Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Vatn

Við getum lifað af stríð og hörmungar en án ómengaðs vatns lifir enginn nema í 1-3 daga, sagði Nelson Mandela á sínum tíma.

Ég var að horfa á mjög fróðlegan þátt í sjónvarpinu í gærkvöldi, sem fjallaði um vatn.  Þar kom fram að vatn er að verða verðmætari en olía í heiminum og mikil barátta er um vatnið.  Einnig var farið vel yfir hvernig mörg stórfyrirtæki hafa með aðstoð frá Alþjóðabankanum og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, náð yfirráðum yfir vatni í mörgum ríkjum og rústað þar með öllum möguleikum íbúa til að bjarga sér.  Í Brasilíu setti AGS það sem skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð að stórfyrirtæki frá Bandaríkjunum fengju öll vatnsréttindi landsins afhent án nokkurrar greiðslu.  Víða í Bandaríkjunum hafa þessi stóru vatnsfyrirtæki farið inn á landbúnaðarsvæði og keypt í mesta lagi einhvern lítinn landskika og bora síðan eftir vatni og dæla upp í stórum stíl, sem hefur síðan orsakað að flestir bændur á svæðinu misstu sitt vatn.  Síðan er þessu vatni dælt á vatnsflutningabíla og að lokum átappað á flöskur til sölu í verslunum, með stórhagnaði. En svæðið þar sem vatnið var tekið breytist í forarsvað með tilheyrandi mengun.  Einnig voru sýndar myndir fá Indlandi, þar sem fólk hefur öldum saman búið við ómengað vatn og hefur getað stundað ýmiskonar landbúnað.  En þá komu stóru vatnsfyrirtækin og rústuðu öllu, það sama hefur líka skeð víða í Afríku.  Þessi fyrirtæki koma og hirða vatnið og skilja síðan allt eftir í rúst.  Víða í löndum Asíu og Afríku hafa þessi fyrirtæki komið upp stöðum, þar sem fólk getur fengið að kaupa sér vatn til neyslu.  En fátæktin er slík að margir hafa ekki efni á að kaupa vatnið og verða því að sætta sig við að notast við mengað vatn, sem safnað er saman af þökum húsa þegar rignir og veikjast vegna þess.  Það er talið að í hinum fátækari hluta heimsins deyi yfir 70 þúsund börn árlega fyrir 5 ára aldur vegna notkunar á menguðu vatni.  Nú hefur hinsvegar indverskur hugvitsmaður stofnað samtök til að berjast gegn þessari þróun og hefur hannað tæki, sem notar útfjólubláu geisla sólarinnar til að drepa alla sýkla í vatninu.  Þetta hefur nú víða verið sett upp í löndum Asíu og Afríku og þar sem slík tæki eru sett upp fá nú loksins hinir fátæku ókeypis vatn til notkunar.  En þessi samtök óttast mikið að hin stóru vatnsfyrirtæki stoppi þetta, þar sem þau hafa víða keypt öll vatnsréttindi í mörgum þessara landa.  Það var einnig sýnd mynd frá Bandaríkjunum af hjónum á veitingarstað, sem pöntuðu sér vatn í flöskum með matnum og síðan sást þjóninn fara út í bakgarð og láta þar kranavatn renna í flösku með áletrun að um ómengað vatn væri að ræða og bar síðan á borð fyrir hjónin.  Einnig var sýnd athyglisverð hringrás vatnsins hjá venjulegum Bandaríkjamanni.  Hann fer í sturtu í menguðu vatni, sem samt skaðar húðina, en vatn til að drekka kaupir hann á dýru verði í næstu verslun, síðan pissar hann þessu vatni í klósettið og það fer sömu leið og baðvatnið og sú leið er í gegnum hreinsikerfi þess vatnsfyrirtækis sem sér um vatnið á viðkomandi svæði og er síðan sett aftur inn í vatnskerfið og notað á ný.  Það eru allir möguleikar nýttir til að græða á.  Ekki nota þessi fyrirtæki geislatæknina til að hreinsa vatni, heldur nota síur til að tala mesta viðbjóðinn úr vatninu og er það því jafn mengað og áður.  Þessi geislahreinsitæki eru nokkuð dýr og því tíma þessi fyrirtæki ekki að nota þau.  Ég var á sínum tíma einn vetur verkstjóri í rækjuvinnslu á Brjánslæk á Barðaströnd.  Þar var allt vatn til verksmiðjunnar sótt langt upp í fjallshlíð og á því svæði gekk laus þó nokkuð af sauðfé á sumrin og skildu auðvitað eftir sig úrgang, sem með rigningarvatni rann í sama lækinn og vatnið var tekið úr.  Var því hótað að loka verksmiðjunni því að í vatnssýnum frá verksmiðjunni mældust alltaf saurgerlar, þótt að mikið síukerfi hafi verið á vatnsinntakinu.  Þá keypti eigandi verksmiðjunnar, Eiríkur Böðvarsson frá Ísafirði, eitt svona geislatæki til að hreinsa vatnið og þegar ég hafði sent fyrsta vatnssýnið í rannsókn var hringt í mig frá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins og spurt hvar í ósköpunum við fengjum þetta vatn, því þeir höfðu aldrei fengið áður vatn til skoðunar sem væri nánast eins og sótthreinsað, ekki ein einasta sýking væri í okkar vatni.  Fyrst einstaklingur sem rak litla rækjuverksmiðju nánast út í sveit gat keypt slíkt tæki ættu þessir milljarða vatnsrisar að geta það, en peningagræðgin er slík að þeir hafa engan áhuga.

Á Íslandi var mikið deilt um lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lagði fram á þingi en þar var gert ráð fyrir að einkavæða vatnið á Íslandi og heimila að stofna eignarhaldsfélög til að kaupa vatnsréttindi og feta þar með í fótspor Bandaríkjanna og þessi umræða endaði þannig að lögin voru samþykkt.  En um leið og Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar beitti hún sér fyrir því að þessum lögum var breytt og er í dag ekki heimilt að stofna félög til að eignast vatnsréttindin á Íslandi og allir landsmenn hafa jafnan aðgang að ókeypis vatni.  Hinsvegar eru möguleikar Íslands miklir hvað varðar útflutning á fersku vatni og í dag erum við að flytja út mikið vatn í flöskum.  En þar sem hin stóru vatnsfyrirtæki heimsins hafa beitt blekkingum við sölu á hreinu vatni, er markaðssetning erfið því þessir risar ráða nær öllu og fólk er hætt að treysta því að vatn á flöskum sé ómengað.  Þannig að útflutningur á vatni verður alltaf frekar smár i sniðum, því ættum bið íslendingar að kaupa nokkur tankskip sem væru svona 300-500 þúsund að stærð og flytja vatnið þannig út og koma á svipuðu fyrirkomulagi og er með olíuna að þetta vatn væri selt hæstbjóðanda. Þá yrði hver farmur seldur á nokkra milljarða og á hverju ári gætum við náð okkur í mörg hundruð milljarða króna gjaldeyristekjur.Eftirfarandi er álit Sameinuðu Þjóðanna á vatni;

Einkavæðing á vatni er glæpur.

 


Prófkjör

Sigrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og sölu- og þjónustufulltrúi hjá ÍsAm á Norðurlandi býður sig fram í 2 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer 30. janúar 2010.

Hvað metnaðarleysi er þetta hjá þessari konu.  Hún ætti auðvitað að sækjast eftir 1. sætinu, nema að þar sé önnur kona fyrir.  En ef það er karl á hún auðvitað að berjast um 1. sæti listans og ná því.

En nú fer að hellast yfir prófkjörsbarátta hjá flestum flokkum um allt land með tilheyrandi kostnaði, sem fólk ræður auðvitað ekkert við að greiða og verður því að ganga um betlandi peninga hjá fyrirtækjum og stofnunum.


mbl.is Sigrún býður sig fram hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Við erum orðin,

mjög svöng.

(Alþingi)


Gömul kona

Norsk kona á sjötugsaldri er komin í mikil vandræði vegna hlutabréfa sem sonur hennar keypti í klámfyrirtækinu Private Media Group, en sonurinn fékk móður sína til að vera ábyrgðarmaður. Málið tengist verðbréfafyrirtæki Glitnis í Noregi sem fjármagnaði kaupin.

Slóð Glitnis í fjármálaheiminum skilur víða eftir sig mikil sár.  Meira að segja gömul kelling í Noregi er í stór vandræðum.  Það er þó huggun harmi gegn að þetta verður allt upplýst um ábyrgð hvers og eins í bankahruninu, eftir 80 ár og þá verða allar sakir löngu fyrndar og flestir þeirra sem ábyrgðina bera komnir til andskotans.


mbl.is Þarf að greiða milljónatap sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðaskipti

Til nokkurra orðaskipta kom milli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, og þingmanna stjórnarandstöðunnar, vegna ummæla, sem Steingrímur viðhafði fyrr í vikunni um að sumar ástæður þess að Icesave-málið verði að klára sem fyrst séu þess eðlis að ekki hægt sé að greina frá þeim á Alþingi.

Hvernig er hægt að ætlast til að Alþingi geti afgreitt þetta ómerkilega frumvarp ef ekki er hægt að greina frá öllum atriðum, sem málið varðar.  Þetta svokallaða Icesave-mál er eitt klúður frá upphafi til enda.  Reyndar er enginn endir kominn og er málið farið að líkjast Framsókn að vera opið báða enda og engar líkur til að nokkurn tíma fáist botn í þetta mál.

Það á að hætta að ræða um þessa andskotans vitleysu


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjár Einn

Um 18.000 heimili hafa verið skráð í áskrift Skjás Eins, en stöðin breyttist í áskriftarstöð í síðasta mánuði. Fram kemur í tilkynningu að áskriftarsöfnun hafi gengið vonum framar og að ákveðið hafi verið að verðlauna tuttuguþúsundasta áskrifandann.

Þetta er nokkuð gott hjá þessari nýju áskriftarstöð og vonandi verður þetta henni til bjargar, því aukin samkeppni á þessum markaði kemur öllum vel.  Ég ætla hinsvegar að láta mér nægja að hafa RÚV og Stöð2, því fjárhagurinn leyfir ekki meira, einnig neyddist ég til að segja upp áskrift að Morgunblaðinu, því ég er annars flokks þegn í þessu landi, sem öryrki.  Annars vekur það furðu mína þessi stöðugi hallarekstur á RÚV og aumingja Útvarpsstjórinn hann Páll Magnússon fær ekki nema 1,5 milljónir í laun á mánuði, afnot af 10 milljóna króna jeppa og verður að drýgja tekjur sínar með fréttalestri, gegn smá þóknun.  Annars er það athugunarvert að Stöð2 slær RÚV algerlega út þegar kemur að innlendri dagskrárgerð, sem á að vera verulegur hluti af starfsemi RÚV.  En kannski vænkast hagur RÚV þegar búið er að leggja nefskatt á bæði menn og dýr til að halda RÚV gangandi.  Það hlýtur að vera brot á jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar að leggja aðeins nefskatt á hesta en ekki á alla ketti,hunda,rollur og kýr. Ef þessi dýr yrðu öll látin borga nefskatt þá yrði RÚV sennilega hallalaust í framtíðinni.


mbl.is 18 þúsund áskrifendur hjá Skjá Einum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu vextir í heiminum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að þau vaxtakjör, sem miðað er við í samningunum við Breta og Hollendinga um Icesace-skuldbindingarnar, séu þau bestu sem eru í boði eru í lánasamningum milli ríkja.

Ég þykist vita að Steingrímur J. Sigfússon er einn best gefni maðurinn á Alþingi, en með þessari yfirlýsingu er hann að skjóta sig illa í fótinn, ef hann heldur að einhver trúi þessu kjaftæði.  Annars skipta vextirnir á þessu láni engu máli.  Því við munum ALDREI geta greitt hvorki vexti eða höfuðstól þessara lána.

Ef við ætlum að ná hagstæðum samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave, eigum við að skipa nýja samninganefnd og í henni eiga að vera allir fyrrum bankastjórar gömlu bankanna þriggja.  Það eru menn sem kunna svona samningatækni vel og hika ekki við að ljúga og svíkja ef á þarf að halda.  Þeim mun örugglega takast að snúa dæminu við og kjafta Breta og Hollendinga upp úr skónum og fá þá til að trúa að  þessar þjóðir beri alla ábyrgð á Icesave og hætti að gera kröfur á Ísland.  

Það þarf glæpamenn til að semja við glæpamenn.


mbl.is Hagstæðustu kjör sem fást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarnefnd Alþingis

Nú mun vera stutt í að Rannsóknarnefnd Alþingis, skili sinni skýrslu og hafa margir beðið með eftirvæntingu þegar hún verður birt.  En þá kemur allt í einu fram frumvarp á Alþingi um að þessi skýrsla sé svo mikið trúnaðarmál að aðeins verði birt úr henni almennar upplýsingar, sem engu máli skipta og allir vita nú þegar.  Allt annað í skýrslunni á að varðveita dulkóðað í Þjóðskjalasafni Íslands í 80 ár.  Því er borið við að í skýrslunni sé svo mikið af upplýsingum um fjármál og glæpsamleg atriði varðandi bankahrunið að ekki er talið óhætt að birta það fyrr en eftir 80 ár svo öruggt verði að allir þeir sem voru þess valdandi að allt bankakerfið hrundi verði dauðir þegar leyndinni verður aflétt.  Þarna ætlar Alþingi að ákveða í eitt skipti fyrir öll að enginn verði dregin til ábyrgðar hvað varðar hrunið og verður örugglega mjög breið pólitísk samstaða á Alþingi um þetta frumvarp.  Til hvers var þá verið að eyða mörg hundruð milljónum í að stofna embætti sérstaks saksóknara og fá Evu Joly til að rannsaka þetta mikla hrun ef ekkert á að gera fyrr en eftir 80 ár.  Þarna er greinilega bland í poka af pólitískri spillingu.  Þegar leyndinni verður síðan aflétt verður mikil veisla í Helvíti þar sem sakamennirnir í þessu máli hlæja með Andskotanum í tilefni dagsins. 

Hvað er verið að fela með þessari leynd?


Bankakerfið

Nú þegar skilanefnd Kaupþings hefur ákveðið að eignast 87% hlut í Arion er eignarhald á viðskiptabönkunum þremur nokkurn veginn komið á hreint. Skilanefnd Glitnis hefur áður ákveðið að eignast 95% hlut í Íslandsbanka og samkomulag ríkisins og skilanefndar Landsbankans gerir ráð fyrir því að skilanefndin eignist allt að 20% í Nýja Landsbankanum.

Af hverju er alltaf talað um að skilanefndir bankanna séu að kaupa eða selja eitthvað sem varðar þessa þrjá banka.  Eru skilanefefndirnar ekki bara nefndir stofnaðar af ríkinu til að sjá um skil og uppgjör gömlu bankanna.  Fyrir hvaða peninga eru þessar skilanefndir að kaupa hluti í nýju bönkunum?  Eru það ekki kröfuhafar, sem eru að breyta sínum kröfum í hlutabréf í nýju bönkunum.  Er ekki betra að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.  Því nú hljóta þessar skilanefndir að verða lagðar niður, eða verða til  áfram.  Ég held að þessi orðaleikur sé gerður til þess að réttlæta allar þær greiðslur sem þeir menn sem í þessum nefndum sitja fá greitt frá ríkinu.


mbl.is Línur að skýrast í bankakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúðarráðstöfun

Alls ekki er víst að verktakafyrirtækið KNH þurfi raunverulega að segja allt að 60 starfsmönnum upp eins og sagt hefur verið frá í fréttum. Fram kom í máli Kristjáns L. Möller samgönguráðherra á Alþingi í morgun, að hann hefði átt fund með forsvarsmanni fyrirtækisins í gær.

Þetta er skynsamlegt hjá þessu verktakafyrirtæki KNH, að halda ekki óbreyttri starfsemi áfram þar til allt er komið í þrot eins og svo fjöldi annarra fyrirtækja í  þessum verktakageira hefur gert.  Gjaldþrot á gjaldþrot ofan.

Þeir sem stýra þessu fyrirtæki eru mjög glöggir stjórnendur og hafa verið alveg ótrúlega duglegir að afla fyrirtækinu verkefna víða um land.  Enda er þetta Vestfirskt fyrirtæki með að setur á Ísafirði og sýnir vel hvað Vestfirðingar eru hæfari til að stjórna fyrirtækjum en víð annars staðar á landinu. 

Við sem búum á Vestfjörðum erum stolt af KNH.


mbl.is Uppsagnir KNH varúðarráðstöfun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband