alls sóttu 281.120 manns um hæli í ríkjum ESB á síðasta ári. Flestir þeirra sem fengu hæli í ríkjum ESB koma frá Írak.

Að veita 10 af 65 flóttamönnum hæli á Íslandi, er okkur til skammar.  Við getum gert miklu betur og ekki veitir af að fjölga fólki á Íslandi nú þegar margir eru að flýja land.  Því búið er að sjá til þess að barneignum mun fara fækkandi og því vantar okkur fleira fólk.  Við gætum fljótlega orðið milljóna þjóð með því að veita öllum flóttamönnum, sem hingað leita hæli.


mbl.is Tíu flóttamenn fengu hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Ekki má gleyma því að Skagamenn tóku á móti hvað.. 29 manns frá Írak og Palestínu.

En það er víst verið að tala um þá sem komu hingað til lands og sóttu um.

En hefði nú samt átt að taka það fram að Ísland tók við fleirum þótt farið hefði verið öðruvísi að.

ThoR-E, 8.12.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: ThoR-E

Ef ég má bæta við.

Að þú talar um að við gætum orðið milljón ef við hleyptum öllum inn.

En yrðum við Íslendingar þá ekki í minnihluta ? :) er það sniðugt.

Þótt ég sé alveg á því að hleypa hingað flóttamönnum frekar en a-evrópskum glæpagengjum...sem vaða hér uppi og brjóta af sér ítrekað án þess að neitt sé gert í því.

Á meðan eru saklausir flóttamenn sendir úr landi eins og eitthvað rusl!

Furðuleg forgangsröðun!!

ThoR-E, 8.12.2009 kl. 11:50

3 identicon

Mér finnst þetta bara hæfilegur fjöldi. ekki gleyma konum og börnum þeirra sem komu til Akraness.

það kostar að taka við flóttamönnum. Og ef Íslendingar flýja land vegna skulda eða atvinnumissis, hvað erum við þá að bjóða flóttamönnum uppá. atvinnuleysi í framandi landi og með aðra menningu en þeir eig að venjast. Og verðlag sem innlendum íbúum finnst ofar öllu sem þeir hafa séð.

Við höfum ekkert að bjóða.

Jú, auð hús sem kosta tugi milljóna að kaupa 3 herbergja íbúð í. Vegna þess að hún er svo stór að það er eins og meðal einbýlishús.

Íslendingar hafa ekki efni á þessum íbúðum núna, og ætli flóttamenn hafi gull og græna skóga með í farteski sínu.

Held varla.

Og svo þarf að kosta íslenskukennslu fyrir þá og kennslu í siðum og menningu landsins.

Á meðan er verið að skerða kennslu allra barna og unglinga á skólaskyldualdri.

Að minnsta kosti er þessi fjöldi alveg nægjanlega mikill, núna, árið 2009.

Sigrún Jóna 8.12.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég gleymdi ekki flóttafólkinu, sem fór á Akranes en við getum gert betur.  En auðvitað verður að forgangsraða hlutunum og ekki taka við fólki með vafasama fortíð.  Við eigum nóg af glæpagengjum á Íslandi, sem leika lausum hala og óþarfi að bæta fleirum í þann hóp.  Hvað varðar auð hús þá er hús, sem enginn vill búa í eða getur selt algerlega verðlaus.  Það þarf enga íslenskukennslu þegar meirihluti þjóðarinnar talar annað tungumál.  Það gerir ekkert til þótt Íslendingar verði í minnihluta, við hefðum bara gott af því á meðan kreppan er að ganga yfir.

Jakob Falur Kristinsson, 8.12.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband