Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Leigubílstjóri rændur

Mynd 472332Þrír vopnaðir menn rændu leigubílstjóra í Hólabergi í Breiðholti rétt fyrir kl. þrjú í nótt. Að sögn lögreglu hlaut bílstjórinn minniháttar áverka. Ræningjarnir, sem komust undan, höfðu ekki mikið upp úr krafsinu, aðeins um nokkur þúsund kr.

Og ég sem hélt að sjómennskan væri hættulegasta starfið og er nú á námskeiði til að fá að aka leigubíl.  Ég verð að hugsa það mál betur.


mbl.is Leigubílstjóri barinn og rændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GM

George Clooney hefur fengið nokkrar tilnefningar í gegnum tíðinaBandaríski bifreiðaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að hætta að styrkja Óskarsverðlaunahátíð kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood. Ástæðan er sögð versnandi afkoma fyrirtækisins, en GM hefur löngum verið einn stærsti stuðningsaðili Óskarsverðlaunanna.

Ég ætla að vona að Hanna Birna yfirgefi ekki Óskarinn sinn, þótt hann komi til með að ráða öllu sem hann vill í borgarstjórn Reykjavíkur og þurfi ekki að spyrja um leyfi hjá neinum.


mbl.is GM yfirgefur Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F. Magnússon

Nú hefur Ólafur yfirgefið Íslandshreyfinguna og gengið aftur í Frjálslynda flokkinn.  Margir í Frjálslynda flokknum hafa látið stór orð falla um Ólaf og hans störf sem borgarstjóri og hef ég gert það.  Nú þegar Ólafur ætlar að koma til liðs við flokkinn á auðvitað að fagna því en ekki vera með nein leiðindi í hans garð.  Ólafur á mikið persónufylgi í Reykjavík sem mun gagnast flokknum vel.  Hann lýsti því reyndar yfir að hann ætlaði að leiða lista Frjálslyndra í næstu kosningum í Reykjavík.  Þarna var Ólafur full fljótur á sér, því það er hið nýstofnað borgarmálafélag Frjálslynda sem raðar á þann lista.  Hinsvegar finnst mér að Ólafur komi vel til greina eins og margir aðrir.

Ég hef starfað í Frjálslynda flokknum frá stofnun hans, fyrst á Vestfjörðum en seinna hér í Sandgerði.  Ég hef alla tíð stutt Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins og ég fagnaði því að Guðjón skuli hafa boðið Ólaf velkominn í flokkinn aftur.  En það eru því miður ekki allir sáttir við ákvörðun Guðjóns og óttast ég að nú komi upp ein leiðinda uppákoman í flokknum, eins og skeði þegar Margrét Sverrisdóttir hætti.  Ef Margrét hefði ekki hætt væri flokkurinn nú með 10 þingmenn í stað 4ja.  Þær eru margar flokkamellurnar í þessum flokki, Jón Magnússon var t.d. innsti koppur í búri hjá Sjálfstæðisflokknum, stofnaði síðar Nýtt afl sem ekkert fylgi fékk.  Vinur minn Kristinn H. Gunnarsson var í Alþýðubandalaginu svo í Framsókn og núna í Frjálslynda flokknum.  Guðjón Arnar var í Sjálfstæðisflokknum og orðin varaþingmaður þess flokks, þegar hann yfirgaf hann og tók þátt í að stofna Frjálslynda flokkinn með Sverrir Hermannssyni.  Ég er ekki að lasta þessa menn þótt þeir hafi skipt um flokk aðeins að benda á að endurkoma Ólafur F. Magnússon er ekkert einsdæmi.

Ég tek heilshugar undir orð Kristins H. Gunnarssonar sem hann ritar á heimasíðu flokksins; "Að nú skipti mestu að halda flokknum saman."  Ef deilur og illindi byrja aftur innan flokksins vegna komu Ólafs F, Magnússonar þá hef ég gert upp hug minn og mun segja mig úr flokknum ásamt nokkrum sem við mig hafa talað undanfarið.  Ég fékk alveg nóg þegar deilurnar voru við Margréti Sverrisdóttur.  Ég þoli ekki fleiri uppákomur í flokknum sem enda alltaf með leiðindum og fylgistapi.


Lífstíðardómur

Karlmaður, sem var sakfelldur fyrir að valda lestarslysi í Los Angeles árið 2005, fékk í dag ellefu lífstíðardóma án möguleika á náðun. Ellefu manns létu lífið í slysinu og 180 særðust.

Það munaði ekki um það bara 11 lífstíðardómar án möguleika á náðun.  Hvernig í ósköpunum á manngreyið að klára að afplána þetta.  Miðað við meðalaldur er þetta á milli 700 til 1000 ár.


mbl.is Fékk ellefu lífstíðardóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarnótt

Búist er við að hundrað þúsund manns verði samankomnir á menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Spáð er rigningarskúrum en annars hlýju og mildu veðri. Um allan bæ er fólk að æfa undir hina ýmsu viðburði hátíðarinnar.

Þetta verður örugglega mikil menning, verst hvað margir vita ekki hvað menning er.


mbl.is Búist við 100 þúsund gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur aldur

Ég sem er fæddur 1950 er víst ekki nema 44 ára gamall.  Þessa skýringu fékk ég hjá konu einni í gær sem fædd er sama ár og ég.  Hún sagði;   "Ég er 44 ára fyrir utan VSK."

Verðlaun

Þór Sigfússon.Dale Carnegie á Íslandi hefur ákveðið að veita Þór Sigfússyni, forstjóra Sjóvár, leiðtogaverðlaun Dale Carnegie. Þetta er í annað sinn sem slík verðlaun eru veitt hér á landi en á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, verðlaunin.

Ég óska Þór til hamingju með þessi verðlaun.  Fyrir þá sem ekki vita þá er Þór bróðir Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ.  En hann er ekkert verri fyrir það.


mbl.is Þór fær leiðtogaverðlaun Dale Carnegie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinaleit

París Hilton er vinsæl meðal ljósmyndara, og veit af því.Milljónamæringurinn og raunveruleikaþáttastjarnan París Hilton er stjarnan í nýjum breskum raunveruleikaþætti. Markmiðið er ekki að binda enda á hungursneyð eða stuðla að heimsfriði, heldur er París að leita sér að nýjum vin eða BFF (e. best friend forever).

Ég hringdi í hana og sagðist vera að leita að konu, en hún skellti bara á.  Bölvaður dóni og ekki græt ég það þótt hún finni engan vin.  Enda er öruggt að hún finnur aldrei betri vin en mig.


mbl.is París Hilton í vinaleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinaboð

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, segir að boð Hauks Leóssonar, fyrrverandi formanns Orkuveitu Reykjavíkur, í Miðfjarðará í ágúst í fyrra, hafi ekki verið neitt annað en vinarboð enda hafi þeir verið nánir vinir í meira en þrjátíu ár. Segir Vilhjálmur að boðið hafi ekki verið í nafni OR og því hafi hann ekki séð neitt athugavert við að þiggja boð vinar síns.

Það sem gerir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson að óhæfum stjórnmálamanni er það að hann vill vera vinur allra.  En það er einfaldlega ekki hægt í stjórnmálum.  Stjórnmál er vettvangur átaka og baráttu og þeir sem geta ekkert slíkt eiga ekkert erindi í stjórnmál.  Til að halda frið við alla verða menn oft að grípa til lyginnar og verða jafnvel tvísaga og þykjast ekki muna eitt né neitt.

Ekki trúi ég þeim orðum Vilhjálms að Haukur Leósson hafi greitt úr eigin vasa þessa laxveiðiferð.  Þetta hefur örugglega verið greitt af REI eða OR.


mbl.is Vilhjálmur Þ.: Ekkert annað en vinarboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraustlega gert

 Danska fasteignatímaritið Erhvervsejendom segir á vefsíðu sinni í dag, að það hafi verið hraustlega gert hjá Landic Property, að yfirtaka Keops Development á ný þegar Stones Invest, sem keypti Keops af Landic í vor, réði ekki lengur við reksturinn.

Þetta var glæsilega gert því danska fyrirtækið réði ekkert við þennan rekstur og allt var að fara í vaskinn hjá þeim.  Því var ekkert um annað að ræða en yfirtaka reksturinn strax.


mbl.is Hraustlega gert hjá Landic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband