Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Frjálslyndi flokkurinn

Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon. Jón Magnússon var kjörinn formaður þingflokks Frjálslynda flokksins og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður á þingflokksfundi síðdegis, en Kristinn var formaður þingflokksins.

Þá hefur Jóni Magnússyni tekist að bola Kristni H. Gunnarssyni úr formennsku í þingflokknum og sest sjálfur í þann stól.  Það kæmi mér ekki á óvart að næst vildi Jón verða formaður og fara að grafa undan Guðjóni Arnari Kristjánssyni.

Ég hef verið flokksbundin í þessum flokki frá stofnun hans en valdabrölt Jóns Magnússonar sem ég tel að eigi ekki  að vera í þessum flokki er slíkt að mér ofbýður.  Ég mun á næstu dögum gera það upp við mig hvort ég segi mig úr flokknum.  Ég kæri mig ekki um að vera í sama flokki og Jón eftir hans framkomu undanfarið.


mbl.is Jón Magnússon þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný lög

Þingflokksformaður VG segir að stjórnvöld hafi einkavætt bankana án þess að reisa nauðsynlegar skorður í lögum almenningi til varnar. Nú þurfi að setja ný lög á fyrstu dögum þingsins. Hann spyr hvort afhenda eigi sömu öflum grunnþjónustu samfélagsins og nú séu peningalega og hugmyndalega gjaldþrota.

Þarna er ég sammála Ögmundi.  Einkavæðing hefur fengið slíkt áfall að seint verður úr því bætt.


mbl.is Vill ný lög um bankastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestar

Vilhjálmur Bjarnason Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir að kaup ríkisins hafi komið sér verulega á óvart. „Fyrir helgi var eigið fé Glitnis upp á 200 milljarða og í þessari yfirtöku er það metið á í kringum 30 milljarða, án þess að tilkynnt hafi verið um verulegt útlánatap,“ segir Vilhjálmur.

Það er auðvitað sárt fyrir hluthafa þegar hlutabréfin verða allt í einu verðlaust.  En Vilhjálmur Bjarnason má eiga það að hann hefur gagnrýnt mjög hvernig Glitnir hefur verið stjórnað.  Þetta fer að verða efni í heilan reyfara hvernig eigið fé Glitnis sem var 200 milljarðar er nú orðið 30 milljarðar.  Einhverju er haldið leyndu þarna.


mbl.is Margir sem bera tjón sitt í hljóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

Þorskur á markaði í Skotlandi. Evrópusambandið samþykkti í dag að halda óbreyttu kvótakerfi í fiskveiðum ESB þrátt fyrir galla á kerfinu og mikla gagnrýni á það.

Þetta er sama ástand og hér á landi, þótt flestir viðurkenni að kvótakerfið sé stór gallað þá á samt að ríghalda í það.  Bæði hjá ESB og Íslandi er kvótakerfið til bar kerfisins vegna.


mbl.is Óbreytt kvótakerfi hjá Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álagspróf

FjármálaeftirlitiðEiginfjárstaða fjögurra stærstu viðskiptabankanna hér á landi, þar á meðal Glitnis banka, var sterk um miðjan ágústmánuð, samkvæmt svonefndu álagsprófi Fjármálaeftirlitsins (FME), sem framkvæmt er með reglubundnum hætti. Sagði eftirlitið þá að bankarnir gætu þolað töluverð áföll, en álagsprófið miðast við stöðuna í lok júní 2008. Álagsprófið tekur hins vegar ekki til lausafjárstöðu bankanna.

Hvað hefur breyst svona mikið síðan um miðjan ágúst að ríkið þurfi nú að yfirtaka Glitnir eða er ekkert að marka þetta álagspróf og bankinn því á hausnum í ágúst.


mbl.is Álagsprófið tekur ekki til lausafjárstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoðir

 Greiningardeild Kaupþings segir, að markaðsvirði hlutafjár í Glitni sé 88% lægra nú en það var á föstudag. Kaupverð á 75% hlut íslenska ríkisins geri það að verkum að markaðsvirði eigin fjár bankans í heild verði um 800 milljónir evra. Miðað við dagslokagengi krónu í dag hafi því markaðsvirði hvers hlutar lækkað um 88% frá því að mörkuðum var lokað á föstudag.

Þá er þetta spútnikfyrirtæki Hannesar Smárasonar og Baugs í raun gjaldþrota og fróðlegt verður að sjá á næstu dögum hvaða fleiri fyrirtæki fara á hausinn.


mbl.is Eign Stoða rýrnaði um 60,1 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvæðing

Mynd 475314 Á þeim tæpu 18 árum sem liðin eru frá því að Íslandsbanki, síðar Íslandsbanki FBA og loks Glitnir, varð til með sameiningu einkabankanna Verslunarbanka, Iðnaðarbanka, Alþýðubanka og ríkisbankans Útvegsbanka hefur iðulega gustað um hann, oftast þó vegna átaka um eignarhald á bankanum. Hins vegar má segja að ríkisvæðing bankans nú komi flestum í opna skjöldu enda ekki langt síðan að forsvarsmenn bankans töldu sig hafa tryggt sér fjármögnun, a.m.k. langt fram á næsta ár.

Af hverju kemur þetta stjórnendum bankans svona mikið á óvart.  Ef þeir hafa unnið vinnuna sína hljóta þeir að hafa vitað í hvaða stöðu bankinn var kominn í.  Eða neituðu þeir að viðurkenna staðreyndir?


mbl.is Baksvið: Gömlu einkabankarnir ríkisvæðingu að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danmörk

Samkomulag yfirvalda, atvinnurekenda og verkalýðsfélaga um takmarkanir á veikindarétti verður kynnt í Danmörku í dag. Þá vinna dönsk yfirvöld nú að hugmyndum að breytingum á vinnulöggjöf sem m.a. gerir ráð fyrir að eftirlaunaaldur verði hækkaður og dagpeningaréttur takmarkaður. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ætli Ísland taka þetta upp líka?


mbl.is Réttur launþega skertur í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afbrotamaður

Lögreglan utan við dvalarstað hælisleitenda í dag. Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag karlmann á fertugsaldri, með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra, sem hafði látið ófriðlega og verið með hótanir á dvalarstað hælisleitenda í Reykjanesbæ.

Þennan mann á nú bara að senda úr landi hið fyrsta, það er komið meira en nóg af svona vitleysingum inn í landið.


mbl.is Maður handtekinn á dvalarstað hælisleitenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir

Guðjón A. Kristjánsson. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir lítið annað hafi verið hægt fyrir ríkið en að ganga í málið og bjarga því sem bjargað verður.

„Hins vegar verð ég að segja alveg eins og er, að ég hef fullan fyrirvara á því að sömu forystumenn stjórni þessum banka þegar ríkið er orðið eigandi hans, og hvað þá að þar verði áframhaldandi samskonar ofurlaunastefna og verið hefur í bankageiranum. Ég hefði viljað sjá nýja menn við stjórn bankans, ég get ekki séð að mönnum hafi tekist að stýra bankakerfinu eins og gera átti, af fullri ábyrgð. Við erum búin að horfa á menn velta sér upp úr tugum milljóna og alls konar samningum. Ætlar ríkið virkilega að fara á undan í því að ráða menn á einhverjum ofurlaunum? Er það launastefnan? Ég vona að svo sé ekki," segir Guðjón.

Þarna er ég algerlega sammála Guðjóni.  Þeir sem hafa stjórnað þessum banka voru búnir að koma honum í þrot af mikilmennskubrjálæði.  Þessir menn töldu sig svo klára að þeir gætu gleypt heiminn.  Hundruð milljóna hafa farið frá bankanum til stjórnenda hans á undanförnum árum í formi ofurlauna og kaupréttarsamninga.  Núverandi bankastjóri fékk aðeins 300 milljónir fyrir það eitt að byrja að vinna og annað hefur verið eftir því.  Bruðl og aftur bruðl og þegar allt er komið í þrot þá á ríkið að bjarga málum sem tryggir að sparifjáreigendur verða ekki fyrir skaða, en ég vorkenni ekki hluthöfunum þótt þeir tapi hressilega, því það erum við skattgreiðendur sem borgum að lokum.  Þetta er skipbrot einkavæðingar og ríkið ætti að taka hina bankana líka og stokka spilin upp á nýtt.


mbl.is Stjórnendur Glitnis hefðu mátt fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband