Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Icesave

Umræða um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar hófst að nýju á Alþingi á 12. tímanum í dag. Fimmtán þingmenn eru nú á mælendaskrá um málið. Um er að ræða 2. umræðu um frumvarpið, sem hófst fimmtudaginn 19. nóvember.

Hvað á þessi vitleysa að ganga lengi.  Nú þegar hefur við aðra umræðu verið talað í yfir 60 klukkustundir.  Þessi umræða hófst þann 19. nóvember og stendur enn.  Ég skil ekki formenn stjórnarandstöðuflokkanna að leyfa ekki að þetta frumvarp fari áfram og í atkvæðagreiðslu.  Því það er næsta öruggt að þetta frumvarp verður ALDREI samþykkt á Alþingi, nema með stuðningi stjórnarandstöðunnar.  Treysta forustumenn stjórnarandstöðunnar ekki sínu liði og óttast að einhverjir úr þeirra röðum muni styðja þetta frumvarp.Á sama hátt getur ríkisstjórnin dregið þetta frumvarp til baka svo hægt verði að afgreiða önnur mál, sem liggja fyrir Alþingi.

Þetta er orðin ein mesta langavitleysa, sem spiluð hefur verið.


mbl.is Umræða um Icesave hafin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seldi sinn hlut

Skilanefnd Kaupþings setti 5,5% hlut sinn í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand í söluferli í gær. Dagslokaverð hlutabréfa í fyrirtækinu var 40 norskar krónur á hlut.

Ég hef aldrei skilið hvaða hlutverki þessar skilanefndir bankanna í raun hafa að gegna.  En óneitanlega er það skrýtið að sama dag og nýir eigendur verða að þessum banka þá er skilanefnd bankans að selja frá honum eignir.


mbl.is Selur fyrir 21 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Mætti skattleggja yður

aðeins meira Hr. Jón.

(Steingrímur J. Sigfússon)


Icesave

Fjórir af helstu stjórnskipunarfræðingum landsins hafa verið boðaðir á fund fjárlaganefndar Alþingis til að fara yfir það hvort ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna stangist á við stjórnarskrá landsins. Fundur nefndarinnar hefst kl. 12.

Ef það kemur nú í ljós að Icesave standist ekki stjórnarskránna, verður þessi Icesave-vitleysa fullkomnuð í einu allsherjar rugli og vitleysu.  Sem betur fer var það ekki samþykkt á sumarþinginu að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að kosningar væru á milli.  Því annars myndi ríkisstjórnin breyta henni til að aðlaga hana að Icesave-frumvarpinu.  

En í kosningar leggja þessir flokkar auðvitað ekki núna.


mbl.is Ræða hvort Icesave standist stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarspendýr

Rússneskur vísindamaður, sem vinnur við að þjálfa seli til notkunar í leiðöngrum á vegum hersins, kvartar undan því í blaðaviðtaki að Rússar séu að heltast úr lestinni í kapphlaupinu við Bandaríkjamenn um hervæðingu sjávarspendýra.

Flest er nú farið að nota í sambandi við hernað.  Munu Rússar ekki þá fara að beita stórhvölum í hernaðarskini, fyrst Bandaríkjamenn eru orðin á undan með selinn.  Hvar eru nú öll dýraverndunarsamtökin, sem telja þessi sjávardýr nánast heilög.  Nú geta þeir Bandaríkjamenn sem hafa ættleitt hvali allt í einu vaknað upp við þann vonda draum að þeirra hvalur sé í hernaðarátökum einhver staðar í heiminum.


mbl.is Hervæðing sjávarspendýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir eigendur

Frá og með deginum í dag verða erlendir kröfuhafar formlegir eigendur að Arion banka og næst fá þeir Íslandsbanka.  Þar með verður erlendum aðilum í fyrsta sinn hleypt inn í íslenskan sjávarútveg og fleiri atvinnugreinar.  Því báðir þessir bankar eiga miklar kröfur á hendur sjávarútvegsfyrirtækjum og öðrum fyrirtækum í hinum ýmsum rekstri og báðir hafa þeir  stofnað sérstök eignarhaldsfélög til að sjá um þau fyrirtæki, sem bankarnir hafa og munu yfirtaka  á næstunni.  Hinn almenni viðskiptavinir þessara banka munu ekki finna mikið fyrir þessum breytingum.  En þessir nýju eigendur eru ekki að taka yfir þessa banka af góðmennsku, heldur til að verja sína hagsmuni og hætt er við að aukin harka færist í alla innheimtu hjá þessum bönkum.  Það verður því ekki aðild að ESB, sem mun hleypa erlendum aðilum í okkar sjávarútveg, heldur er það bein afleiðing af einkavæðingu bankanna á sínum tíma sem var eins vitlaus og hægt var að hafa hana.  En eftir situr aumingja Landsbankinn, sem enginn vill eiga vegna Icesave-ruglsins.  Alla ábyrgð á þessu bera þeir síamstvíburarnir, sem heita;

Davíð og Halldór.


Óunnin fiskur

Á síðasta fiskveiðiári var fluttur út óunninn afli á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og gámum að verðmæti 17,8 milljarðar króna. Verðmæti útflutts óunnins afla jókst því um 45,5% á milli fiskveiðiára en útflutt magn jókst úr 56.548 tonnum í 59.349 tonn eða um 5%.

Við stöndum okkur mjög vel í að skapa atvinnu fyrir Breta og Þjóðverja með því að færa þeim stöðugt meiri fisk til að vinna.  Það vaknar líka sú spurning, hvers vegna við leyfum ekki Bretum og þjóðverjum að veiða þennan fisk sjálfir í okkar landhelgi og spörum þá okkur þann kostnað, sem veiðunum fylgir.  Annars er ég þeirra skoðunar að allur fiskur verði seldur á innlendum fiskmörkuðum og þar gætu þá erlendar þjóðir boðið í og þyrfti þá að greiða þann kostnað sem er vegna flutnings á fiskinum til Breta í dag.  En í núverandi ástandi bera íslenskar útgerðir allan kostnað við að koma fiskinum á erlenda markaði.


mbl.is Útflutningsverðmæti 45% meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaðarráðherra

Stjórn Samtaka Ungra bænda, fagnar því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi skipað vinnuhóp til að fjalla um breytingar sem verði á eignarhaldi bújarðar vegna bankahrunsins. Þá fagna samtökin að vilji sé fyrir hendi til að tryggja að jarðir fari ekki úr landbúnaðarnotkun og leitast sé við að tryggja áframhaldandi búsetur á þeim.

Ég hef aldrei skilið þá afstöðu bænda að allar jarðir þurfi að vera í landbúnaðarnotkun. því að sögn bænda er landbúnaður sú atvinnugrein sem erfiðast er að stunda og flestir bændur í miklu skuldabasli.  Það eru mörg dæmi þess að fólk hafi keypt eyðijarðir og byggt þær glæsilega upp og dvelji þar flest sumur.  Þannig hefur þetta fólk stutt við byggð í landbúnaðarhéruðum og gert búsetu bænda auðveldari.  Þetta fólk er yfirleitt í fararbroddi við að berjast fyrir samgöngubótum og öðru, sem gerir lífið í sveitum landsins auðveldara.  Hér í Arnarfirði eru t.d. 5-10 jarði, sem komnar voru í eyði en hafa nú verið byggðar upp og í stað niðurníddra húsa eru komin glæsileg mannvirki á þessum jörðum og mikið hlýtur að vera skemmtilegra fyrir ferðafólk, sem er að ferðast um landið að sjá hvað mikil breyting hefur orðið víða. Ef nú á að fara að skylda þetta fólk til að vera með búskap fara allar þessar jarðir í fyrra horf á nokkrum árum.  Hvernig sem litið er á málið getur það ekki verið neinum bændum til hagsbóta að svo verði.


mbl.is Fagna aðgerðum landbúnaðarráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1

Hagnaður af rekstri N1 fyrir skatta nam 923 milljónum fyrir skatta fyrstu tíu mánuði ársins samanborið við rúmlega 2,1 milljarðs tap á sama tímabili í fyrra.

Þetta er mikill viðsnúningur í rekstri hjá þessu fyrirtæki.  En auðvitað er hann til kominn vegna að flest olíufélögin hafa hækkað sína álagningu í skjóli hækkunar hjá ríkinu á bensín- og olíugjaldi.Þeir ættu nú að sjá sóma sinn í að láta verulegan hluta af hagnaðinum renna til Fjölskylduhjálpar Íslands.


mbl.is Hagnaður hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskylduhjálp Íslands

Fjölskyldhjálp Íslands biðlar til þjóðarinnar um aðstoð fyrir jólin. Fram kemur í tilkynningu að matarkistur og skápar Fjölskylduhjálparinnar séu tómar.

Þar kom að því að allt tæmdist hjá þessari stofnun.  Ég er einn af þeim sem hef þurft að fá aðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir hver jól.  Ég hef gert það vegna þess að ég hef ekki átt til peninga fyrir mat um jólin.  En ekki eins og Davíð Oddsson komst svo ósmekklega að orði á sínum tíma, þegar hann sagði;

Fólk leitar til Fjölskylduhjálpar Íslands vegna þess að þar er allt ókeypis.


mbl.is Matarkistur Fjölskylduhjálparinnar tómar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband