Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Barneignir

Ellen DeGeneres og Portia de Rossi Leikkonan góðkunna Ellen DeGeneres og sambýliskona hennar, Portia de Rossi, íhuga að fjölga í fjölskyldunni.

Það kemur fram í fréttinni að þau hafi sífellt verið að skipta um skoðun og ef þau eignast börn verða þau að vera falleg börn.  Þau ræða einnig að því fylgi mikil ábyrgð að eiga barn.  Ef þessi hugsunarháttur er ráðandi hjá þessu pari, þá held ég að þau ættu að sleppa barneignum. 

Hvað ætla þau að gera ef börn þeirra verða ekki falleg?  Kasta þeim kannski í ruslið?


mbl.is DeGeneres og de Rossi íhuga barneignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegasti keppandinn

Leryn Franko kastar spjóti í Peking.Fallegasti keppandinn á ólympíuleikunum, sem lauk í gærkvöldi í Peking, var spjótkastarinn Leryn Franko frá Paragvæ. Það var að minnsta kosti niðurstaða ritstjórnar blaðsins Village Life, sem gefið var út í ólympíuþorpinu í Peking.

Hvaða aðilar ætli hafi setið í þeirri dómnefnd sem ákvað þetta.  Íslendingar áttu nokkra keppendur sem eru fallergri en þessi kona.


mbl.is Fallegasti ólympíukeppandinn valinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsliðið í handbolta

Geir og fjölskylda fylgjast íhugul með Frakkaleiknum í gær. Frammistaða liðsins á Ólympíuleikunum var alveg frábær, en mér fannst samt síðasti leikurinn bera keim af því að strákarnir hefðu ekki trú á því að þeir gætu sigrað Frakkana. En í heildina stóðu strákarnir sig virkilega vel,“ segir Geir Hallsteinsson handboltakempa og faðir Loga Geirssonar landsliðsmanns að loknum ÓL.

Það eitt að fá silfurverðlaun á Ólimpíuleikum, segir allt sem segja þar um frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta.


mbl.is „Stóðu sig virkilega vel í heildina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð

Mynd 471495Verð á hráolíu fór á ný yfir 115 dali tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun. Nam hækkunin í morgun 88 sentum á tunnu og var 115,47 dalir í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Verð á hráolíu lækkaði um 6,59 dali á föstudagskvöldið og var lokaverð hennar 114,59 dalir tunnan á NYMEX markaðnum.

Þá geta forstjórar olíufélagann tekið gleði sína á ný og hækkað verið á eldsneyti og  til viðbótar hækkun á heimsmarkaði geta þeir í skjóli þess smurt aðeins ofan á sína álagningu.  Annars er spáð allt að 25 % lækkun á heimsmarkaði  á næstu mánuðum, en hvort hún kemur fram hér á landi er allt annað mál.


mbl.is Olíuverð hækkar lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málverk

Eitt verkanna er eftir enska málarann Gilbert Stuart. Bandaríska alríkislögreglan hefur auglýst eftir eigendum listaverka sem fundust í íbúð á Manhattan, í afar óvenjulegu þjófnaðarmáli.

Ef þessi verk eru stolinn þá hlýtur sá sem stolið var frá að vera eigandinn.  Það á enn eftir að finna eigendur að 137 málverkum.  En eigendur þeirra hljóta að gefa sig fram fljótlega, nema þeir hafi sjálfir stolið þeim frá öðrum aðilum, en þrátt fyrir það hlýtur réttur eigandi að gefa sig fram að lokum.


mbl.is Hver á verkin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóðir

Iðnaðarnefnd Alþingis hélt sérstakan fund um málefni sparisjóðanna að beiðni Höskuldar Þórhallssonar, alþingismanns og fulltrúa Framsóknarflokksins, í gær.

Það er vissulega þörf á að gæta hag sparisjóðanna.  Þeir er margir og litlir en þó nokkrir hafa að undaförnu verið að sameinast öðrum stærri og öflugum sparisjóðum, eins og t.d. Sparisjóðnum í Keflavík.  Mér líst ekki nógu vel á ef stóru bankarnir þrír ætla að gleypa sparisjóðina eins og Kaupþing hefur gert með SPRON og Sparisjóð Mýrasýslu.  Ég vil sjá tvo til þjá öfluga sparisjóði í landinu, því þrátt fyrir allt hugsa sparisjóðirnir betur um fólkið í byggðalögum á landsbyggðinni en stóru bankarnir gera.  Ég er að vísu með mín bankaviðskipti hjá Kaupþing og fæ góða þjónustu.


mbl.is Hafa áhyggjur af sparisjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grindavík

Ívar Björnsson með boltann í kvöld. „Enginn í okkar liði var tilbúinn þegar leikurinn byrjaði og við gjörsamlega gerðum í buxurnar. Við vissum alveg hvernig Fram myndi spila en vorum ekki tilbúnir til að gera það sem þurfti til,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, eftir 2:0-tapið gegn Fram í kvöld.

 

Það er nú full langt gengið að ætla að kenna bæjarfélaginu um ef lið Grindarvíkur tapar leik á heimavelli.  Ef einhver ætti að skammast sín er það liðið sjálft.  Ég næ ekki samhenginu á milli þessa tapleiks og bæjarfélagsins.  Sá sem mest ætti að skammast sín er auðvitað fyrirliðinn Orri Freyr Hjaltalín, sem ekki lítur í eigin barm, heldur kennir öðrum um tapið.  Fram var einfaldlega betra liðið og vann þess vegna.  Það er ekki flóknara en það.


mbl.is „Bæjarfélaginu til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændur

Mynd 423386 Þungt hljóð er í sauðfjárbændum og telja þeir framtíðarhorfur greinarinnar slæmar. Þeir segja að hækkun á afurðaverði sem sláturleyfishafar boða nægi engan veginn til að vega upp hækkanir sem orðið hafa á tilkostnaði. Margir bændur munu hugleiða að bregða búi ef ástandið batnar ekki.

Þetta kemur ekki á óvart, eins og staðan er hjá bændum í dag.  Hinsvegar kom það mér á óvart að kílóið af lambakjöti í heilum skrokkum er ódýrara hér en á hinum Norðurlöndunum.  Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að við ættum að hætta svokölluðum niðurgreiðslum eða beingreiðslum til bænda.  Í staðinn ætti að greiða hverjum bónda og hans konu föst laun úr ríkissjóði, síðan réði hver og einn hvort hann ætlaði að vera með búskap eða ekki.  Þeir sem væru með búskap fengju aðstoð við að koma upp litlu sláturhúsi og kjötvinnslu og seldu síðan framleiðsluna sjálfir án milliliða.  Þetta hefur verið kallað;

 "Frá haga til maga."


mbl.is Bændur hugleiða að bregða búi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hávaði

Árlegu diskóteki One Tree Hill-leikskólans á Nýja-Sjálandi var settur stóllinn fyrir dyrnar á dögunum, þar sem nágrannar kvörtuðu undan hávaða.

Það er ekki nóg að íbúarnir kvarti yfir hávaða frá diskóteki, heldu vill hávaðastjóri bæjarins  láta lækka í sjónvarpstækjunum þegar þátturinn Bubbi byggir er á dagskrá til að fólk geta borðað kvöldmatinn í næði.

Hver ætli sé hávaðastjóri í Reykjavík?


mbl.is Hávaði klukkan hálfsjö: Læti í Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiraprófið

Jæja nú er kominn tími til að fara til Reykjavíkur á Meiraprófsnámsskeiðið, en það byrjar kl: 17,30 og er alla helgina.  Þetta hlýtur að takast hjá mér að keyra leigubíla, rútur og stóra vörubíla.  Ekki þýðir að gefast upp fyrr en í fulla hnefanna, það er ekki minn stíll.

Þið passið síðuna mína elskurnar mínar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband