Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Sorphirða

Starfsmenn Sorphirðunnar óttast að verið sé að fara úr öskunni í eldinn með því að einkavæða hluta eða alla sorphirðu í Reykjavík eins og meirihluti Borgarstjórnar Reykjavíkur vill. Það geti skilað sér í verri þjónustu og bakveikum starfsmönnum.

Já var það ekki, nú á að einkavæða sorphirðu í Reykjavík.  Það hefur verið upplýst að fjármál Reykjavíkurborgar sé slæm og nú verði að spara á öllum sviðum og það er byrjað á Sorphirðunni.  Þegar Hanna Birna sest í stól borgarstjóra á morgun verða FJÓRIR borgarfulltrúar á borgarstjóralaunum.  Ætli laun borgarstjóra séu ekki um tíföld laun starfsmanns hjá Sorphirðunni.  Þannig að launakostnaður borgarinnar vegna borgarstjóra eru á við laun 40 starfsmanna hjá Sorphirðunni.  Nú veit ég ekki hvað þeir starfsmenn eru margir en í Reykjavík er sorp losað á viku fresti, en þar sem sorphirða hefur verið boðin út er miðað við að losa sorp á 10 daga fresti, sem þýðir auðvitað minni þjónustu fyrir íbúa.  Ætli þessi þriggja daga munur sé ekki sparnaðurinn.

Af því ég er að skrifa um borgarmálefni vil ég leiðrétta sem ég sagði í grein í dag um að Óskar Bergsson ætlaði að fá Alfreð Þorsteinsson sem stjórnarformann Orkuveitunnar.  Það er ekki rétt heldur mun það vera Jón Sigurðsson fv. formaður Framsóknar og eru sjálfstæðismenn auðvitað búnir að samþykkja það.  Hinsvegar mun Jón ekki hafa enn gefið ákveðið svar ennþá, svo kannski verður það Alfreð Þorsteinsson að lokum.


mbl.is Ruslakarlar öskureiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórn

Enn einu sinni ætlar hinn sundurlyndi hópur sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, að reyna að halda sér í meirihluta með einum manni sem ekki nýtur stuðnings síns varamanns.  Þetta verður nákvæmlega sama staðan og var með Ólaf F. Magnússon.  Nú er það Óskar Bergsson sem tekur við og heldur sjálfstæðisflokknum í herkví.  Það verður sama hvað Óskar fer fram á að alltaf verða sjálfstæðismenn að hlýða.  Þótt Hanna Birna verði borgarstjóri er það Óskar sem öllu ræður og mun nota sér það.  Nú þegar er farið að heyrast að Óskar ætli  Alfreð Þorsteinssyni stjórnarformennsku í Orkuveitunni og fleira mun fylgja í kjölfarið og á meðan dalar fylgi D-dátanna stöðugt.

Ég get ómögulega skilið hvað sjálfstæðismenn ætla sér með þessu nýja samstarfi og þótt Hanna Birna berji sér á brjóst og segi; "Ég ætla að axla ábyrgðina á þessum meirihluta."  En hvernig ætlar hún að gera það?  Gísli Marteinn ætlar að flytja til Edinborgar og vera þar næstu 12-14 mánuði og skreppa heim til að sitja fundi hjá borginni og segir það taka um 30 mínútur að komast á milli.  Þetta er nú bara bull.  Ég á dóttur sem er við nám í Edinborg og til að komast í flug til Íslands þarf hún að aka til Glasgow og það eitt tekur meira en 30 mínútur og þá er eftir flugið heim sem er rúmar tvær klukkustundir.  Það er ekkert beint flug frá Edinborg til Íslands.   Ég veit ekki með hvaða faratæki Gísli Marteinn ætlar að fara þessa leið á 30 mínútum.  Enda skiptir sjálfsagt engu hvort hann situr fundi hjá borginni eða ekki, hann er algerlega áhrifalaus, því eins og áður sagði verður Reykjavíkurborg stjórnað af einum manni og hann heitir:

Óskar Bergsson

 


Synti nakinn

Storberget sést hér taka í hönd Björns Bjarnasonar við annað tækifæri.Norskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að dómsmálaráðherra Noregs, Knut Storberget hafi lagst nakinn til sunds í sjónum við Bjarnarey í Barentshafi skammt sunnan við norður heimsskautsbaug og sé nú meðlimur í félagsskap manna sem stundi slík sjóböð.

Ætlar Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra ekki að taka upp þennan sið líka eins og norski kollegi hans?


mbl.is Dómsmálaráðherra synti nakinn í Barentshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet

Nú hefur ríkisstjórn þessa lands tekist að setja eitt heimsmet í flokki hinna svokölluðu siðaðra þjóða.  En hvergi hefur gjaldmiðill fallið eins mikið á einu ári og á Íslandi.  Ef við tökum heiminn allan þá erum við í sæti númer 3 fyrir ofan okkur eru Simbabve sem er í 1. sæti og Túrkmenistan í sæti nr. 2.  Ætlar svo þessi ríkisstjórn að segja okkur það að hér á landi sé allt í himnalægi.  NEI þessi ríkisstjórn gerir ekki eitt né neitt og mun ALDREI gera, enda segir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að best sé að gera ekki neitt.  Þetta muni lagast af sjálfu sér, í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í morgun nefndi Geir eitt atriði sem þyrfti að skoða vel og framkvæma hið fyrsta en það var að einkavæða Íslandspóst.  Allt annað í viðtalinu var bara innantómt blaður, sem skipti engu máli.  Við skiptingu um meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur skipti Geir sér ekkert af þeim málum enda er hans mottó að best sé að gera aldrei neitt.  Það var aftur á móti Davíð Oddson sem sá um þau mál, þótt í fljótu bragði sé ekki hægt að koma auga á að það skipti Seðlabanka Íslands nokkru máli hverjir eru í meirihluta í Reykjavík hverju sinni.

Tekjuhátt fólk

„Það er eitt sem er eftirtektarvert. Fólk með háar tekjur og miklar eignir er að lenda í greiðsluerfiðleikum. Nokkur dæmi eru um að fólk með yfir eina milljón í tekjur á mánuði er í vandræðum með afborganir. Það er í takt við þá þróun sem hefur átt sér stað. Fjölskyldur hafa tekið stór lán til að fjármagna neyslu,“ segir Björgvin Guðjónsson, fjármálaráðgjafi hjá GH Ráðgjöf.

Þetta er eitthvað skrýtið, nema þetta fólk hafi keypt svo dýrar eignir að það ræður ekki lengur við afborganir af lánum vegna þeirra og eins og Björgvin segir hefur þetta fólk tekið há lán vegna neyslu.

Ég öryrkinn með mínar 130 þúsund króna útborgaðar bætur (eftir skatt) get þó haldið mínum lánum í skilum, sem reyndar eru ekki mörg.  Skuld vegna bifreiðakaupa og afborganir af íbúðinni minni.  Ég tek ekki lán vegna neyslu, er með fyrirframgreitt kreditkort og debetkort.  Börnin mín hafa stundum aðstoðað mig með peninga en það eru ekki lán, heldur hreinar gjafir.


mbl.is Tekjuhátt fólk í greiðsluvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forræðisdeila

Britney með son sinn, Jayden James. Forræðisdeila Britneyjar Spears við Kevin Federline kann þegar upp verður staðið að kosta hana sem svarar tæpum 58 milljónum króna, að því er fram kemur í dómsskjölum.

Það kemur líka fram í fréttinni að sérstakur dómur hefur verið skipaður til að fara yfir reikninganna frá lögmönnum og skipaður verjandi hennar verður að samþykkja hvern reikning.  Þannig að hún sleppur sennilega með mun lægri upphæð.

Hitt er svo annað mál hvort þessi kona sé yfir höfuð fær um að ala upp barn.


mbl.is Forræðisdeilan kostar 58 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Obama mun að öllum líkindum tilkynna val sitt á morgun.Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama er sagður vera svo gott sem búinn að ákveða varaforsetaefni sitt og hefur ákveðið flókna áætlun sem fylgt verður eftir þegar hann tekur af skarið og tilkynnir ákvörðun sína. Fréttaskýrendur vestan hafs telja sig vissa um þá þrjá frambjóðendur sem valið stendur á milli.

Hann hefur ekki talað við mig um þetta, svo þetta hlýtur að vera rugl.  En Við Obama erum góðir vinir frá gamalli tíð.


mbl.is Þrír sagðir koma til greina sem varaforsetaefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfur

Dómstóll í Osló hefur hafnað kröfu manns, sem segist vera afkomandi Hákons fimmta, Noregskonungs, sem lést snemma á 14.öld. Maðurinn sagðist eiga rétt á arfi frá Hákoni og krafðist þess að DNA sýni yrði tekið úr konungnum til þess að sanna að hann væri afkomandi Hákons.

Er þetta ekki full seint að búast við arfi eftir 600 ár, þótt DNA-sýni hefði sýnt að maðurinn væri afkomandi Hákons fimmta,  Það er margt skrýtið sem sumum getur dottið í hug.


mbl.is Krafðist arfs frá Noregskonungi sem lést á 14.öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hagsmuni er LÍÚ að verja?

Ég skrifaði fyrir stuttu grein um vottun sjávarafurða sem flestar þjóðir eru búnar að taka upp og er kallað MMC-vottun.  Verslunarkeðjur í Sviss eru hættar að selja íslenskan fisk af þessum ástæðum og búist er við að fleiri fylgi í kjölfarið.  Hér á landi stoppar þessi vottun á afstöðu LÍÚ og vilja þeir sérstaka íslenska gæðavottun og Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ sagði í Morgunblaðinu að það kæmi aldrei til greina að taka upp MMC-vottun af þeirri ástæðu að á bak við þá vottun stæðu mörg umhverfissamtök og við ættum aldrei að fara eftir neinu sem frá þeim kæmi.

Ég hef fram að þessu talið Friðrik J. Arngrímsson vel gefinn mann, en nú er ég farin að efast.  Því hefur löngum verið haldið fram að ef þú getur ekki sigrað andstæðing þinn er betra að vinna með honum og hafa þannig áhrif á stefnumál viðkomandi.  Þessi rök notar LÍÚ um andstæðinga kvótakerfisins.  Þegar þú getur ekki breytt því sem þú vilt breyta verður viðkomandi að sætta sig við að lifa við ástandið.

Við verðum að viðurkenna að umhverfissamtök hafa orðið gífurleg áhrif á innkaup fólks á matvöru.  Trúir Friðrik því virkilega að þótt við kæmum með sér íslenska vottun á okkar sjávarafurðir að fólk keypti frekar þá vöru en eins vöru með merkinu MMC.  Svarið er NEI jafnvel þótt mynd af Friðrik væri á merkinu.


Nýr meirihluti í Reykjavík

Sá maður sem sjálfstæðismenn dýrkuðu undanfarna mánuði Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri er nú talinn vera óheiðarlegur stjórnmálamaður.  Jórunn Frímannsdóttir (D) segir Ólaf ljúga nær öllu sem hann segir.  Því má segja að fljótt skipast veður á lofti.  Það hefur verið upplýst að Geir H. Haarde skipti sér ekki af myndun nýs meirihluta í Reykjavík.  Kornið sem fyllti mælirinn hjá þeim manni sem öllu virðist ráða hjá Sjálfstæðisflokknum þ.e. Davíð Oddson var þegar Ólafur borgarstjóri réði Gunnar Smára Egilsson til starfa í Ráðhúsinu, þá trylltist Davíð því þann mann þolir Davíð ekki og mun hafa gefið Hönnu Birnu fyrirnæli um að losa sig við Ólaf, sama hvað það kostaði.  Annars yrði fundin annar borgarstjóri.  Eitt kemur líka á Óvart að nú segist Ólafur F, Magnússon vera í Frjálslynda flokknum og er eftir því að dæma búin að segja skilið við Íslandshreyfinguna, sem hann taldi vera sitt bakland í pólitíkinni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband