Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Minni losun

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hélt í nótt ræðu fyrir Íslands hönd á loftslagsráðstefnu SÞ. Hún sagði að í samvinnu við ESB myndi Ísland vinna að markmiði um að minnka losun um allt að 30% til 2020, miðað við 1990, að því gefnu að metnaðarfullt alþjóðlegt samkomulag í loftslagsmálum náist.

Hvers konar andskotans kjaftæði er í umhverfisráðherra.  Hver hefur veitt henni umboð til að fullyrða svona út í loftið.  30% minni losun fyrir árið 2020 og það í samvinnu við ESB, sem ráðherrann vill ekkert með hafa.  Bara stórhvalir á Íslandsmiðum blása menguðum útblæstri út í umhverfið, sem er meira en fyrirhuguð lækkun umhverfisráðherra.  Við verðu því að byrja á að drepa þá alla til að vernda umhverfið.  Svona yfirlýsingar eru hreint bull út í loftið og skila engu.  Á þessari ráðstefnu var mikið rætt um græna orku, en hvað er græn orka?  Hefur einhver séð græna orku t.d. í rafmagnsleiðslum. Það er betra að sitja heima en mæta á svona ráðstefnu og segja eintómt innihaldslaust kjaftæði. 

GRÆN ORKA ER EKKI TIL.


mbl.is Ísland minnki losun um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmerkingar

Fulltrúar Neytendastofu fóru nýverið í eftirlitsferð um Kringluna, Smáralind og miðbæinn til að kanna verðmerkingar í verslunum og gluggum þeirra. Reyndist verðmerkingum hafa hrakað í verslunarmiðstöðvunum og var verðmerkingum í sýningargluggum ábótavant víða í miðbænum.

Verðmerkingar á vöru er hlutur, sem hver kaupmaður verður að passa.  Það er alltof algengt að mikill munur sé á hilluverði og verði við kassann.  Oft er ákveðin vara auglýst á einhverju verði og tekið fram að ákveðin afsláttur sé við kassann 20-50% en fæstir athuga hvort sá afsláttur er í raun veittur.  Það er alltof algengt að fólk vill ekki fá afgreiðslustrimil úr kassanum og biður um að honum sé hent.  Það geta engir nema neytendur fylgst með því að verðmerkingar séu í lagi.


mbl.is Verðmerkingum víða ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Allir bankamenn voru heiðarlegir,

Þar til annað kom í ljós.

(Saksóknari)


Gjaldþrot

Þúsundir ferðamanna eru nú strandaglópar eftir að stærsta flugfélag Skotlands, Flyglobespan, varð gjaldrota. Systurfélag þess, Globespan, fór í kjölfarið í greiðslustöðvun og var öllum flugferðum þess aflýst og 800 manns misstu vinnuna.

Það er víðar en á Íslandi, sem fyrirtæki verða gjaldþrota í stórum stíl, með tilheyrandi afleiðingum.  Okkar stærsta flugfélag Icelandair er haldið gangandi vegna þess að ríkið er þar stærsti eigandinn.


mbl.is Strandaglópar eftir gjaldþrot flugfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær ekki dvalarleyfi

Það var merkileg frétt í sjónvarpinu í gær.  En þar sagði frá konu, sem vísa á úr landi á þeim forsendum að hún geti ekki framleitt sér og sínu barni.  Samt er konan búin að vinna í nokkur ár í þvottahúsi ríkisspítalana á lámarkslaunum.  Nú virðist komin sú regla að miða við tekjur eftir skatt þegar reiknað er út hvað hver og einn þarf til framfærslu sér og sínum. 

Því virðist augljóst að við öryrkjar verðum allir reknir úr landi.


Stór orð

Birgitta Jónsdóttir þingmaður spurði um siðferðismörk iðnaðarráðherra og hvort hún teldi eðlilegt að veita fyrirtæki í 40% eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrirgreiðslu vegna gagnvers. Eins hvort ekki væri eðlilegt að hann skilaði fyrst þýfinu sem horfið hafi af Icesave-reikningum sem hann hafi borið beina ábyrgð á.

Hvað veit Birgitta um hvort Björgólfur Thor, hafi stolið peningum af Ivesave-reikningum Landsbankans.  Það var engum peningum stolið af Icesave-reikningunum, heldur voru þeir nýttir til lánveitinga, sem ekki fengust greiddir til baka.  Ég tel ákvörðun iðnaðarráðherra mjög eðlilega til að auk atvinnu á Suðurnesjum, með byggingu gagnavers.  Er ekki alltaf verið að heimta að auðmenn Íslands komi og taki þátt í því endurreisnarstarfi, sem fram undan er á Íslandi.  Björgólfur Thor hefur ekki verið fundin sekur um neitt hvað varðar Landsbankann og á því fullan rétt á að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi.

Það er enginn sekur fyrr en sekt er sönnuð.


mbl.is „Hvar liggja siðferðismörk ráðherra?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur

Hæstiréttur vísaði í gær frá máli japanska bankans Bank of Tokyo Mitsubishi UFJ, gegn Kaupþingi en japanski bankinn kærði úrskurð héraðsdóms þar sem vísað var frá dómi beiðni dómstóls í Bandaríkjunum um öflun sönnunargagna vegna erlends einkamáls þar sem japanski bankinn stefndi Kaupþingi.

Ég verð nú að viðurkenna að ég skil þetta mál ekki alveg.  Er Hæstiréttur að vísa frá máli japanska bankans gen Kaupþingi eða er hann að vísa frá beiðni dómstóls í Bandaríkjunum um öflun sönnunargagna í þessu máli.


mbl.is Hæstiréttur vísar frá máli banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, verður ekki yfirmaður embættis hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem berst gegn mansali. Tilkynnt verður um þetta innan ÖSe með formlegum hætti í Vín í Austurríki í dag, þar sem stofnunin hefur aðsetur.

Hvað gerir Ingibjörg Sólrún nú?

Ætli Össur geti ekki fundið fyrir hana sendiherrastöðu einhverstaðar.


mbl.is Ingibjörg Sólrún varð ekki fyrir valinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskaland

Ég sá í færslulistanum hjá mér fyrir nokkrum dögum að einhver var að skrifa um að Þýskaland væri enn að greiða stríðsskaðabætur frá fyrri heimstyrjöldinni.  En áður en ég gat gert athugasemd við þá færslu var hún horfinn og því skrifa ég þetta núna.  Þegar Hitler komst til valda í Þýskalandi var það eitt af hans fyrstu verkum að hætta greiðslu þessara bóta, sem hann taldi mjög ósanngjarnar.  Mér er ekki kunnugt um að síðan þá hafi Þýskaland greitt stríðsskaðbætur.

Álftanes

Borgarafundur verður haldinn í íþróttahúsinu á Álftanesi í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20, en ekki annað kvöld eins og missagt er í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er skýrsla um rannsókn á fjárreiðum sveitarfélagsins sem unnið var fyrir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Þeim gengur illa að skilja að sveitarfélagið Álftanes er gjaldþrota og ekkert annað eftir en setja sveitarstjórnina af og skipa tilsjónamenn með fjármálum þess.  Ég held að íbúar á Álftanesi ættu að þiggja boð Garðabæjar um sameiningu við Garðabæ.


mbl.is Fundur á Álftanesi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband