Landhelgisgæslan

„Við erum með tiltölulega góða samninga um þyrluleigu, sem líklegt er að leigusalar vilji gjarnan rifta til að endurleigja öðrum á hærra verði. Ef við borgum ekki á gjalddaga má búast við að hingað komi menn í jakkafötum og einfaldlega sæki viðkomandi vél,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sem á eina af þremur til fjórum björgunarþyrlum sem hún hefur til umráða.

Hvar enda þessi ósköp með Gæsluna?  Varðskipin verða að liggja í höfn vegna að ekki eru til peningar fyrir olíu á skipin og svo bætist þetta við að við missum kannski björgunarþyrlurnar ef ekki er greitt á gjalddaga, sem forstjórinn virðist óttast að geti skeð.

Á sama tíma og Ísland er að eyða tugum milljóna til að komast inn í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna getum við ekki haft eðlilegt eftirlit með okkar eigin lögsögu vegna fjárskorts.  Það eru auðvitað til nægir peningar í ríkiskassanum.  Það er bara spurning í hvað þeim er varið og Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra krefst þess að þær stofnanir sem undir hann heyra, haldi sig við áskveðinn fjárlagaramma.  Þó er ein stofnun undanskilin hjá Birni en það er embætti ríkislögreglustjóra.  Sú stofnun átt í byrjun að vera lítil stofnun með um 10 starfsmenn og vera til samræmingar á löggæslu í landinu.  En í dag vinna þarna hátt í hundrað manns og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri er að taka til sín fleiri og fleiri verkefni.  Auk þess sem stofnunin átti að sinna í upphafi er komið þangað sérsveit lögreglumanna (Víkingasveitin) og verið að undirbúa stofnun leyniþjónustu.  Þetta embætti hefur líka verið að fjalla meira og meira að rannsókn sakamála, sem flest klúðrast hjá embættinu.  Ef Haraldi vantar meiri peninga þá dugir eitt símtal við Björn Bjarnason og peningarnir koma strax.  Fyrir stuttu fékk þetta embætti aukafjárveitingu sem var eitt hundrað milljónir.  En svo getum við ekki rekið Landhelgisgæsluna skammarlaust.


mbl.is Erfitt að halda í þyrlurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og fram kemur í fréttinni hefur Gæslan haft þrjár leiguþyrlur til viðbótar TF-LÍF sem er í eigu Gæslunnar. Einni leiguþyrlunni var reyndar skilað í vor og hafa því aðeins verið þrjár þyrlur í í rekstri í sumar. Vonandi verður bætt úr því fyrir veturinn og þeirri fjórðu bætt í flotann. Það þarf ekki mikið út af að bera í bilunum eða reglubundnu viðhaldi til að það sé bara ein þyrla tiltæk.

Guðmundur 26.9.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mikill vill meira

Jón Snæbjörnsson, 26.9.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

En er ekki forstjóri Gæslunnar að óttast að við missum þessar þrjár þyrlur.  Nú er ekki varnarliðið á Keflavíkurflugvelli til að bjarga málum eins og áður var og til viðbótar kemur að varðskipin komast ekki úr höfn vegna olíuleysis.  Þetta fjársvelti Gæslunnar er til skammar.  En það er til lausn sem væri að flytja Gæsluna til Ríkislögreglustjóra.  Þar er aldrei skortur á peningum.

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband