Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Venus HF

Frystitogarinn Venus HF Frystitogarinn Venus HF kom til hafnar í Reykjavík í gær eftir 40 daga veiðiferð í rússnesku lögsöguna í Barentshafi. Afli upp úr sjó var tæplega 700 tonn og frystar afurðir námu tæplega 290 tonnum. Aflaverðmætið í veiðiferðinni er um 162 milljónir króna.

Þetta er flott hjá þeim og örugglega góðar teljur.  Mér skilst að gróft reiknað sé háetahlutur um 100 þúsund af hverri milljón og samkvæmt því er hann kr: 1.620.000,- eftir 40 daga á sjó.  Bróðir minn er stýrimaður þarna um borð og fær þá eitthvað yfir tvær milljónir í laun.


mbl.is Aflaverðmætið 162 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paul Ramses

Paul Ramses Mál Paul Ramses verður tekið til nýrrar umfjöllunar hér á landi á grundvelli undanþáguheimildar, samkvæmt niðurstöðu umfjöllunar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sem greint var frá í morgun.

Björn Bjarnason á heiður skilinn fyrir að nýta sér undaþáguskilyrði um útlendinga í þágu þessa manns.  Það er ekki oft sem ég hæli Birni, en geri það nú.


mbl.is Mál Ramses tekið fyrir á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndi flokkurinn

Nú fer Jón Magnússon hamförum í skrifum sínum. varðandi Ólaf F. Magnússon og inngöngu hans í Frjálslyndra flokkinn.  Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst framkoma Jóns í máli Ólafs ekki vera sæmandi fyrir mann sem er þingmaður flokksins.  Jón lætur eins og hann eigi flokkinn og ráði þar öllu.  Það vita flestir sem vilja vita að innkoma Jóns og félaga hans úr Nýju afli varð til þess að deilur spruttu upp milli flokksforustunnar og Margrétar Sverrisdóttur, sem varð til þess að Margrét yfirgaf flokkinn.  Varaformannskjörið var ekki ástæðan heldur Jón Magnússon og þetta kostaði flokkinn það að í stað 8-10 þingmanna urðu aðeins 4 þingmenn.  Allt frá stofnun flokksins hefur kjölfesta hans verið á Vestfjörðum.  Í fyrstu kosningunum náði Guðjón Arnar Kristjánsson kjöri og kippti með sér Sverrir Hermannssyni, sem uppbótarmanni.  Það sama skeði í síðustu kosningum að fylgi Guðjóns Arnars á Vestfjörðum kippti a.m.k. einum uppbótarmanni inn á þing.  Hvernig ætlar flokkurinn að byggja sig upp ef neitað er að taka við nýjum flokksmönnum.  Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl og vitleysu.  Hvort sem Jóni Magnússyni líkar það betur eða verr, þá á Ólafur F. Magnússon mikið persónufylgi í Reykjavík, sem mun nýtast mun flokknum vel.  Þegar Jón Magnússon gekk til liðs við flokkinn þá fylgdu honum nokkrir einstaklingar en það er aðeins brot á við persónufylgi Ólafs F. Magnússonar.  Sem betur fer eigum við sterka forustumenn sem eru þeir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður og Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður og ég teysti þeim 100% til að taka rétt á þessum málum og hafa hagsmuni flokksins að leiðarljósi.  Hinsvegar skil ég ekki hvað vakir fyrir Jóni Magnússyni með því að koma af stað illindum innan flokksins með skrifum sínum.  Gekk hann í flokkinn til þess að eyðileggja hann?  Ég hef alltaf haft talsverðan fyrirvara á Jóni því í hjarta sér er hann hreinræktaður sjálfstæðismaður og væri sennilega best geymdur þar.  Ef Jóni tekst að koma af stað deilum og leiðindum innan flokksins, þá liggur ljóst fyrir hvert var erindi hans í Frjálslynda flokkinn.  Ég veit um fjölda manns sem ætla að segja sig úr flokknum ef Jóni tekst ætlunarverk sitt, sem mun þýða mikið fylgishrun í næstu kosningum.  Ég ætla t.d. ekki að starfa fyrir flokkinn á meðan ástandið er svona.

Banaslys

Mönnunum tveimur sem létust í vinnuslysi í Hellisheiðarvirkjun í gær hafði verið bannað af verkstjóra að fara inn í rörið. Verkstjórinn brá sér frá en þegar hann kom til baka fann hann mennina tvo um metra frá opi rörsins.

Þótt verkstjórinn hafi bannað mönnunum að fara inn í rörið. er ekki víst að þeir hafi skilið hann nægjanlega vel, þar sem um var að ræða erlenda starfsmenn.  Mér finnst við svona aðstæður að loka hefði þurft rörinu svo ekki væri hægt að fara inn í það.  Þetta er vítavert kæruleysi en þótt einhver verði dregin til ábyrgðar, skiptir það engu máli.  mennirnir eru látnir og ekkert getur breytt því.


mbl.is Bannað að fara inn í rörið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galdþrot

Breska poppstjarnan Kerry Katona var í dag úrskurðuð gjaldþrota en hún gat ekki greitt lokagreiðslu af rúmlega 400 þúsund punda skattskuld, sem verið hefur að plaga hana undanfarin ár. Katona er m.a. andlit verslunarkeðjunnar Iceland, sem er að stórum hluta í íslenskri eigu.

Ekki hef ég trú á að þetta hafi nein áhrif á rekstur þessarar verslunarkeðju sem heitir Iceland og starfar í Bretlandi.


mbl.is Andlit Iceland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Íslands

Seðlabanki Íslands Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa breytt reglum um viðskipti fjármálafyrirtækja við bankann. Koma á í veg fyrir að fjármálafyrirtæki geti snúið á reglurnar og sótt endalaus lán í Seðlabankann. Nýju reglurnar eru tilbúnar og verða væntanlega kynntar fyrir helgi.

Er virkilega svo komið fyrir fjármálafyrirtækjum okkar að þau þurfi að svindla á Seðlabankanum til að ná sér í fé.  Ekki kemst ég eða þú upp með að skrifa út gúmmítékka í stórum stíl án þess að verða kærð.  En þarna var látið nægja að sýna gula spjaldið og smá viðvörun.


mbl.is Svindluðu á Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn vill Gitter

Gary Glitter er víða óvelkominn.Fyrrum glysrokkarinn Gary Glitter er kominn aftur til Taílands eftir að yfirvöld í Hong Kong meinuðu honum inngöngu í landið. Kínversk yfirvöld greindu breska utanríkisráðuneytinu að Glitter, sem heitir í raun Paul Gadd, yrði ekki hleypt inn í landið.

Ætli Ísland bjargi ekki manninum eins og gert var við einn þjóðkunnan íslending fyrir nokkrum árum en hann lenti í fangelsi í Tælandi fyrir að misnota unga drengi kynferðislega.  Ég þori ekki að segja nafnið á manninum til að verða ekki lögsóttur en Davíð Oddsson vinur mannsins gekk í málið af krafti og utanríkisþjónustan fór á hvolf til að fá manninn lausan og koma honum til Íslands.  Nafnið getið þið getið þið fengið ef þið hringið í mig eða sendið mér tölvupóst.


mbl.is Enginn vill taka á móti Glitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt fyrirtæki

Guðmundur ÞóroddssonGuðmundur Þóroddsson, fyrr­verandi forstjóri REI og Orku­­veitunnar, hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Reykjavík Geothermal, sem starfa mun að verkefnum á sviði jarðvarma. Fyrirtækið var stofnað 8. ágúst síðastliðinn, að sögn Guðmundar „til að nýta dagsetninguna". Hún sé svo skemmtileg.

Þetta er frábært hjá Guðmundi sem lætur ekki berja sig niður án þess að standa upp aftur.  En ætli hann sé búinn að skila jeppanum fína sem hann fékk hjá Orkuveitunni á sínum tíma?


mbl.is Stofnar nýtt orkufyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffivagninn

Dagur B. Eggertsson, fór yfir stöðu mála á Kaffivagninum í morgun. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, fór yfir borgarmálin á fundi í Kaffivagninum Grandagarði í morgun. Klukkan tíu hefst auka borgarstjórnarfundur þar sem nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við völdum í borginni.

Er engin fundaraðstaða fyrir minnihlutann í Ráðhúsinu?  Eða var Dagur að predika yfir gestum Kaffivagnsins og um leið að halda framboðsfund.  En kl:10,00 er aukafundur í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem nýr meirihluti tekur við og Hanna Birna Kristjánsdóttir sest í stól borgarstjóra.


mbl.is Fundað um borgarmálin í Kaffivagninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein saga í viðbót af hreppstjóranum

Þegar við vorum í sumarhúsunum í Þýskalandi ákváðum við að fara og aka upp Rínardalinn til staðarins Rudesheim sem er þekktur fyrir mikinn gleðskap.  Við ókum til borgarinnar Koblence sem stendur við mynni Mósel-árinnar.Þegar við komum þar að fyrstu gatnamótum og ég var á undan, þá uppgötvaði ég að ég væri á rangri akrein, sú sum ég var á lengst til vinstri lá inn í borgina.  En til að komast framhjá borginni urðum við að vera á akrein lengst til hægri og þarna á milli voru fjórar akreinar.  Ég gaf allt í botn og fór yfir á réttu akreinina og Hreppstjórinn kom á eftir vorum við rétt sloppnir þegar græna ljósið kom.  Þá var ekið upp Rínardalinn og víða stoppað.  Það var því komið kvöld þegar við komum til Rudesheim en þar áttum við pantaða gistingu.  Því var ekkert um annað að ræða en koma farangrinum inn á hótelherbergin og fara síðan í gleðskapinn.  Hreppstjórinn var að drepast úr þynnku alla leiðina og spurði oft hvort ekki væri í lagi að fá sér einn bjór.  Ég sagði honum að í Þýskalandi væru þeir mjög strangir og ekki þorandi að fá sér bjór.  Rudesheim er nánast ein gata og full af skemmtistöðum.  Við settumst inn á einn slíkan og drukkum nokkuð stíft, eftir smá stund vildi Hreppstjórinn fara og skoða bæinn.  Hann vildi ekkert á mig hlusta þegar ég var að segja honum að það væri bara þessi eina gata og annað væri ekki að sjá.  Þá rauk hann í fússi upp á hótel og krakkarnir mínir fengu að vera samferða.  Við hjónin sátum þarna fram á nótt og fórum þá á hótelið.  Morguninn eftir þegar maður var að ná úr sér þynnkunni með góðum morgunmat, kom Hreppstjórinn og sagði að þau væru búin að finna braut með kláfum og hann færi yfir allar vínekrurnar.  Hann vildi endilega fá okkur með en ég nennti ekki en krakkarnir og konan fóru.  Þegar þau komu til baka fórum við að taka saman okkar dót og koma því í bílanna og gera upp hótelið.  Síðan var ekið af stað, nú vildi Hreppstjórinn vera á undan og ók ansi greitt og stoppaði lítið og þá mjög stutt í hvert skipti.  Hann var greinilega á hraðferð og um kvöldið vorum við komin aftur í sumarhúsin.  Hreppstjórinn bauð okkur inn og náði í vodkaflösku og skellti á borðið og sagði síðan;  "Jæja þá er þetta ferðalag afgreitt og nú er komið föstudagskvöld og helgin framundan og óhætt að fá sér hraustlega í glas."  Við hjónin vorum orðin dauðþreytt og drukku bar eitt glas hvort og fórum síðan í okkar bústað til að sofa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband