Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
26.9.2008 | 08:25
Gæðastjórnun
Skortur á gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði veldur því að milljarðar króna fara til spillis á hverju ári. Þetta er ein niðurstaða Guðjónu Bjarkar Sigurðardóttur, viðskiptafræðings og verkefnastjóra hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, en hún lauk nýlega mastersritgerð um gæðastjórnun verktaka í mannvirkjagerð.
Þetta hlýtur að leiða til þess að slíkum málum verði kippt í lag hjá Reykjavíkurborg, Þar sem Guðjóna Björk Sigurðardóttir er verkefnastjóri hjá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar. En þurfti hún að semja heila skýrslu um sitt eigið klúður. Þetta verður að teljast einsdæmi að starfsmaður semji heila skýrslu til að gagnrýna sjálfan sig.
Skortur á gæðastjórnun í mannvirkjagerð veldur mistökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 08:17
Tap
Nafnávöxtun eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) var neikvæð um 1,6% á fyrri helmingi þessa árs vegna verðlækkana á innlendum hlutabréfamarkaði og lækkana á erlendum mörkuðum.
Hver gefur stjórnendum lífeyrissjóða heimild til að nota sparifé landsmanna í hlutabréfabrask á mörkuðum.
Lífeyrissjóðirnir tapa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 08:13
Landhelgisgæslan
Við erum með tiltölulega góða samninga um þyrluleigu, sem líklegt er að leigusalar vilji gjarnan rifta til að endurleigja öðrum á hærra verði. Ef við borgum ekki á gjalddaga má búast við að hingað komi menn í jakkafötum og einfaldlega sæki viðkomandi vél, segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sem á eina af þremur til fjórum björgunarþyrlum sem hún hefur til umráða.
Hvar enda þessi ósköp með Gæsluna? Varðskipin verða að liggja í höfn vegna að ekki eru til peningar fyrir olíu á skipin og svo bætist þetta við að við missum kannski björgunarþyrlurnar ef ekki er greitt á gjalddaga, sem forstjórinn virðist óttast að geti skeð.
Á sama tíma og Ísland er að eyða tugum milljóna til að komast inn í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna getum við ekki haft eðlilegt eftirlit með okkar eigin lögsögu vegna fjárskorts. Það eru auðvitað til nægir peningar í ríkiskassanum. Það er bara spurning í hvað þeim er varið og Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra krefst þess að þær stofnanir sem undir hann heyra, haldi sig við áskveðinn fjárlagaramma. Þó er ein stofnun undanskilin hjá Birni en það er embætti ríkislögreglustjóra. Sú stofnun átt í byrjun að vera lítil stofnun með um 10 starfsmenn og vera til samræmingar á löggæslu í landinu. En í dag vinna þarna hátt í hundrað manns og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri er að taka til sín fleiri og fleiri verkefni. Auk þess sem stofnunin átti að sinna í upphafi er komið þangað sérsveit lögreglumanna (Víkingasveitin) og verið að undirbúa stofnun leyniþjónustu. Þetta embætti hefur líka verið að fjalla meira og meira að rannsókn sakamála, sem flest klúðrast hjá embættinu. Ef Haraldi vantar meiri peninga þá dugir eitt símtal við Björn Bjarnason og peningarnir koma strax. Fyrir stuttu fékk þetta embætti aukafjárveitingu sem var eitt hundrað milljónir. En svo getum við ekki rekið Landhelgisgæsluna skammarlaust.
Erfitt að halda í þyrlurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 07:41
Hraðakstur
Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi og í nótt. Sá er hraðast ók mældist á 128 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Þá voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjanesbæ í nótt.
Þeir eru ekki að hugsa um bensínkostnað, sem aka svona. Flestir bílar eyða minnst á 80 km. hraða. Ég ek oft þennan veg og verð oft undrandi þegar ég er að aka á 80-90 km. hraða, þá fljúga bílarnir fram úr mér. Verstir eru þeir bílar sem merktir eru einhverjum fyrirtækjum, enda þurfa þeirra bílstjórar ekki að borga sektina sjálfir. En ég er undrandi á einu að ég verð hvergi var við hraðamyndarvélar á þessum vegi. Þegar Reykjanesbrautin er búinn með tvær aðskildar akreinar í hvora átt finnst mér rétt að skoða hvort ekki mætti hækka hámarkshraðann í 120-130 km. og hafa svo mjög há sekt ef farið yrði yfir þau mörk. Þetta var prufað í Danmörk og niðurstaðan varð sú að þótt hámarkshraðinn væri hækkuð í 120 km. þá óku flestir á um 100 km. hraða eftir breytinguna. Svo ætti líka að tekjutengja sektargreiðslur, því sá sem hefur milljón eða meira munar ekkert um að greiða 30 þúsund í hraðasekt. en það munar miklu hjá aðila sem er með 150 þúsund á mánuði.
Hraðakstur á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 07:23
Tölvu stolið
Brotist var inn í verslun Tölvulistans við Hlíðarsmára í Kópavogi í nótt og fartölvu stolið. Lögreglunni var tilkynnt um innbrotið um klukkan þrjú. Málið er í rannsókn.
Hvað á eiginlega að gera við svona lýð sem fer um rænandi og ruplandi. Yfirleitt ef viðkomandi næst þá er hann yfirheyrður hjá lögreglu og ef hann viðurkennir brot sitt er honum sleppt um leið og getu tekið upp fyrri iðju. Þessu verður að breyta sem fyrst. Afbrotamenn eiga aldrei að ganga lausir.
Fartölvu stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 07:16
Skemmdur bíll
Skemmdir voru unnar á ísbíl í eigu Kjöríss í Hveragerði í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru þrjár hurðir skrúfaðar af bílnum og ísinn í honum farinn að bráðna þegar að var komið.
Þeir sem gera svona hluti þ.e. að ráðast á dauða hluti eru lítilmenni full af minnimáttarkennd.
Ísbíll skemmdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 07:10
Orkuveitan
Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) munu aukast um 500 milljónir á ári vegna 9,7% hækkunar á gjaldskrá fyrir heitt vatn sem kynnt var í fyrradag. Helstu ástæðurnar fyrir hækkuninni voru sagðar vera bygging nýrrar varmastöðvar á Hellisheiði og lagning nýrrar hitaveitulagnar þaðan auk kostnaðarhækkana.
Er þetta ekki frekar óheppilegur tími til að hækka gjaldskrá, þegar öllum er sagt að búa sig undir þrengingar í efnahagsmálunum og nær allir haf orðið fyrir um 15%tekjuskerðingu vegna lækkunar krónunnar.
Ég hélt að Orkuveita Reykjavíkur væri þjónustufyrirtæki fyrir borgarbúa og allt í lagi þótt einhver halli yrði á fyrirtækinu.
OR vantar meira fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 07:03
Flóttafólk
Palestínsku flóttafjölskyldurnar á Akranesi fengu á miðvikudag kærkomna gjöf frá félaginu Ísland-Palestína og Félagi múslima á Íslandi.
Á meðan þessir flóttafólk fær allt upp í hendurnar er verið að gera húsleit í flóttamannabúðunum í Njaðvík og af því fólki hirt öll vegabréf og allir peningar. Hvað er eiginlega hér í gangi? Er það ekki tákn um fyrirhyggju að sumt af þessu flóttafólki hafði með sér peninga til að byrja nýtt líf í nýju landi.
Hvað er síðan með líðan þess fólks á Akranesi sem er að bíða eftir félagslegu húsnæði og horfir á þetta flóttafólk fá allt upp í hendurnar frítt. Ætli það fólk hafi tekið þátt í gleðilátunum á miðvikudaginn?
Flóttafólkið fékk gervihnattadisk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 06:47
Frjálslyndi flokkurinn
Við verðum að snúa bökum saman til þess að ná árangri í pólitík. Formaðurinn verður að setja niður deilurnar innan flokksins eigi hann ekki að hljóta skaða af. Þetta var inntakið í orðum margra þeirra sem til máls tóku á fundi sem Reykjavíkurfélög Frjálslynda flokksins stóð fyrir fyrr í kvöld.
Þetta er orðið óþolandi ástand í flokknum og vonandi tekst Guðjóni að lægja þessar öldur fljótlega.
Ég hafði ekki möguleika á að mæta á þennan fund í gærkvöldi. En eins og fram kemur í fréttinni munu það hafa verið flokksmenn úr Reykjavík sem gagnrýndu Guðjón og Kristinn H. Gunnarsson og telja að Vestfirðingar hafi alltof mikil völd í flokknum en flokksmenn í Reykjavík of lítil. Þótt flestir landsmenn búi í Reykjavík er fylgi flokksins mest á landsbyggðinni aðeins 1,8% í Reykjavík. Auðvitað eru Vestfirðingar valdamiklir í flokknum. Er fólk búið að gleyma hvernig þessi flokkur varð til. Það sem kom flokknum af stað var hin sterka staða Guðjóns Arnars Kristjánssonar á Vestfjörðum. Flokkurinn var stofnaður til að berjast gegn kvótakerfinu og hugsa um hag landsbyggðarinnar. Nú heyrast þær raddir frá flokksmönnum í Reykjavík að það eigi ekki að berjast lengur á móti kvótakerfinu og landsbyggðina byggi aðeins einhverjir sérvitringa. Ef þið viljið efla flokki í heild, flokksmenn í Reykjavík vil ég segja þetta;
"Náið fyrst upp fylgi í Reykjavík áður en þið farið að rífa kjaft og gagnrýna það sem frá landsbyggðinni kemur og losið ykkur við Jón Magnússon, sem kom öllum þessum deilum af stað."
Stormur varir aldrei að eilífu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2008 | 09:06
Hjartaáfall
Ég fékk hjartaáfall þann 9. febrúar árið 2003. Atburðurinn var mikið áfall enda var ég aðeins 37 ára, segir Björn Ófeigsson sem í dag glímir við hjarta- og lifrarbilun. Björn og unnusta hans, Mjöll Jónsdóttir, segja lesendum frá sínum hjartans málum og baráttunni við nálægan dauðann.
Dauðinn er alltaf nálægur og hann getur enginn forðast. Að fá svona hjartaáfall og verða allt í einu kippt burt úr hinu daglega lífi, er mikið áfall fyrir hver þann sem í slíku lendir. Ég hef oft óskað mér síðan ég lenti í slysi sem gerði mig að 75% öryrkja hvort ekki hefði verið betra að deyja í slysinu en að berjast í þessu öryrkjabasli.
Dauðinn er alltaf nálægur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 801287
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
-2 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Ísland á válista ...
- Kalt framundan?
- Óljós eftir Geir Sigurðsson - saga af lúða
- Segir Trudeau af sér?
- Jón Sigurðsson soldáti við íslenska herinn
- Gestirnir í geimnum eru tilbúnir með sinn CONTACT ef að við jarðarbúarnir erum tilbúin:
- 2024 kemur aldrei aftur.
- Annar í jólum - 2024
- Kirkjan er umbúðir, með nýtt innihald. Innihald í andstöðu við umbúðirnar.
- Bæn dagsins...