Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Gallaður barnastóll

IKEA biður viðskiptavini sína sem eiga Leopard barnastól að hætta strax að nota stólinn og skila sætinu og grindinni til IKEA. Tekið er á móti stólnum í Skilað og skipt og verður hann að fullu endurgreiddur. IKEA hefur fengið 11 tilkynningar um brotna smellulása á stólunum.

Alltaf er það ánægjulegt þegar verslun bregst svona fljótt við þegar upp kemur galli á vöru, sem hún hefur selt.

Gott hjá IKEA

 


mbl.is IKEA innkallar barnastóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkun

Þann 1. desember 2009 voru íbúar með lögheimili á Íslandi 317.593. Ári áður var íbúafjöldi 319.756 og hefur þeim því fækkað milli ára um 2163 íbúa eða 0,7%. Mest er fækkunin hlutfallslega á Austurlandi. Þar fækkaði um 431 einstakling, eða 3,3% frá fyrra ári.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, þar sem margir eru að flýja land vegna allra þeirra erfiðleika, sem á Íslandi eru í dag.  Þessi þróun mun halda áfram og nokkuð víst að tölur um fækkun verða enn meiri 1. desember 2010.


mbl.is Landsmönnum hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Kæri jólasveinn,

gefðu okkur nú eitthvað

gott í skóinn.

(Jóhanna og Steingrímur)


Þáttökugjald

Samfylkingin á Seltjarnarnesi efnir til forvals 30. janúar næstkomandi um röðun á framboðslista í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí 2010. Stefnt er að sameiginlegri kynningu á frambjóðendum í dreifiriti og á sérstökum kynningarfundi. Þátttökugjald er kr. 20.000, að því er segir í tilkynningu.

Þarf nú að fara að greiða þáttökugjald til að taka þátt í prófkjörum. 

Þvílík andskotans vitleysa og rugl.


mbl.is Þátttökugjald 20 þúsund hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landspítalinn

Landlæknisembættið hyggst á næstunni kanna ítarlega hvort álag á starfsmenn Landspítali hafi aukist frá því sem áður var og skila heilbrigðisráðherra greinargerð um málið. Ungliðadeild sjúkraliða segir að álagið hafi aukist og það ógni öryggi sjúklinga.

Þótt yfirmenn spítalans fullyrði að spítalinn sé vel mannaður, þarf að fara aftur til 2006 til að finna hliðstæðu.  Það er alveg ljóst að ef álag verður of mikið á starfsfólki spítalans, þá mun það koma að lokum niður á sjúklingum hans.


mbl.is Álag á starfsmenn Landspítala kannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðisaukaskattur

Alþingi samþykkti í dag lög um ráðstafanir í skattamálum, þar sem meðal annars er kveðið á um að efra þrep virðisaukaskatts hækki úr 24,5% í 25,5%. Fallið var hins vegar frá hugmyndum um að taka upp sérstakt 14% þrep í virðisaukaskatt.

Þá er Alþingi búið að staðfesta heimsmetið í skattlagningu með þessari hækkun á virðisaukaskatti í 25,5%, sem enginn getur borgað.  Þetta mun ekki skapa ríkinu neinar tekjur, heldur munu þær minnka vegna fleiri undanskota frá þessum skatti.


mbl.is Virðisaukaskattur 25,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka vexti

Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga hafa samþykkt að lækka fasta vexti LSR lána úr 5,20% í 5,05%. Þessi samþykkt hefur ekki áhrif á vaxtakjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum.

Hvaða rugl er nú þetta, það á að lækka vexti, en sú lækkun mun ekki hafa áhrif á eldri lán.  Aðeins á ný lán, sem ekki eru í boði í dag.


mbl.is LSR lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapað mál

Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, sagði á Alþingi í dag að þar sem enginn liður væri í þingsköpum Alþingis sem héti tapað fundið, þá neyddist hann til að auglýsa eftir því, að tapast hefðu áform ríkisstjórnarinnar um skjaldborg fyrir heimilin í landinu.

Þetta er gott hjá Þráinn, því ekkert bólar á hinu margfrægu Skjaldborg fyrir heimilin, sem stöðugt er verið að lofa.


mbl.is Tapað fundið á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun á olíu

Verð á hráolíu hækkaði í morgun og er komið yfir 73 dali tunnan en ekki eru mikil viðskipti á bak við hækkunina enda flestir fjárfestar á hliðarlínunni vegna jólanna. Verð á hráolíu hækkaði um 7 sent á NYMEX markaðnum í New York og er 73,43 dalir tunnan. Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 42 sent og er 74,17 dalir tunnan.

Ætla þessi ósköp engan endir að taka.  Nú kemur hækkun á bensíni og olíu í viðbót við allar þær álögur sem dynja yfir íslenska þjóð.


mbl.is Olíuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður

Áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 34 – 42 milljarðar króna að nafnverði. Íbúðalánasjóður áætlar að ný útlán sjóðsins verði 29 – 37 milljarðar króna á árinu 2010, sem er nokkur lækkun frá áætlunum ársins 2009. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði 11 – 13 milljarðar króna.

Ég held að þeir séu full bjartsýnir hjá Íbúðalánasjóði að reikna með miklum íbúðarkaupum 2010.  Ef ekkert breytist til batnaðar verða einu íbúðaviðskipti 2010 með íbúðir, sem fólk hefur misst á uppboði.  En sennilega verður talsvert byggt af leiguhúsnæði.


mbl.is Ný útlán Íbúðalánasjóðs 29-37 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband