Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Bílaleiga

Eins og ég sagði frá þá vorum við tvenn hjón frá Bíldudal í sumarfrí í Þýskalandi og vorum saman með einn bíl.  Ég kom með þá tillögu að við breyttum þessu og færum til Lux og skiluðum bílnum og leigðum síðan sitthvorn bílinn.  Það var ekki nema um klukkutíma akstur og höfðum við oft farið til Lux til að kaupa íslensku dagblöðin, en þau voru seld hjá afgreiðslu Flugleiða.  Við fórum því og skiluðum bílnum og fengum tvo í staðinn.  Hreppstjórinn var alltaf að flýta sér og vildi bruna sem fyrst til baka.  Það var því ákveðið að aka í gegnum borgina Trier í Móseldalnum og fara beint til Daun og fara þar í verslun og kaupa í matinn.  Hreppstjórinn gaf konu sinni og tveimur dætrum ströng fyrirmæli um að versla bara mat og ekkert annað, þau hefðu engin efni á neinu bruðli.  Eftir smástund heyrði ég hann kalla; "

Kobbi hvar er andskotans vodkahillan?"


Íslendingur fær Óskarinn

Þá er einn meirihlutinn í viðbót komin í Reykjavík.  Verðandi borgarstjóri, Hanna Birna fékk Óskarinn (Óskar Bergsson) og er því eini íslendingurinn sem fær hann.

Hr. Muller

Þar sem við hjónin og okkar börn vorum fleiri og við ætluðum að vera í 5 vikur en hin hjónin í 4 vikur þá fengum við mun stærri bústað en þau.  Við vorum í húsi á tveimur hæðum og stórar svalir á efri hæðinni, en þeirra var á einni hæð og sólpallur fyrir framan.  Þarna var líka þjónustumiðstöð með öllum þægindum og þar var bar.  Fyrsta morguninn löbbuðu við í þjónustumiðstöðina og komum við í leiðinni hjá ferðafélögunum og komu þau með okkur.  Við fengum okkur bjór og spjölluðum saman var ákveðið að leigja saman góðan bíl sem rúmaði okkur öll.  Þar sem enginn bílaleiga var þarna á staðnum var okkur bent á bílaleigu í Luxemburg og hringdum við þangað og þeir sögðust koma með bílinn eftir um klukkutíma.  Það stóðst 100% og við fengum bílinn, Hreppstjórinn var sjálfskipaður bílstjóri.  En fljótlega fundum við það út að þetta var ekki nógu gott.  Alltaf þegar einhver ætlaði að fara eitthvað þurfti að spyrja hin hjónin hvort þau vildu koma með.  Vorum við því sitt á hvað að fara í ferðir sem viðkomandi langaði ekki til að fara í.  Þar sem engin verslun var á staðnum fórum við alltaf til að versla í matinn í þorpið Daun og á heimleiðinni þar sem við beygðum upp í sumarhúsahverfið var stórt hús, sem var veitingarstaður og stóð á húsinu Hr. Muller og alltaf þegar við ókum þar framhjá sagði Hreppstjórinn; "Sæll Herra Muller."og því oftar sem við fórum þarna framhjá var eins og að það síaðist inn í huga Hreppstjórans að hann þekkt þennan Hr. Muller.  Svo var einn daginn ákveðið að fara og borða um kvöldið hjá Hr. Muller.  Elsti sonur minn var komin með bílpróf og ók hann okkur og ætlaði síðan að sækja okkur þegar tími væri komin til að fara heim.  Bæði ég og Hreppstjórinn vorum búnir að drekka talsvert þegar farið var af stað.  Þegar við komum á staðinn og fórum inn spurði Hreppstjórinn strax eftir Hr. Muller og kom hann fram og bauð okkur velkominn.  Hreppstjórinn tók hann í fangið og sneri honum í nokkra hringi, tók í hönd hans og sagði " Sæll og blessaður Muller minn, ég er hreppstjórinn á Bíldudal Iceland og láttu okkur nú fá eitthvað gott að borða og gott vín með matnum en færðu okkur fyrst tvö glös af sterkum vodka í kók, elsku karlinn minn."

Sumarfrí

Ég skrifaði fyrir stuttu um flugferð með Carcolux frá Keflavík til Lúxemborgar.  Með okkur hjónunum voru önnur hjón frá Bíldudal.  Eiginmaðurinn starfaði sem útgerðarstjóri hjá mér og var alltaf kallaður Hreppstjórinn, en því starfi gegndi hann nokkuð lengi en síðan var þessi staða lögð niður.  Þegar við komum út úr flugstöðinni í Lúxemborg bíður okkar rúta merkt þeirri ferðaskrifstofu sem við höfðum keypt ferðina hjá.  Við hlið rútunnar stóð íslensk kona og bauð okkur velkomin, hún var nokkuð þybbin en ekki feit, síðan var ekið til Daun-Eifel og þar beið okkar smurt brauð og kaffi.  Ég og Hreppstjórinn höfðum drukkið nokkuð á leiðinni í rútunni og þegar við sitjum við borðið tekur Hreppstjórinn eftir að ein kona sat rétt hjá og var líka að fá sér brauð.  Hann hafði steingleymt að þessi kona var okkar farastjóri og taldi hana vera þýska, sem ekkert skildi í íslensku og segir allhátt við okkur; "Nei sjáið feitu kerlinguna þarna hún hámar í sig brauðið og virðist ekki vera að hugsa um útlitið."  Þegar við höfðum lokið við að borða og stóðum upp, stóð konan líka upp og gekk til okkar og sagðist á íslensku ætla að láta okkur fá lyklana að sumarhúsunum og myndi fylgja okkur að húsunum enda komið myrkur,  Hún kleip í rassinn á Hreppstjóranum og sagði; "Þú átt sko eftir að finna aðeins fyrir mér á næstu vikum."  Við fórum í bústaðina og fórum að sofa.

Tölvan komin í lag

Jæja þá er ég búinn að fá tölvuna úr viðgerð og er þetta allt annað líf.  Svo núna er ekkert framundan er að skrifa og skrifa.

Til sölu

Frá Stokkhólmi. Til sölu: Íbúð í eftirsóttu hverfi í Stokkhólmi - fullbúin með stjúpföður.

Þetta er tilvalið fyrir einstæðar mæður og ég hvet þær til að stökkva á þetta tilboð.

En veit nokkur um álíka tilboð þar sem stjúpmóðir fylgir með.  Það myndi ég skoða alvarlega.  Ég á íbúð ég á bíl ég á svolítið af peningum, en mig sárvantar konu.  Því set ég eftirfarandi tilboð fram;   

"Tilvonandi eiginkona óskast í góða íbúð í Sandgerði.  Börn engin fyrirstaða."


mbl.is Íbúð til sölu - stjúpfaðir fylgir með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisráðherra

Fjölmenni var á fundinum í kvöld. Um 350 manns sóttu opinn fund sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra boðaði til á Húsavík í kvöld til að ræða nýlegan úrskurð hennar um að áhrif fyrirhugaðs álvers á Bakka á umhverfið skuli metin heildstætt. Íbúar á svæðinu hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og hafa krafist svara.

Það er ekki annað hægt að segja en hún er hugrökk kona hún Þórunn Sveinbjarnardóttir að halda opin fund um álverið á Bakka við Húsavík.  Hún mun hafa fengið fjölda spurninga og gagnrýni á fundinum en varðist fimlega.  Að loknum fundinum voru fundarmenn nokkuð ánægðir með svör ráðherrans. 

Þetta var snjall leikur hjá ráðherranum, leyfa fólki að gagnrýna og spyrja og koma síðan með góð svör og útskýringar, sem dugðu til að fundarmenn fóru sáttir af þessum fundi.  Ráðherrann fær stóran plús fyrir þetta framtak sitt.


mbl.is Þórunn ræddi við Húsvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupa DV

 Útgáfufélagið Birtingur ehf. keypti í dag dagblaðið DV og vefsvæðið DV.is af Dagblaðinu Vísi útgáfufélagi ehf. Þetta kemur fram á fréttavef DV. Birtingur gefur út tímarit, þar á meðal Séð og Heyrt, Vikuna, Gestgjafann, Golfblaðið, Hús og híbýli, Mannlíf og Nýtt líf.

Á þetta félag Birtingur ehf. ekki nóg með að halda hinum blöðunum gangandi.  Það er næsta öruggt að DV verður ekki til að létta á rekstri Birtings ehf. heldur þungur baggi.  Það eru ekki margir sem kaupa og lesa DV.  Mjög margir láta sér nægja að fá hin fríblöðin tvö þ.e. Fréttablaðið og 24 Stundir.  Svo á gamli góði Mogginn alltaf sína tryggu lesendur.  Það er vitað að rekstur DV berst í bökkum og mun víst Dagblaðið Vísir útgáfufélag ehf. sem gefur út DV ramba á barmi gjaldþrots.  Hinsvegar mun rekstur Birtings ehf. hafa gengið þokkalega, en er samt ekkert stórgróða fyrirtæki.  Þess vegna skil ég ekki þessi kaup á DV.


mbl.is Birtíngur kaupir DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórn

Núverandi meirihluti er myndaður af D og F-lista. Fullyrt var í fréttum Sjónvarpsins, að sjálfstæðismenn vilji styrkja meirihlutasamstarfið við F-lista í borgarstjórn Reykjavíkur og fá Framsóknarflokkinn inn í samstarfið. Það telji framsóknarmenn af og frá og eigi flokkurinn að taka upp samstarf við D-lista verði Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, að víkja.

Alltaf er verið að flækja málin í borgarstjórn.  Ég hef ekki mikla trú á að Óskar Bergsson gangi til liðs við þennan meirihluta og ekki heldur þótt Ólafur F. Magnússon verði látin víkja.  Framsókn mælist með mjög lítið fylgi í Reykjavík og veitir því ekki af tímanum til að byggja það upp fram að næstu kosningum.

Það er hinsvegar að frétta af þessum málum að það sitji enn í Ólafi þegar Vilhjálmur Þ. var í viðræðum við hann um meirihluta eftir síðustu kosningar og var á sama tíma að ræða víð Björn Inga Hrafnson og myndaði meirihluta með honum.  Mun Ólafur F. Magnússon vera búinn að ákveða að þegar kemur að því að sjálfstæðismenn fái borgarstjórastólinn, þá ætli Ólafur að segja sig úr borgarstjórn.  Við sæti hans tekur þá Margrét Sverrisdóttir og núverandi meirihluti er fallinn um leið.  Nema að takist að lokka Margréti til samstarfs og þá með því að hún verði næsti borgarstjóri.  Það er þetta sem sjálfstæðismenn óttast mest og eru því farnir að daðra við Óskar Bergsson.  Verða þá 4 aðilar á fullum launum sem borgarstjóri.

Geir H. Haarde mun víst hafa orðið miklar áhyggjur af borgarmálunum og fylgistapi flokksins og telur að Hanna Birna hafi ekki standa sig nægjanlega vel sem, oddviti borgarstjórnarflokksins og mun hafa viðrað þá hugmynd að Hanna Birna verði ekki næsti borgarstjóri ef flokkurinn verður þá í þeirri stöðu að fá borgarstjórastólinn.  Geir mun víst vilja fá Ásdísi Höllu Bragadóttur í það embætti, en hún stóð sig vel sem bæjarstjóri í Garðabæ og seinna sem forstjóri BYKO.

Þannig að Hrunadansinn mun áfram verða stigin í Ráðhúsi Reykjavíkur.


mbl.is Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr sýslumaður í Keflavík

Þá er tekinn til starfa hinn nýji sýslumaður í Keflavík sem er Þórólfur Halldórsson.  Ég vil óska Þórólfi tli hamingju með starfið og svo öllum íbúum í Reykjanesbæ.  Betri sýslumann gátu þeir ekki fengið, ég þekki Þórólf nokkuð vel frá þeim tíma er hann var sýslumaður á Patreksfirði og ég íbúi á Bíldudal.  Hann er góður embættismaður og tekur öllum sem jafningjum og svo er hann framtaksamur fyrir sitt byggðarlag.  Sem sagt;  Þórólfur er góður drengur og því eiga íbúar í Reykjanesbæ eftir að kynnast.

Til hamingju Þórólfur Halldórsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband