Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Umferðaróhöpp

Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Tvö þeirra urðu þriðjudaginn 8. desember, bæði á Kolsvíkurvegi við Örlygshöfn. Í öðru tilvikinu var jeppa bakkað á annan jeppa með þeim afleiðingum að hann kastaðist á þriðja bílinn. Allir bílarnir skemmdust töluvert.

Hann hefur eitthvað verið utan við sig þessi ökumaður, að lenda í árekstri tvisvar sama daginn.  Ætli Jóla-stressið hafi ekki farið svona með þennan ökumann.


mbl.is Lenti tvisvar í árekstri sama dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálparstarf

Það eru margar leiðir til að styðja Hjálparstarf kirkjunnar fyrir jólin og ein þeirra er að skila inn gömlum og notuðum farsímum. Græn framtíð og Síminn hvetja nú fólk til að koma með gamla GSM síma í verslanir símans, en þeir verða svo sendir í endurnýtingu og mun andvirði þeirra renna til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar.

Það liggja hundruð ef ekki nokkur þúsund ónýtir farsímar í geymslum landsmanna og ánægjulegt að vita, að Hjálparstofnun kirkjunnar getur gert sér peninga úr þeim og því eiga landsmenn að vera duglegir í að fara með þessa síma í verslanir Símans.


mbl.is Farsímar fyrir Hjálparstarf kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Öll mál eru stór,

nema þau litlu.

(Alþingi)


Morð

Lögregla í Dartmouth í Massachusetts í Bandaríkjunum hefur kært 98 ára konu fyrir morð á 100 ára herbergisfélaga sínum á hjúkrunarheimilinu Brandon Woods þar í bæ.

Hefur aumingja konan ekki aðeins verið að hjálpa herbergisfélaga sínum að fara á betri stað.  Þessi hjúkrunarheimili eru aðeins biðsalur dauðans.  En sjálfsagt verður konan, sem 98 ára dæmd í ævilangt fangelsi.


mbl.is 98 ára kona sökuð um morð á 100 ára herbergisfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara heim

Rússnesk stjórnvöld hafa heimilað hluta áhafnar færeyska togarans Skálabergs að fara heim en togarinn hefur verið kyrrsettur í Múrmansk undanfarnar vikur vegna gruns um ólöglegar veiðar í Barentshafi.

Þeir fá þá að eyða jólunum heima kallagreyin á þessum togara.  Því ekki hefði verið svo skemmtilegt að eyða þeim í Múrmansk.


mbl.is Áhöfn Skálabergs á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýslumenn

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur ákveðið að fresta því að leggja fram lagafrumvörp um breytingar á skipan lögreglu- og sýslumannsembætta. Gert er ráð fyrir að frumvörpin verði undirbúin frekar og lögð fram á vorþingi.

Til hvers að fresta því sem búið er að ákveða og gæti sparað ríkinu mikla peninga.  Nú geta sýslumenn haldið áfram að fara fram úr sínum fjárlagaheimildum, eins og þeir hafa alltaf gert.


mbl.is Breytingum á sýslumannsembættum frestað til vors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndasjóður

Framlag til Kvikmyndajóðs Íslands verður ekki lækkað eins mikið á næsta ári, og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í október. 

Það er löngu búið að sanna að hver króna, sem lögð er í Kvikmyndasjóð Íslands, skila sér margfalt til baka í erlendum gjaldeyri.  Þess vegna hefði það veið brjálæði að ætla að skerða framlag í þennan mikilvæga sjóð.


mbl.is Aukið framlag til Kvikmyndasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir

Vogunarsjóðir í eigu bandaríska fjármálafyrirtækisins York Capital Management gera samtals um 110 milljarða króna kröfur í þrotabú Glitnis og er fyrirtækið því í hópi allra stærstu kröfuhafa í þrotabúið.

Þessir vogunarsjóðir hafa þann tilgang einan að græða á óförum annarra og vonandi stoppar Fjármálaeftirlitið að þessi sjóður verði einn af eigendum Íslandsbanka.  Það á að hafna öllum kröfum frá svona fjármálabröskurum og láta þá sitja uppi með sitt tjón.


mbl.is Gerir 110 milljarða kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garðyrkjubændur

„Mér sýnist þetta vera viðurkenning á því, að það sé ekki hægt að skilja garðyrkjuna eftir eins og gert var. Þessi viðbót fer langt með að dekka það sem þörf er fyrir,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.

Þá er búið að bjarga garðyrkjubændum fyrir horn í bili og er það gott mál.


mbl.is Vonar að framleiðsla aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krabbamein

Ekki eru taldar forsendur, við núverandi aðstæður í ríkisfjármálum, að hefja skipulega leit að krabbameini í ristli og endaþarmi hjá einstaklingum af báðum kynjum á aldrinum 60-69 ára.

Má ekki með sömu rökum segja, að ekki séu forsendur í dag til að reka heilbrigðiskerfið og þeir sem fá alvarlega sjúkdóma verði bara að deyja.


mbl.is Hætt við skipulagða leit að ristilkrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband