Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Læknar flýja land

Eitt lén í Svíþjóð óskaði eftir þrjátíu sérfræðingum í heimilislækningum til starfa. Einnig vantaði 330 lækna á Gautaborgarsvæðinu í haust, í kjölfar breytinga á heilbrigðiskerfinu þar.

Læknar er sú stétt, sem auðveldast á með að fá vinnu hvar sem er í heiminum og sérstaklega á Norðurlöndunum.  Þar býðst þeim bæði hærri laun og betri vinnuaðstaða, en hér á landi.  Því munum við horfa á eftir nokkur hundruð læknum til starfa erlendis og þeir munu ALDEI koma til baka í eymdina hér á Íslandi, sem ekki mun lagast næstu áratugi.


mbl.is Af hverju ætti læknir að vinna á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innköllun veiðiheimilda

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum á að hefja innköllun veiðiheimilda þann 1. september 2010.  Þegar kemur síðan að endurúthlutun væri rétt að skipta landinu í svæði, sem væru eins og kjördæmi landsins.  Hvert fiskiskip fengi aflaheimildir af hluta hvers svæðis, en mætti síðan veiða hvar sem er við landið.  Síðan yrði skoðað hvað hvert svæði hefði gert mikil verðmæti úr sínum afla og aflaheimildir færðust á milli svæða eftir því, einnig yrði tekið tillit til atvinnusköpunar á hverju svæði.  Þótt ríkið leigði ekki hvert kíló nema á 50 krónur fengið ríkissjóður gífurlegar tekjur og yrði hallalaus mun fyrr en talið hefur verið til þessa.  Allar útgerðir ættu létt með að greiða þetta gjald, en þær sem eru svo skuldugar að þetta yrði þeim ómögulegt, þá væru þær útgerðir úr leik, því þær eru í raun gjaldþrota.  Allir þeir fjármunir sem fást með þessu leigufyrirkomulagi yrðu notaðir til að greiða skuldir ríkisins og skuldir útgerðarinnar, sem hún mun ALDREI geta greitt af sínum rekstri.  Einnig mætti hugsa sér að skipta fiskiskipum innan hvers svæðis í ákveðna flokka.  Fiskiskip, sem veiddi með króka mættu stunda frjálsar veiðar, ef þau væru ekki stærri en 30 brúttótonn.  En greiddu samt leigugjaldið.  Línutvöföldun yrði tekin upp aftur og fiskiskip með botntroll mætti ekki stunda veiðar á grynnra vatni en 200-300 faðma.  Frystitogarar yrðu að halda sig fyrir utan 50 sjómílur, enda lítið vit í að þeir séu að veiða á grunnslóð.  Dragnótaveiðar yrðu alfarið bannaðar inn á fjörðum.  Úthafsveiðar á rækju yrðu gefnar frjálsar, þar sem fáir vilja stunda þær, vegna olíukostnaðar og lítils verðs.

Hvað varðar uppsjávarflotann þá er málið talsvert flóknara, þar sem sérútbúin skip þarf til þeirra veiða.  En þar mætti einnig taka tillit til hvað hvert skip gerir mikil verðmæti úr sínum afla og bæta við aflaheimildum hjá þeim sem standa sig best.  Þarna yrði leigan líka að vera mun lægri eða 5-10 krónur á kíló. Veiðar á síld og loðnu með flottrolli yrði bönnuð  Allur úrgangur sem til fellur hjá hverju fiskiskipi yrði hakkaður niður og dreift í sjóinn aftur inn á fjörðum og yrði þar með orðinn að æti fyrir fiskinn, sem heldur sig þar, sem er mest smáfiskur.  Með þessu fyrirkomulagi fengjum við mest útflutningsverðmæti frá okkar fiskveiðiauðlind.

Auðvitað mun grátkór LÍÚ fara að syngja við slíkar breytingar.  Því þeir vilja engu breyta frá núverandi kerfi. En okkur ber skylda til að taka;

Þjóðarhag fram yfir hagsmuni LÍÚ.


Spakmæli dagsins

Þessi mikli niðurskurður mun,

hvergi koma fram.

(Hanna Birna borgarstjóri.)


Á flótta

Herskáir grænfriðungar segjast nú vera á hálfgerðum flótta undan japönskum gæsluskipum á milli ísjaka nærri Suðurskautinu, í kjölfar fyrstu skæra þeirra við japanska hvalveiðimenn í upphafi veiðitímabilsins.

Þeim er andskotans nær að vera að trufla Japani við hvalveiðar sínar.  Ekki vorkenni ég þessum hryðjuverkamönnum, sem grænfriðungar eru með réttu.


mbl.is Japanir í eltingaleik við grænfriðunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hús til sölu

Fasteignasalan Eignamiðlun auglýsir í dag nýuppgert hús við Grandagarð 8 í Örfirisey til sölu. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar, segir ekki mikið af góðu atvinnuhúsnæði á lausu á höfuðborgarsvæðinu og því sé þetta svolítið sérstakt.

Hvað er svona sérstakt við að atvinnuhús sé til sölu í Reykjavík.  Er ekki mörg þúsund fermetrar af nýbyggðu atvinnuhúsnæði til sölu í Reykjavík og annað eins hálfbyggt.


mbl.is Hús við höfn til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannstöngull

Tannstöngull úr fílabeini og gulli, sem var í eigu breska rithöfundarins Charles Dickens, var sleginn á 9.150 dali (um 1,2 milljónir kr.) á uppboði í New York í gær.

1,2 milljónir fyrir einn tanstönkul, er hreint og klárt rugl.  Sá sem keypti hlýtur að eiga of mikið af peningum og er í vandræðum með að eyða þeim.


mbl.is Tannstöngull Dickens sleginn á milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnaðu maður

Tilkynnt var um vopnaðan mann í Bústaðahverfi í Reykjavík fyrir stundu. Hefur sérsveit lögreglunnar verið kölluð út og er búið að loka hluta Bústaðavegarins á meðan málið er rannsakað. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var einnig tilkynnt að skothvellur hefði heyrst.

Alltaf eru sömu lætin þegar einhver vopnaður maður sést á ferð.  En í flestum tilfellum er um saklausan atburð að ræða.


mbl.is Tilkynnt um vopnaðan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölvaðir ökumenn

Rúmlega fimm hundruð ökumenn voru stöðvaðir á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Átta ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér.

Ekki er þetta nú hátt hlutfall, aðeins 8 af 500 ökumönnum ölvaðir.  Nú eru hin svokölluðu jólaglögg í flestum fyrirtækjum að ná hámarki fyrir Jólin.


mbl.is Átta af 500 ökumönnum ölvaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álftanes

Tveir bæjarfulltrúar Á-listans á Álftanesi gera margvíslegar athugasemdir við skýrslu um fjármál sveitarfélagsins. Réttara sé að tala um að skuldir og skuldbindingar séu um fjórir milljarðar. Þá eigi sveitarfélagið lönd og lóðir sem megi selja á næstu árum fyrir tvo milljarða.

Sveitarfélagið Álftanes er gjaldþrota og tilgangslaust að berja höfðinu við steininn og segja það rangt.  Þótt sveitarfélagið eigi lóðir og lönd og meti á tvo milljarða.  Þá er staðreyndin sú að enginn kaupendur eru til að þessum löndum og lóðum og það sem enginn vill kaupa er í raun verðlaust.   Það er hægt að rekna allan andskotann til fjárs, sem í reynd er verðlaust.


mbl.is Gagnrýna skýrslu um Álftanes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymt að skila bók

Bók sem skilað var á bókasafnið í New Bedford í Massachusetts fyrr í þessari viku var ekki komin viku yfir skilafrest, mánuð eða ár. Nei, það var næstum því liðin heil öld síðan skila átti bókinni og sektin nam rúmlega 361 dollara eða 45 þúsund íslenskum krónum.

Þetta er frekar dýr leiga á einni bók, en taka verður tillit til þess að sá sem fékk bókina leigða var með hana í tæpa öld.

Betra er seint en aldrei.


mbl.is Bók skilað 99 árum of seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband