Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Allt að hrynja

Frá Ósló.Norskir verbréfamiðlarar voru slegnir í morgun eftir að hlutabréfavísitala kauphallarinnar í Ósló lækkaði um 6,6% við upphaf viðskipta. „Þetta eru hamfarir og það lækkar allt," hefur vefurinn e24 eftir Thomas Lande, yfirmanni verðbréfaviðskipta hjá Glitni Securitas.

Það er þó víðar en á Íslandi sem hamfarir eru í fjármálalífinu


mbl.is Norskir verðbréfamiðlarar slegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing

Mynd 418072 Opið er fyrir viðskipti með bréf Kaupþings í kauphöllinni í Stokkhólmi en vangaveltur hafa verið um það hvort hugsanlega yrði lokað fyrir viðskipti með bréf íslensku bankanna í kauphöllinni í Reykjavík í dag.

Það er þó huggun harmi gegn að það er þó til enn íslenskur banki sem stendur á eigin fótum.


mbl.is Viðskipti með bréf Kaupþings í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg tilviljun

Það var einn stór hluthafi í Glitnir sem tapaði ekki krónu við yfirtöku ríkisins á Glitnir.  En það var Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum en hún seldi öll sín bréf í bankanum á föstudaginn fyrir yfirtöku ríkisins.  Helsti ráðgjafi Guðbjargar er Gunnlaugur Gunnlaugsson, sem er mikill vinur Davíðs Oddsonar og auk þess starfar í bankanum sonur Guðbjargar.

Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs var þetta alger tilviljun að hún seldi hlutabréfin á þessum degi.

Ótrúleg heppni, ekki satt?


Glitnir

Höfuðstöðvar Glitnis. Glitnir segir í yfirlýsingu, að eftir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því í gærkvöldi sé ljóst að allar innistæður viðskiptavina Glitnis hér á landi verða tryggðar að fullu. Þá hafi ítrekað komið fram á fundum forstjóra og stjórnarformanns Glitnis með fulltrúum stjórnvalda um helgina, að Glitnir verði í meirihlutaeigu ríkisins eftir hluthafafund bankans næsta laugardag og að ríkið muni styðja bankann.

Hvaða dúsu skildi nú Þorsteinn Már Baldvinsson hafa fengið fyrir að skipta um skoðun á eignarhaldi ríkisins í Glitnir.  Nú hvetur hann hluthafa til að sætta sig við að ríkið eigi 75% í bankanum en áður hafði hann fordæmt þær aðgerðir.  Það skildi þó ekki vera að Samherji hafi fengið einhvern aukakvóta.?


mbl.is Innistæður viðskiptavina Glitnis tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt gengi

Mynd 480176„Staðan er einfaldlega þannig að menn eru að selja vöruna á gömlu gengi,“ segir Knútur Sigmarsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna.

Aumingja mennirnir, en var ekki gamla gengið betra en það nýja?


mbl.is Varan seld á gömlu gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil er þeirra ábyrgð

Hvað varð til að nær allt fjármálakerfi heimsins hrundi og þar á meðal hér á landi.  Ekki trúi ég að ástæðan sé sú að einhverjir íbúar í smábæ í Bandaríkjunum og gátu ekki greitt af sínum húsnæðislánum sé ástæðan og ef svo er þá er þeirra ábyrgð mikil.  Þetta er sú skýring sem flestir fjármálráðgjafar gefa okkur fáfróðum almenningi.  Ætli ástæðan sé ekki sú að undirstöðurnar hafa verið fúnar og þegar ein gaf sig þá hrundi allt eins og spilaborg og er enn að hrynja.  Það erfiða við þetta vandamál er að allt of mikið er horft á þessi húsnæðislán í Bandaríkjunum og að lausn vandans koma nær eingöngu ráðgjafar með sömu menntun og sama hugsunarháttinn og þá verður niðurstaðan alltaf sú sama.

Það var lengi vandamál hér á landi sem kallað var víxlverkun launa og verðlags og verðbólgan æddi áfram.  Nú er þetta ekki til staðar lengur, heldur hefur komið í staðinn nýtt fóður fyrir verðbólgu sem er víxlverkun vaxta og verðlags.  Vextir eru hækkaðir til að draga úr verðbólgu en þeir hækka síðan verðlag og verðbólguna svo það verður að hækka vextina aftur og þá eykst verðbólgan á ný.  Þetta er orðið eins og sirkushjól sem ekki getur stoppað nema með neyðarhemlum.

Ég ætla að lokum að votta íbúum í þessum smábæ í Bandaríkjunum mína samúð og vona að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera með því að greiða ekki af sínum húsnæðislánum og settu heimsbyggðina á hvolf með sínum trassaskap.


Enn er ófriður

Ég er nú alveg hættur að skilja ástandið i Frjálslynda flokknum.  Nú þegar Jóni Magnússyni hefur tekist að bola Kristni H. Gunnarssyni frá sem formanni þingflokksins og tekinn við sjálfur heldur ófriðurinn áfram.  Ég hef fyrir því öruggar heimildir að ástandið í þingflokknum sé nánast óbærilegt.  Öllum málum sem koma frá þingmönnum er ýtt út af borðinu með þeim orðum að viðkomandi hafi ekki vit á hlutunum og Jón sem er lögfræðingur mun alltaf segja; "Ég er lögfræðingur og veit þetta manna best."  Því eru engin mál afgreidd í þingflokknum nema mál sem Jón vill koma áfram sjálfur.  Það er alveg rétt að Jón Magnússon er lögfræðingur að mennt en á það eitt að gera alla hina þingmennina óstarfhæfa?.  Jón stjórnar þingflokknum eins og einræðisherra sem veit allt best og getur allt best að eigin áliti.  Menntun er góðra gjalda verð, en hún getur aldrei breytt vitleysingi í speking.  Það er líka hægt að mennta sig á annan veg en að fara í háskóla.  Sú menntun sem gerir mönnum mest gagn er í gegnum lífsins skóla og þá menntun hafa allir hinir þingmennirnir í ríkum mæli og jafnast á við mörg háskólapróf.  Tilgangur Jóns með þessu er að hrekja hina 3 þingmenn úr flokknum og ef ekki verður gripið í taumana strax verður Jón einn eftir og tekst þá það sem hann ætlaði sér í byrjun að ráða algerlega yfir flokknum og verða næsti formaður hans.  En hin hámenntaði lögfræðingur gleymir einu, sem er að inn á Alþingi fer enginn nema að verða kosinn til þess og til þess þarf kjósendur.  Nú þegar hafa margir sagt skilið við flokkinn og nokkur hundruð eru að hugsa sinn gang.  Fólk er einfaldlega orðið þreytt á þessum eilífu deilum í flokknum.  Ég gekk í þennan flokk vegna þess að hann ætlaði að berjast fyrir landsbyggðina enda á hann þar mesta fylgið.  Ef Jón Magnússon ætlar að snúa þessu við og hafa Reykjavík nr. 1 er mest allt fylgið farið og í Reykjavík verða aðeins innan við 2% sem er að mestu persónufylgi Ólafs F. Magnússonar, sem Jón vill ekki að gangi í flokkinn.  Nú stefnir í að í næstu kosningum fær flokkurinn engan mann á þing og verður þá orðið að hinu fræga Nýja Afli sem enginn tók mark á og enginn vildi kjósa.  Því hefur verið haldið fram að Jón hafi verið mjög duglegur í flokkstarfinu í Reykjavík og er það rétt.  En þessi mikli áhugi Jóns á að efla flokkinn í Reykjavík er ekki með hagsmuni Frjálslynda fokksins að leiðarljósi, heldur til að styrkja eigið framapot.

Sofið á verðinum

 Gjaldeyrisskiptasamningar, sem Ísland gerði við seðlabanka Svíþjóðar fyrr á árinu um kaupa allt að 500 milljónir evra fyrir krónur á markaðsgengi hverju sinni, hefur ekki verið virkjaður. Þetta kemur fram í samtali Bloomberg fréttastofunnar við Brittu von Schoulz hjá sænska seðlabankanum.

Hvað var eiginlega að ske, voru allir sofandi?  Gjaldeyrisskiptasamningur sem gerður var fyrr á árinu ekki nýttur.  Heldur er beðið þar til allt er komið í vitleysu og öngþveiti.


mbl.is Sænskur gjaldeyrisskiptasamningur ekki virkjaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnaður brandari

John McCain.Tilraun Joe, bróður bandaríska forsetaframbjóðandans Johns McCains, til að segja brandara á kosningafundi í Virginíu, mæltist ekki sérlega vel fyrir.

Brandarar koma ekki John McCain í Hvíta húsið.  Það er löngu orðið ljóst að það verður Obamba sem þangað fer.


mbl.is Misheppnaður brandari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundir

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra yfirgaf... „Er ekki betra að vanda til verka heldur en að fara út með eitthvað sem ekki er rétt,“ sagði Þorgerðu Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þegar hún fór af fundi í Ráðherrabústaðnum nú fyrir skömmu. „Auðvitað eru menn að reyna að setja sér tímamörk og koma með eitthvað fyrir morgundaginn.“

Nú held ég að sé kominn tími til að Geir H. Haarde segi af sér og láti Þorgerði Katrínu taka við.  Þorgerður hefur það fram yfir Geir að hún þorir að taka ákvarðanir, án þess að fá leyfi hjá Davíð Oddsyni fyrst.


mbl.is Biðlað til helstu vinaþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband