Læknar flýja land

Eitt lén í Svíþjóð óskaði eftir þrjátíu sérfræðingum í heimilislækningum til starfa. Einnig vantaði 330 lækna á Gautaborgarsvæðinu í haust, í kjölfar breytinga á heilbrigðiskerfinu þar.

Læknar er sú stétt, sem auðveldast á með að fá vinnu hvar sem er í heiminum og sérstaklega á Norðurlöndunum.  Þar býðst þeim bæði hærri laun og betri vinnuaðstaða, en hér á landi.  Því munum við horfa á eftir nokkur hundruð læknum til starfa erlendis og þeir munu ALDEI koma til baka í eymdina hér á Íslandi, sem ekki mun lagast næstu áratugi.


mbl.is Af hverju ætti læknir að vinna á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

lítið við þessu að gera annað en að leita til samvisku þessara manna

Jón Snæbjörnsson, 17.12.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Menn lifa ekki á samviskunni.

Jakob Falur Kristinsson, 17.12.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Elta þá ekki sjúklingarnir þá bara, ég myndi elta minn lækni?

En landauðn er bein afleiðing þess að láta fólk sitja óbætt uppi með skuldir Hrunsins á herðunum.   Ríkisstjórninni væri nær að taka tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna alvarlega, það gengur ekki lengur að hundsa þetta fólk.

Hver vill lifa án lækna og hjúkrunarfólks???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2009 kl. 20:22

4 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Mikið er það rétt. Florence Nightingale og Albert Schweitzer eru bæði látin

og læknar launamenn sem lifa ekki á hugsjóninni einni saman. Þeir eru fjölskyldufólk eins og aðrir.Hafa skuldir og áhyggjur. Vinna hjá ríkinu og geta ekki unnið svart eða stolið undan skatti sem er réttnefni. Stofulæknar borga yfir 50% af tekjum sínum í rekstur og skatt af restinni.

Læknastéttin er samviskusöm og harðdugleg en lækkun launa og þjónustustigs sem fylgir sparnaðinum gerir þeim erfitt um vik. Auðvitað líta margir til nágrannalandanna þar sem vextir eru 3-4 % og engin hefur heyrt talast um verðtryggingu. Þar eru íslenskir læknar velkomnir, hérlendir bara góðir þegar leita þarf til þeirra og helst á ekkert að borga. En rafvirkinn eða píparinn vilja fá sitt og ekkert múður. Helst svart. Djös læknamafía !

Gæoðar stundir

Árni Þór Björnsson, 17.12.2009 kl. 23:27

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað vilja allir fá sitt.  Læknar eru eins og annað fólk, með sínar fjölskyldur of skuldir.  Hvernig getur þú Árni kallað íslenska lækna, sem vilja bjarga sér og sínum, Læknamafíu, ég verð að viðurkenna hvað þú ert að fara með þessu rugli þínu.

Jakob Falur Kristinsson, 18.12.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband