Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Amen

On October 6th Icelandic Parliament passed an emergency law due to special circumstances on the financial market. The law took effect immediately.

Svona hljóðar hið Drottins orð. 

AMEN


mbl.is Emergency law
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vill að Alþingi og ríkisstjórn sendi Pútín, forsætisráðherra Rússlands, heillaóskaskeyti vegna stuðnings hans við íslensku þjóðina. Guðni sagði að Bush hefði ekki reynst vinur Íslendinga og nú horfðu menn til Pútíns.

Þarna er ég sammála Guðna, því Pútín er okkar maður og þökk sé Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, því það mun hafa verið persónuleg vinátta þeirra á milli sem varð til þess að Rússar eru nú að hjálpa okkur.  Við eigum líka að senda Bush skeyti og segja honum að fara til fjandans ef ekki lengra.


mbl.is Guðni og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldsneyti lækkar

Hvað er eiginlega að ske í okkar landi?  Gengið sett fast og vextir verða lækkaðir, bankar sameinaðir og svo er eldsneytisverð lækkað.  Þetta er ekki eðlilegt á Íslandi, ég held bara að allir hafi ruglast um sl. helgi eftir langar vökur við fundarhöld.  Hvað eru forstjórar olíufélaganna að hugsa?  Ætla þeir að setja sín fyrirtæki í sömu stöðu og bankana?  Er þetta smitandi andskoti?

West Ham

Eins og flestir vita er fótboltaliðið West Ham í eigu Björgólfs Guðmundssonar og þar sem Samson , félag Björgólfs er komið í greiðslustöðvun og búið að yfirtaka Landsbankann, væri upplagt fyrir Björgólf að kippa þessari eign til Íslands og láta ríkið kaupa West Ham sem yrði þá okkar landslið.  Við fengjum nýtt landslið í fótbolta og Björólfur fengi sinn Landsbanka.

Peningaþvætti

Frá miðborg Prag. Tékkneska lögreglan rannsakar nú stórfellt peningaþvættismál. Samkvæmt AP fréttastofunni grunar lögreglu að skiptibanki í miðborg Prag hafi verið notaður af glæpamönnum í umfangsmiklu peningaþvætti eða um 215 milljón evrur.

Gat þessi skiptibanki ekki skipt fyrir okkur nokkrum krónum fyrir evrur eða rúblur, sem er að verða okkar nýja mynnt.


mbl.is Skiptibanki í Prag flæktur í glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússa gullið

Nú munu Rússar ætla að aðstoða okkur íslendinga í okkar fjármálavandræðum.  Mikið held ég að þeir fóstbræður Davíð Oddsson og Geir H. Haarde séu ánægðir.  Bandaríkin vildu ekkert fyrir okkur gera, hreinlega gleymdu að við værum til en Rússar mundu eftir okkur og gera okkur nú kleyft að rétta úr kútnum.  Nú er allt á uppleið gengisfall krónunnar stöðvað og hver bankinn eftir annan er þjóðnýttur.  Ég bíð spenntur eftir að heyra álit Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á þessum aðgerðum.  Kapítalisminn fór beint í ruslafötuna og rússneskar aðferðir og rússneskir peningar notaðir til að bjarga málum.  Nú á að reka ríkisstjórnina frá völdum og gera forsetan að einræðisherra með Steingrím J. Sigfússon sem forsætisráðherra í nýrri stjórn.

Sátt og friður

Ég hef að undanförnu skrifað talsvert um átök í Frjálslynda flokknum sem ég er félagi í.  Það hafa margir gert athugasemdir við þessi skrif mín og mörgum mislíkað.  Þó tók nú steininn úr í gær þegar í mig hringdi snarbrjáluð kelling í Reykjavík sem ég man nú ekki hvað heitir og skammaði mig eins og hund fyrir þessi skrif mín og einkum það sem ég hefði skrifað um Jón Magnússon og ég væri að kynda undir illindi í flokknum.  Þar sem ég er nú lærður vélstjóri og vil ekki lækka í tign og verða kyndari.  Einnig er ég frekar maður sátta en deilna og fór að hugsa um þessi skrif mín og hvort eitthvað gæti verið satt af því sem þessi kelling sagði.  Ég komst að þeirri niðurstöðu að kannski væri eitthvað til í þessu.  Því hef ég ákveðið að skrifa ekki meir um þennan flokk og hafi mér orðið það á að særa viðkvæma sál Jóns Magnússonar, þá bið ég hann afsökunar á því og mun hér eftir gera hvað ég get til að deilur innan flokksins hætti.  Því það á að vera markmið okkar allra að efla okkar flokk bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík.

Verða þetta því síðustu skrif mín um Frjálslynda flokkinn og Jón Magnússon.  Ég er frekar viðkvæm sál og vil ekki fá annað símtal frá snarbrjálaðri kellingu.  Hún veit allt en ég ekkert, það lá við að ég þyrfti áfallahjálp eftir þetta símtal í gær.  Vonandi höfum við vit á að standa saman í þessum flokki og efla hann sem mest.  Þar sem ég er einnig skipstjórnarmenntaður hef ég sennilega farið eitthvað út frá réttri stefnu.  En ég er búinn að leiðrétta stefnuna og vonandi sigli ég nú sömu leið og flestir í þessum flokki.  Og áfram og ekkert hik eða óþarfa kjaftæði.


Lækkun á olíu

Mynd 469656Verð á hráolíu er komið niður fyrir 90 dali tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum. Um er að ræða viðskipti með olíu til afhendingar í nóvember. Lækkaði hráolíuverð um 3,43 dali tunnan í morgun og fór í 89,96 dali tunnan. Það hefur hins vegar hækkað lítillega á ný og er 90,45 dalir tunnan. Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í nóvember er nú 86,55 dalir tunnan og hefur lækkað um 3,70 dali í rafrænum viðskiptum í Asíu í morgun.

Ætli svona fréttir fari ekki algerlega framhjá íslensku olíufélögunum.  Þeir segja einfaldlega olían hækkar öruggleg aftur og koma með eina hækkun í viðbót.


mbl.is Hráolíuverð niður fyrir 90 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Englandsbanki

Englandsbanki tilkynnti í nótt að boðnir yrðu tíu milljarðar dollara til viðbótar út á fjármálamarkaðinn til að draga úr lausafjárkreppunni. Kemur þetta fram á vef bankans.

Það er allstaðar nema á Íslandi verið að reyna að bjarga því sem hægt er.  Hér sitja menn bara og bíða eftir kraftaverki og funda og funda.


mbl.is Englandsbanki dælir út peningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evra

Mynd 429866 Gengi evrunnar gagnvart dollaranum var í morgun það lægsta síðan í byrjun september í fyrra, eða 1,36. Síðdegis á föstudag var það tæplega 1,39. Ástæðan er talin vera sú, að leiðtogar ESB-ríkjanna luku fundum um helgina án þess að samþykkja sérstakar björgunaraðgerðir fyrir evrópskt fjármálalíf.

Er þetta ekki myntin sem flestir vilja að komi í stað krónunnar?


mbl.is Evra lækkar gagnvart dollaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband