Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Styrkur

Styrkurinn afhentur í dag. Thorvaldsenfélagið hefur fært rannsóknarteymi á Barnaspítala Hringsins 2,5 milljónir króna styrk til gerðar nýs meðferðarefnis fyrir of feit börn og fjölskyldur þeirra. Var styrkurinn afhentur í dag í leikstofu Barnaspítalans að viðstöddum heilbrigðisráðherra.

Alltaf er nú meira gaman af svona jákvæðum fréttum en þeim neikvæðu.


mbl.is 2,5 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sementsverksmiðjan

Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur samþykkt að skipa starfshóp með einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki, sem sæti á í bæjarstjórn, til að gera tillögu að umsögn um starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Bæjarritara var falið að vinna með starfshópnum og leiða starf hans. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Vonandi fara þeir ekki að láta loka verksmiðjunni, því þetta er nokkuð stór vinnustaður.  Akranes munar auðvitað talsvert um ef þessi starfsemi hættir.  Það væri þó skárri kostur að flytja hana á Grundartanga ef hún má ekki vera þar sem hún er nú.


mbl.is Starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar rætt á bæjarstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan

Mynd 293401 Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega í morgun eða um 0,06% frá því viðskipti hófust klukkan 9:15. Veltan á millibankamarkaði er komin í 7,8 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengisvísitalan var 158,70 stig við upphaf viðskipta en er nú 158,60 stig. Gengi Bandaríkjadals er 83,15 krónur, pundið er 152,55 krónur og evran 121,35 krónur.

Jæja þá er krónan aðeins að styrkjast sem betur fer, svo ekki þarf að kasta henni strax.  Annar er alltaf leiðindarflökt á krónunni.  Ég vona að hún styrkist sem mest á næstunni því ég er að fara að kaupa mér bát í dönskum krónum.


mbl.is Krónan styrkist lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VSB-Fjárfestingabanki

Jón Þórisson framkvæmdastjóri VBSTap VBS fjárfestingarbanka nam tæplega 871 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður bankans 1.114 milljónum króna. Segir í tilkynningu frá bankanum að afrakstur bankans af grunnstarfsemi er góður þrátt fyrir að reksturinn sýni neikvæða niðurstöðu.

Það er alltaf sama gamla tuggan þegar stjórnendur eru að útskýra afkomu sinna fyrirtækja;

"Reksturinn var góður en niðurstaðan neikvæð sem þýðir auðvitað taprekstur." 

Hvernig getur rekstur fyrirtækis verið góður ef tap er á rekstrinum.


mbl.is Tap VBS 871 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti ágreiningurinn

Núna aðeins nokkrum dögum eftir myndun nýs meirihluta í Reykjavík er kominn upp ágreiningur á milli flokkanna tveggja.  Sjálfstæðismenn vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, en Framsókn vill hafa hann þar sem hann er núna eða á Lönguskerjum.  Ágreiningsatriðum á eftir að fjölga eftir því sem tíminn líður og að lokum springur meirihlutinn.  Þótt talað sé um að öll ágreiningsefni verði löguð með sátt og samlyndi, verður reynslan önnur.  Ég spái því að núverandi meirihluti endist ekki út kjörtímabilið.  Þótt Óskar Bergsson vilji leysa málin þá verður hann að gæta þess að ganga ekki gegn stefnu eigin flokks.

Mótmæli

Reykjavíkurflugvöllur VG í Skagafirði mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur að reka innanlandsflugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, að því er segir í fréttatilkynningu.

Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er ekkert einkamál Reykjavíkur eins og sumir virðast halda.  Landsbyggðin á þarna mikilla hagsmuna að gæta.  Það munu koma fleiri mótmæli en frá VG í Skagafirði.  Án þess að ég viti það, þá er það fólkið á landsbyggðinni sem notar flugvöllinn mest.  Þar eru Reykvíkingar í algjörum minnihluta.  Reykjavík er nú höfuðborg landsins og hefur því skyldum að gegna við alla íbúa landsins.  Eða er borgarstjórn Reykjavíkur tilbúinn að fórna því að vera höfuðborg til að getað ráðskast með flugvöllinn.  Við gætu gert t.d. Akureyri, Reykjanesbæ ofl. staði að höfuðborg Íslands.  En þá flyttist öll opinber þjónusta frá Reykjavík til nýrrar höfuðborgar.  Alþingi, ráðuneytin ofl.  Ætli Reykjavík yrði ekki af miklum tekjum í formi útsvars og fasteignagjalda við slíka breytingu.  R-listinn lét kjósa um flugvöllinn en aðeins í Reykjavík.  Nú ætti að kjósa aftur og þá á landinu öllu og sú kosning væri bindandi.


mbl.is VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meg Rayan

Meg Ryan.Bandaríska leikkonan Meg Ryan er afskaplega ánægð með að vera orðin „minna fræg“ en hún var. Segist hún halda að stutt samband sitt við Russell Crowe fyrir átta árum hafi valdið því að nú veki hún minni athygli.

Hélt virkilega þessi leikkona að allur heimurinn snerist um hana, þótt hún væri fræg.  Það eru svo margir aðrir hlutir sem vekja heimsathygli. 

Miðað við þess yfirlýsingu leikkonunnar þá fylgist hún ekkert með fréttum nema um sjálfa sig.


mbl.is „Heimurinn snýst ekki um mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt bílnúmer

RonaldoÞað mun hafa kostað kvennaljómann og knattspyrnugoðið portúgalska, Christiano Ronaldo, um 22 milljónir króna að eignast einkanúmer á bílinn sinn.

Þetta er nú nokkuð mikið fyrir eitt bílnúmer, en skiptir kannski ekki máli ef nægir peningar eru til og ekkert þarf að spara. 

Þetta sýnir okkur vel út í hvaða rugl og vitleysu laun knattspyrnumanna erlendis eru komin.


mbl.is Ronaldo eignast bílnúmer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týndur hundur

Hundur, sem týndist í Grímsnesi á laugardag, er kominn í leitirnar. Sagt var frá hundshvarfinu á mbl.is í gær. Nú segir eigandi hundsins, að eftir að hafa frétt af málinu í fjölmiðlum hafi samviskusamur borgari komið í gærkvöld og skilað hundinum.

Það var eins gott að hann fannst áður en annað Akureyrar-ævintýri færi af stað út af hundi.


mbl.is Hundur kominn í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Stefánsson

Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunin. „Eigum við ekki að segja að ég sé kominn í ágætis frí – hve langt það verður veit ég ekki,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, við Morgunblaðið í Peking eftir að hann tók við silfurverðlaununum á Ólympíuleikunum ásamt samherjum sínum í gær.

Ég ætla að vona að Óli sé ekki að hugsa um að hætta að spila með landsliðinu.  Þótt oft sé sagt að enginn sé ómissandi.  Þá á það ekki við um Ólaf Stefánsson.


mbl.is Kveðjuleikur hjá Ólafi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband