Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Íslensku bankarnir

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, upplýsti á Alþingi í dag að Ríkisendurskoðun telji að gera þurfi grein fyrir sölu hlutafjár ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár. Slík lög voru sett á Alþingi í gær en ekki var gerð grein fyrir þessu þar. Sagði Kristján Þór að bankarnir hefðu því verið afhentir í heimildarleysi.

Sé þetta rétt hjá Kristjáni er um grafalvarlegt mál að ræða.  Ef bankarnir voru seldir í heimildarleysi þá verður að bæta úr því án tafar, því ekki er æskilegt að íslenska ríkið eignist þessa banka aftur.


mbl.is Segir bankana selda í heimildarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-frumvarpið

Nú er hávær krafa um að ef Icesave-frumvarpið verður samþykkt á Alþingi, þá synji forsetinn staðfestingu þeirra laga og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Allir vita hvernig sú þjóðaratkvæðagreiðsla færi, frumvarpinu yrði hafnað.  Það vill ENGINN Íslendingur greiða þessa skuld, ekki einu sinni flutningsmenn frumvarpsins.  Þann 5. október var samþykkt að leita eftir samningum við Breta og Hollendinga varðandi þessa skuld og þeim þjóðum tilkynnt að það væri leiðin, sem Ísland vildi fara.  Síðan var skipuð samninganefnd, sem kom heim með samning um að greiða þessa skuld með skuldabréfi til 15 ára og með föstum vöxtum 6,5%.  Lánið átti að vera afborgunarlaust fyrstu 2 árin, þetta var gert í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.  Þegar núverandi stjórn tók við var aftur skipuð samninganefnd og hún kom heim með samning um að skuldin yrði greidd með skuldabréfi, sem væri með 5,5% föstum vöxtum og lánstíminn væri þar til að skuldin væri að fullu greidd , en afborgunarlaus fyrstu 7 árin.  Þetta þótti Sjálfstæðisflokknum alveg gjörsamlega ómögulegur samningur og fastir vextir kæmu sér illa fyrir Ísland.  En þessi sami flokkur var áður tilbúinn að samþykkja mun verri samning.  Nær allt sumarþingið fór í karp um Icesave og að lokum tókst að ná samkomulagi á Alþingi, en þá með miklum fyrirvörum, sem vitað var að Hollendingar og Bretar myndu aldrei sætta sig við.  Því er nú komið fram á Alþingi nýtt frumvarp, þar sem flestu þessum fyrirvörum er kastað út.  Allt tal um að þetta mál eigi að fara fyrir dómstóla til að fá úr því skorið hvort Íslandi beri lagaleg skylda til að greiða óreiðuskuldir Landsbanka íslands, er of seint því að með samþykkt sinni þann 5. október 2008 var ákveðið að fara EKKI dómstólaleiðina, heldur leita eftir samningum við Breta og Hollendinga.  Þannig að núverandi stjórn var bundinn af fyrri samþykktum Alþingis og er að reyna að gera sitt besta til að koma þessu máli í höfn.  En þá bregður svo við að þeir sem mesta ábyrgð bera, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn reyna að þvælast fyrir eins og hægt er.  Upphaf alls þessa vanda má rekja til einkavæðingu bankanna á sínum tíma.  Ef núverandi Icesave-frumvarp verður fellt þá verðum við aftur á byrjunarreit og óvíst að Bretar og Hollendingar vilji nokkuð semja við okkur aftur.  Það er að vísu rétt að Íslandi ber enginn lagaleg skylda til að greiða Icesave-skuldina.  En Íslandi ber lagaleg skylda til að sjá til þess að í Tryggingasjóði innistæðueigenda sé alltaf til nægt fjármagn til að greiða innistæðueigendum út lámarksupphæð, sem eru rúmar 20 þúsund evrur.  Samningurinn um Icesave er milliríkjasamningur og verður að skoða sem slíkan og á því ekkert erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sem gjamma nú hæst hafa áður gert milliríkjasamninga án þjóðaratkvæðagreiðslu og má þar nefna inngöngu í NATO, Samning um EES og þátttöku Íslands í stríðinu í Írak.  Fari svo að vil lendum aftur á byrjunarreit og Bretar og Hollendingar vilji ekki semja við okkur á ný, geta þeir auðveldlega sótt sína peninga til Íslands með valdi og geta hafið fiskveiðar í okkar landhelgi eins og þeim sýnist.  Land sem lýsir því yfir að það ætli ekki að standa við gerða milliríkjasamninga getur ekki varist því að þeir milliríkjasamningar, sem eru okkur hagstæðir standist fyrir alþjóðadómstólum.

Það er ekki bæði sleppt og haldið.


Spakmæli dagsins

Mafía er það og

Mafía skal það heita.

(Ólafur Jóhannesson fv. dómsmálaráðherra)


Fjárlögin

Annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk laust fyrir klukkan tvö í nótt en atkvæði verða greidd um einstakar greinar þess og breytingartillögur þegar þingfundur hefst á ný klukkan 10:30 í dag.

Það er talsvert skrýtið að nú á tímum niðurskurðar og sparnaðar, skuli koma tillögur frá fjárlaganefnd um að hækka ríkisútgjöld.  Það er langur listi um hin ýmsu verkefni, sem bætt er inn í fjárlögin og öll mætu þessi verkefni að skaðlausu bíða í nokkur ár.  Ég sá að verkefnið "Vestfirðir á miðöldum" á að fá nokkrar milljónir á næsta ári.  Í öllum okkar þrengingum skil ég ekki til hvers það er talið nauðsynlegt að kanna sérstaklega hvernig Vestfirðir á miðöldum voru.  Þeir sem lesið hafa söguna vita flestir að á miðöldum voru allir landshlutar ein allsherjar hörmungar.

Fátækt og eymd.


mbl.is Rætt um fjárlög fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selfoss

Vegagerðin hefur sent frummatsskýrslu um tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Tvær veglínur eru enn til skoðunar framhjá Selfossi, auk nýrra brúa.

Þótt umferðin í gegnum Selfoss verði ekki eins og áður eftir þessar breytingar.  Ættu íbúar á Selfossi að vera fegnir að hafa ekki alla þessa umferð í gegnum bæinn.  En þótt búið sé að gera frummatskýrslu þá er nokkuð öruggt að í þessar framkvæmdir verður ekki ráðist á næstu árum.


mbl.is Selfyssingar ekki lengur í alfaraleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málsókn

Bresk sveitar- og bæjarfélög hóta því að höfða mál gegn Glitini en sveitarfélögin óttast að fá ekki nema brot af því sem þau áttu inni á reikningum bankans þegar hann fór í þrot haustið 2008. Kröfur þeirra eru ekki metnar sem forgangskröfur í bú Glitnis en þær eru metnar sem forgangskröfur hjá Landsbankanum, samkvæmt frétt í Financial Times.

Auðvitað vilja þeir sem áttu peninga á reikningum hjá Glitnir fá þá til baka.  En það er óneitanlega skrýtið að þessar kröfur skuli ekki metnar, sem forgangskröfur hjá Glitnir á meðam hliðstæðar kröfur eru metnar, sem forgangskröfur hjá Landsbanka Íslands.


mbl.is Hóta Glitni lögsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Samtökin Nýtt Ísland skipuleggja friðsamleg mótmæli fyrir utan bílalána fyrirtækin alla þriðjudaga í vetur. Fyrstu mótmælin eru fyrirhuguð í dag klukkan 12 á hádegi og eru bíleigendur hvattir til að mæta og flauta í 3 mínútur fyrir utan hvert lánafyrirtæki.

Þetta mun ekki skila neinu frekar en önnur mótmæli.  Aðeins valda hávaða og óþægindum, sem bitna á blásaklausu fólki.


mbl.is Bílamótmæli boðuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör

Emil Örn Kristjánsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, en hann sækist eftir 6. sæti.

Þá fer prófkjörsbaráttan að byrja á fullu, með tilheyrandi kostnaði og látum.


mbl.is Sækist eftir 6. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldur

Hún var bara að baka smákökur fyrir jólin aumingja konan, þegar kviknaði í eldavélinni.  Þetta sýnir vel hvað það er hættulegt að baka smákökur.
mbl.is Kviknaði í jólakökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðustu bækurnar

Það dynja á landsmönnum stöðugar auglýsingar um nýjar bækur, sem hafa komið út nú fyrir jólin.  Nær hver einasta bók er auglýst þannig að um meistaraverk sé að ræða, sem ekki verði endurtekið.  Einnig má heyra að viðkomandi bók sé ein mesta spennusaga allra tíma.  Allar bækurnar eru slík meistaraverk að ALDREI verður endurtekið og hver einasta bók er sú mest selda í sínum flokki.  Því er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að búið sé að skrifa bók um allt sem er mest spennandi og fræðandi.  Þá er hringnum lokað og óþarfi að skrifa fleiri bækur og miðað við auglýsingarnar nú verða engar bækur gefnar út oftar.  Því það er búið að skrifa bækur um allt, sem skrifa þarf um, því verða þær bækur sem nú hafa komið út þær síðustu, sem skrifaðar verða á Íslandi um ókomna framtíð.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband