Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Hæsti skattur í heimi

Hvergi í heiminum verður hærri virðisaukaskattur en hér á landi verði tillögur sem meirihlutinn í efnahags- og skattanefnd Alþingis lagði fram í gærkvöldi að veruleika.

Þetta frumvarp verður samþykkt. En flækjustig þess er svo mikið að undanskot frá skattinum verða auðveldari.  Því mun 25,5% virðisaukaskattur litlu meira skila í ríkissjóð en þessi skattur gerir núna.

En Ísland eignast heimsmet.


mbl.is Heimsins hæsti skattur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

365-miðlar

Hlutafé 365 miðla er verðlaust samkvæmt verðmati sem unnið var fyrir þrotabú Fons. Fons var áður í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar, en félagið átti 26,12% hlut í Rauðsól ehf., sem keypti fjölmiðlahluta 365 miðla í nóvember á síðasta ári.

 

Hlutabréf verða aldrei verðlaus á meðan einhver vill kaupa þau.  Í þessu tilfelli keypti Jón Ásgeir allt hlutaféð og greiddi nokkra milljarða fyrir.  Þannig að þá voru þessi bréf ekki verðlaus, hvað sem líður verðmati á eignum Fons.


mbl.is Hlutabréf í 365 einskis virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Ég skulda 45 milljarða og

á ekki til krónu.

(Björgólfur Thor Björgólfsson)


Vestmannaeyjar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Er þar gert ráð fyrir að A-hluti sveitarsjóðs skili afgangi upp á rúmar 132 milljónir en þegar búið sé að taka tillit til reksturs B-hluta stofnana sé gert ráð fyrir að samanlagður afgangur verði upp á rúmar 14 milljónir króna.

Þetta er bara nokkuð gott hjá þeim í Eyjum, miðað við önnur sveitarfélög, sem flest berjast í bökkum við að láta enda ná saman.


mbl.is Gert ráð fyrir afgangi í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklaus í fangelsi

Bandarískum karlmanni hefur verið sleppt úr fangelsi eftir að DNA-próf sýndi fram á hann hann væri saklaus. Hann var dæmdur í fangelsi árið 1974. Enginn hefur setið jafn lengi saklaus á bak við lás og slá og verið síðan sleppt.

Bandarískt réttarkerfi hefur aldrei verið merkilegt eins og þetta dæmi sannar.  En ætli maðurinn fái einhverjar bætur fyrir að hafa setið í 35 ár saklaus í fangelsi.


mbl.is Sat saklaus í fangelsi í 35 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir ferðamenn

Alls höfðu 91% erlendra ferðamanna í Reykjavík góða eða frábæra reynslu af borginni á liðnu sumri. 94% aðspurðra sögðust einnig myndu mæla með Reykjavík við aðra.

Auðvitað er gott að vera erlendur ferðamaður í Reykjavík í dag.  Íslenska krónan í frjálsu falli og ferðamennirnir fá mikið fyrir sinn gjaldeyrir.


mbl.is Ánægðir ferðamenn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisn bankanna

Endurreisn íslensku viðskiptabankanna er formlega lokið, samkvæmt fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneyti. Gengið hefur verið frá samningum, á milli íslenskra stjórnvalda og nýju bankanna, annars vegar, og skilanefnda hins vegar, um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr gömlu bönkunum í þá nýju.

Þá er því lokið að endurreisa bankanna.  Svo nú geta þeir farið aftur að lána vinum og kunningjum og farið síðan á hausinn aftur.

Vel að verki staðið.


mbl.is Endurreisn bankanna lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni löggæsla

Stjórn Lögreglufélags Suðurlands segist óttast afleiðingar þess mikla niðurskurðar, sem boðaður sé á næsta ári og boðuð fækkun lögreglumanna í Árnessýslu úr 5 lögreglumönnum í 4 á vakt komi niður á starfsöryggi þeirra svo ekki sé talað um öryggi íbúa og gesta sýslunnar.

Það er full ástæða til að óttast þennan niðurskurð.  Því ef fram fer, sem horfir verður hér blóðug bylting innan fárra mánaða.  Það eru flestir Íslendingar búnir að fá upp í kok af yfirlýsingum stjórnvalda, sem ekkert er að marka og verður:

ALDREI NEITT AÐ MARKA.


mbl.is Óttast áhrif niðurskurðar á löggæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfjakostnaður

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna ákveðinna öndunarfæralyfja breytist 1. janúar 2010. Breytingin felur í sér að ódýrustu innúðalyfin til meðferðar við astma og langvinnri lungnateppu verða með almenna greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Er markmiðið að spara 2-300 milljóna króna útgjöld sjúkratrygginga.

Þarna er verið að gera hóp af sjúklingum að tilraunadýrum, með því að nota aðeins ódýrustu lyfin við þeirra sjúkdómum.  Það er enginn vandi að spara í heilbrigðiskerfinu, með því að velta sífellt hærri kostnaði yfir á sjúklinganna.


mbl.is Greiðsluþátttaka í öndunarlyfjum breytist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán frá ESB

Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eru með í athugun hugsanlegt lán frá Evrópusambandinu, sem boðin hafa verið nokkrum ríkjum, sem sótt hafa um aðild að sambandinu, og öðrum nágrannaríkjum.

Við fáum ekkert lán frá ESB eða öðrum löndum fyrr en Icesave-málið er til lykta leitt og öruggar greiðslur tryggðar.

Því miður Össur.


mbl.is Lán frá ESB í athugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband