Lán frá ESB

Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eru með í athugun hugsanlegt lán frá Evrópusambandinu, sem boðin hafa verið nokkrum ríkjum, sem sótt hafa um aðild að sambandinu, og öðrum nágrannaríkjum.

Við fáum ekkert lán frá ESB eða öðrum löndum fyrr en Icesave-málið er til lykta leitt og öruggar greiðslur tryggðar.

Því miður Össur.


mbl.is Lán frá ESB í athugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ef frágangur Ice save slyssins dregst enn úr hömlu verður allt endurreisnarferlið tafsamara. Þetta hljóta allir að sjá.

Icesave skuldabyrðin verður sennilega bara einhverskonar vaxtabaggi, sem er reyndar mjög slæm við bót við allt hitt.

Stór hluti af skuldum íslenska ríkisins, eða þeim lánum sem reiknað var með að við þyrftum að taka er endurfjármögnun á bönkunum og uppbygging gjaldeyrisforðans. En þurfum þetta allt saman og er ekki eins gott að nota þessa peninga til að kaupa evrur og taka hana upp sem gjaldmiðil? 

Ef við ætlum að nbota allan þenna pening til að spila áfram, matador og láta gjaldeyrisbraskara græða á okkar jójó gjaldmiðli, þá mun það bara þýða eitt fyrir alþýðuna í landinu okkar. Verri lífskjör.  Ég held að þetta hljóti að vera á hvers manns vitorði. 

Jón Halldór Guðmundsson, 18.12.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Frágangur Icesave er forsenda þess að önnur lán komi.  En ég er sammála þér Jón að ekki er víst að við þurfum öll þessi lán til að endurreisa fjárhag Íslands og ef þau verða tekin væri réttast að kaupa evrur og hætta með íslensku krónuna.

Jakob Falur Kristinsson, 19.12.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband