Innköllun veiðiheimilda

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum á að hefja innköllun veiðiheimilda þann 1. september 2010.  Þegar kemur síðan að endurúthlutun væri rétt að skipta landinu í svæði, sem væru eins og kjördæmi landsins.  Hvert fiskiskip fengi aflaheimildir af hluta hvers svæðis, en mætti síðan veiða hvar sem er við landið.  Síðan yrði skoðað hvað hvert svæði hefði gert mikil verðmæti úr sínum afla og aflaheimildir færðust á milli svæða eftir því, einnig yrði tekið tillit til atvinnusköpunar á hverju svæði.  Þótt ríkið leigði ekki hvert kíló nema á 50 krónur fengið ríkissjóður gífurlegar tekjur og yrði hallalaus mun fyrr en talið hefur verið til þessa.  Allar útgerðir ættu létt með að greiða þetta gjald, en þær sem eru svo skuldugar að þetta yrði þeim ómögulegt, þá væru þær útgerðir úr leik, því þær eru í raun gjaldþrota.  Allir þeir fjármunir sem fást með þessu leigufyrirkomulagi yrðu notaðir til að greiða skuldir ríkisins og skuldir útgerðarinnar, sem hún mun ALDREI geta greitt af sínum rekstri.  Einnig mætti hugsa sér að skipta fiskiskipum innan hvers svæðis í ákveðna flokka.  Fiskiskip, sem veiddi með króka mættu stunda frjálsar veiðar, ef þau væru ekki stærri en 30 brúttótonn.  En greiddu samt leigugjaldið.  Línutvöföldun yrði tekin upp aftur og fiskiskip með botntroll mætti ekki stunda veiðar á grynnra vatni en 200-300 faðma.  Frystitogarar yrðu að halda sig fyrir utan 50 sjómílur, enda lítið vit í að þeir séu að veiða á grunnslóð.  Dragnótaveiðar yrðu alfarið bannaðar inn á fjörðum.  Úthafsveiðar á rækju yrðu gefnar frjálsar, þar sem fáir vilja stunda þær, vegna olíukostnaðar og lítils verðs.

Hvað varðar uppsjávarflotann þá er málið talsvert flóknara, þar sem sérútbúin skip þarf til þeirra veiða.  En þar mætti einnig taka tillit til hvað hvert skip gerir mikil verðmæti úr sínum afla og bæta við aflaheimildum hjá þeim sem standa sig best.  Þarna yrði leigan líka að vera mun lægri eða 5-10 krónur á kíló. Veiðar á síld og loðnu með flottrolli yrði bönnuð  Allur úrgangur sem til fellur hjá hverju fiskiskipi yrði hakkaður niður og dreift í sjóinn aftur inn á fjörðum og yrði þar með orðinn að æti fyrir fiskinn, sem heldur sig þar, sem er mest smáfiskur.  Með þessu fyrirkomulagi fengjum við mest útflutningsverðmæti frá okkar fiskveiðiauðlind.

Auðvitað mun grátkór LÍÚ fara að syngja við slíkar breytingar.  Því þeir vilja engu breyta frá núverandi kerfi. En okkur ber skylda til að taka;

Þjóðarhag fram yfir hagsmuni LÍÚ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband