Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Varðskip

Danska varðskipið Knud Rasmussen kom til Reykjavíkur í gær. Skipið er nýjasta skip danska flotans og er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum. Varðskipið verður opið almenningi í dag, laugardag, milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka.

Það verður glæsilegt að sjá þetta skip liggja við Miðbakka, en þó skyggir aðeins á að okkar tvö varðskip liggja olíulaus þarna rétt hjá.

Við ættum að leita eftir samstarfi við Dani um eftirlit í okkar lögsögu þar sem við höfum ekki efni á því sjálfir íslendingar.


mbl.is Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatn

Icelandic Glacial,Icelandic Water Holdings ehf. sem síðastliðin þrjú ár hefur starfsrækt átöppunarverksmiðju fyrir Iceland Glacial vatnið í Þorlákshöfn, gangsettu í dag nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi.

Jóni Ólafssyni ætast að takast þetta verkefni sem margir hafa reynt við og mistekist illa, þótt Jón sé ekki skreyttur mörgum háskólagráðum.


mbl.is Ný vatnsverksmiðja gangsett í Ölfusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Jóna Hlíf Halldórsdóttir „Það er húmor í þessu, ég verð með risastóran kaðal sem hægt er að róla sér í, það verk heitir Fyrsta fullnægingin, segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir sem opnar sýninguna Full af engu – Plenty of nothing í Hafnarhúsinu í dag. „Verkin mín eru oft mjög kynferðisleg og ég held þeim tóni áfram. Þetta er svo stór hluti af lífi okkar og því hvernig við högum okkur. Harðfiskur kemur líka við sögu á sýningunni, því hann er bæði fallegur og þjóðlegur.“

Veit þessi kona ekki að það eru til karlmenn sem gera sama gagn og kaðallinn.  Karlmenn hafa þó eitt fram yfir kaðalinn að þeir gætu borðað harðfiskinn á meðan á kynlífsathöfnum stendur.  Þetta er misnotkun á orðinu list.


mbl.is Harðfiskur og kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veitingahús

Big Ben gnæfir yfir þinghúsinu í miðborg London.Íslensk stjórnvöld, ásamt nokkrum fyrirtækjum og athafnamönnum, ráku veitingahús í London á sjöunda áratugnum í því skyni að auka sölu á íslenskum matvælum í Bretlandi. Iceland Food Center nefndist veitingahúsið og var ætlað sem almenn landkynning.

Hverjum ætli hafi dottið þessi andskotans vitleysa í hug?  Þarna var víst engu til sparað og mun hafa kostað nokkur hundruð milljónir því þarna var engu til sparað.  Starfsfólkið kom frá íslandi og húsnæðið var leigt til 14 ára.  Engar upplýsingar eru um hvort þetta skilaði nokkurri aukningu á sölu íslenskra matvæla.  Ætli kostnaðurinn við þessa vitleysu hafi ekki verið færður sem styrkur til landbúnaðarins.


mbl.is Ríkisrekið veitingahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt hótel

Laugavegur 21 Skipulagsráð er með til meðferðar breytingar á deiliskipulagi á svokölluðum Hljómalindarreit, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Í greinargerð kemur fram að á svæðinu verða verslanir, skrifstofur, veitingastaðir og sjö hæða hótel. Einnig er gert ráð fyrir stóru torgi eða garði inn á milli húsanna. Það er fasteignafyrirtækið Festar sem vinnur að uppbyggingu á reitnum.

Er þetta sem er mest aðkallandi í Reykjavík í dag?  Það er eins og hver borgarstjóri verði að láta einhverja byggingu verða til minningar um sig sem borgarstjóri.  En þar sem borgarstjóraskipti hafa verið mjög tíð á þessu kjörtímabili hefur ekki haft undan að byggja minnisvarðanna ekki frekar en sá aðili sem gerir styttur af borgarstjórum til að setja upp í ráðhúsinu.


mbl.is Upphitað torg og sjö hæða hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan

Mynd 469893„Ég er að reyna að halda þessari deild saman,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra [RLS]. Starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar voru nítján þegar Helgi tók við embættinu. Fluttar voru tvær stöður yfir til greiningardeildarinnar, einn fór í önnur verkefni, einum lögfræðingi deildarinnar verður sagt upp frá og með áramótum og staða Helga verður lögð niður á sama tíma, þegar ný lög um meðferð sakamála taka gildi.

Hvað ætlar Björn Bjarnason að gera við lögregluna í þessu landi?  Það koma kvartanir frá hverju embættinu eftir annað.  Ég helda að Björn gerði þjóðinni mest gagn með því að segja af sér.  Hann virðist ekki ráða við þennan málaflokk.


mbl.is „Virðingarleysi fyrir málaflokknum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarasamningar

Mynd 478656Vaxandi óþreyju gætir innan stéttarfélaga vegna kjaramála og mikilla verðhækkana að undanförnu. Forsendunefnd ASÍ og SA á reglulega fundi vegna endurskoðunar kjarasamninga og auk þess undirbúa stéttarfélög og landssambönd sig þessa dagana fyrir kjaraviðræður við sveitarfélögin.

Það er nokkuð ljóst að erfitt verður að gera kjarasamninga núna.  Bankarnir þjarma að fyrirtækjum með litlu rekstrarfé og hvert opinbert fyrirtæki eftir annað er að hækka sínar gjaldskrár og gengi fellur, sem kemur síðan fram í hærra vöruverði.  Allt tal um þjóðarsátt virðist vera hugsuð þannig að launþegar sætti sig við kjaraskerðingu og minni kaupmátt.  Það mun allt loga í verkföllum og látum strax í byrjun næsta árs.


mbl.is „Bara innantóm orð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð veiði

Mynd 476110 „Ég er alveg í skýjunum eftir sumarið,“ segir Jón Þór Júlíusson, leigutaki Grímsár og Tunguár í Borgarfirði, en veiði lauk á svæðinu í vikunni og þar var metveiði, eins og svo víða á Vesturlandi.

Þrátt fyrir góða veiði í Grímsá og víðar er leigutaki Grímsár bæði ánægður og óánægður.  Hann er ánægður með veiðina en óánægður með að hún var ekki meiri.  Þetta á við um allan veiðiskap að þótt mokveiðist vilja menn alltaf aðeins meira.


mbl.is „Mikið vill meira“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meta tjón

Mynd 471034Fjármálaráðuneytið fyrir hönd íslenska ríkisins hefur ákveðið að dómkvaddir sérfræðingar skuli fengnir til þess að meta tjón íslenska ríkisins vegna samráðs Skeljungs, Olís og Kers, áður Olíufélagsins hf., fyrir útboð Landhelgisgæslunnar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar árin 1995 og 1996.

Þegar olíufélögin þurfa að fara að greiða bætur vegna samráðs mun það kalla á hækkun á eldsneytisverði.  Þannig að það sem ríkið fær í bætur verður skattur á þá sem kaupa eldsneyti, er ég því efins að flestir skattborgarar hafi nokkurn hag af þessum bótum til ríkisins.


mbl.is Sérfræðingar meta tjón íslenska ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaður

Framkvæmdir í Kópavogi Gríðarlega hefur dregið úr sölu á vinnuvélum og tækjum í landbúnaðargeiranum að undanförnu. Hið sama má segja um byggingar í landbúnaði og tala sumir forsvarsmanna fyrirtækja í geiranum um að viðskipti nálgist alkul.

Hvað er alkul? Veit það einhver?, ég hef aldrei heyrt þetta orð áður.


mbl.is Að nálgast alkul í byggingaframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband